Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.06.1995, Qupperneq 25
Bergur Bjarnason, kennari: Konungur fuglanna ffÓbH 0<j Míjlik<j&b 3. kluti Að þessu sinni datt mér í hug að segja ykkur stutta stund frá öðrum fugli, sem segja má að sé stærstur og tignarlegastur allra íslenskra fugla, enda jafnan kallaður því virðulega heiti konungur fuglanna. Þetta er örninn, heitir raunar haf- örn, og er eina arnartegundin sem hér er. I öðrum löndum eru þær margar. Örninn tilheyrir þeirri tegund fugla, sem ránfuglar nefnast, því að þeir lifa mest á smádýrum, sem þeir geta klófest og ráða við, sumum reyndar furðustórum, eins og til dæmis ungum lömbum og stórum fiskum, sem þeir grípa úr yfirborði vatna eða sjávar. Einnig éta þeir hræ, ef örðugt er að ná í nýmeti. Þeir eru lrka mjög sterkir og vel vopnaðir til þessara veiða, hafa afar beittar og sterkar klær og nef til að tæta sundur bráðina, og flugleiknin er alveg ótrú- leg. Haföminn er staðfugl, mórauður á litinn, höfuð og stél ljósleitt og klær gular. Eins og heiti fuglsins ber með sér, velur hann sér dvalarstað við eða nærri sjó, langoftast í hömrum hárra fjalla. Þar búa arnarhjónin sér hreiður á hverju vori og eignast tvö egg, en nær undantekningarlaust kemst aðeins annar unginn upp. Valda því óvægin átök milli systkinanna. Sá sterkari hrindir jafnan þeim sem er minni máttar niður af klettasyllunni, sem hreiðrið er á, svo að hann bíður bana. Þannig er nú bróðemið á býlunum þeim. Viðkoman er því mjög lítil. Talið er víst að allt frá því að land var numið og langt fram eftir öldum, hafi verið töluvert mikið um emi hér á landi og þá hafi þeir vafalaust haft aðsetur í flestum eða öllum héruðum landsins. Ymsar sagnir og margvís- leg örnefni benda ótvírætt til þess. í mínu héraði eru til dæmis nokkur slík örnefni, þótt enginn fugl sé þar nú né hafi verið lengi. Það hefur vissulega verið svipmikil sjón að sjá kannski daglega þessa stóru, tignar- legu fugla leika sér um loftin blá eða fylgjast með því, þegar þeir hremmdu fugl eða fisk á yfirborði vatns eða sjávar af furðulegri fimi. 204 Heima er bezt Hitt var að sjálfsögðu mikið al- vörumál fyrir bændur, ef ernir sátu um unglömb þeirra á vorin, og það gerðu þeir vissulega oft, ef þeir sáu sér færi á. En tilfinnanlegast og sorglegast af öllu var þó það, þegar það kom stundum fyrir að ernir hremmdu ungbörn, sem skilin höfðu verið ein eftir úti um stund og flugu með þau upp í hreiður sitt. Um það eru til nokkrar vottfestar sögur í íslenskum heimildum og margar frá öðrum löndum. Því miður náðust þessi börn sjaldan lifandi. Um þessa hörmulegu atburði kann ég eina gamla, vel kveðna vísu, sem enginn veit eftir hvern er, en ég vil gjarna að þið lærið hana. Vísan er þannig: Sterklegur fugl og stór er örn, stundum hremmir hann lítil börn, flýgur með þau í krepptri kló í klettahreiður á mosató. Eftir að skotvopn og eiturefni flutt- ust til landsins, var fljótt lagt kapp á að útrýma þessum vargfugli, sem víða rændi unglömbum bænda og var vargur í varplöndum þeirra. Þetta tókst að verulegu leyti, ekki síst með því að eitra hræ sem þeir átu, þegar þeir náðu ekki í nýmeti. Það mun hafa drepið þá flesta. Segja má að á löngu árabili hafi erninum verið nær alveg útrýmt, að- eins örfá hjón verið eftir. Þegar menn gerðu sér loksins ljóst, að örninn var alveg að deyja út, vildi auðvitað enginn ábyrgur maður missa þennan glæsilega fugl úr fuglalífi landsins. Alþingi samþykkti því lög um algjöra friðun hans og jafnframt að ekki skyldi oftar eitra fyrir refi á víðavangi. Eftir þetta hafa fuglafræðingar fylgst nákvæmlega með erninum og fjölgar honum því lítið eitt á hverju ári. Má því nú fullyrða að tekist hafi að bjarga því að honum yrði útrýmt að fullu, en þar mátti áreiðanlega litlu muna að eins færi með hann og geirfuglinn stóra og sérstæða, sem útrýmt var hér að fullu við Eldey. Ég ætla svo að enda þennan þátt með því að segja ykkur stutta sögu. Eins og þið vitið að ég geri oft og þið hafið alltaf gaman af. Það er síðasta sagan, sem til er af því, þegar örn rændi barni á Islandi. Það er því vissulega merkileg og eft- irminnileg saga. Hún birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1944 og nokkru seinna í barnablaðinu Vorinu. Þar er því hægt að lesa hana í heilu lagi. Hér segi ég ykkur hana aðeins í aðal- atriðum. Hinn kunni blaðamaður og rithöf- undur, Arni Ola, skráði frásögnina eftir gamalli konu, Ragnheiði Eyj- ólfsdóttur, sem sjálf hafði orðið fyrir þessari furðulegu og næsta ótrúlegu reynslu, að örn rændi henni þegar hún var um það bil tveggja ára göm- ul og flaug með hana þriggja kíló- metra vegalengd, án þess að hana sakaði neitt að ráði. Eins og að líkum lætur, mundi gamla konan ekki atburð þennan, en móðir hennar sagði henni oft frá honum, og margir hafa vottfest hann, svo að þar fer ekkert á milli mála. Þetta gerðist sumarið 1879 á bæn- um Skarði á Skarðsströnd í Dala- sýslu. Foreldrar Ragnheiðar litlu voru þar þá búsett og faðir hennar ráðsmaður á staðnum hjá ekkju nokkurri, sem jörðina átti og þar bjó. Daginn, sem ránið var framið, var veður hið besta, logn og heiðskír himinn. Móðir Ragnheiðar litlu vildi því nota tækifærið til þvotta og hafði farið niður að á til að þvo. Brekku- halli nokkur var niður að ánni, þar sem þvottastaðurinn var, en skammt fyrir ofan var hvammur, og uxu þar blóm innan um hvannir. Þetta var í túnfætinum á Skarði. Móðirin skildi telpuna eftir þarna í hvannastóðinu, á meðan hún var að fást við þvottinn, af því að hún taldi hana óhultari þar, fjarri vatninu. Allt í einu heyrir hún að telpan rekur upp hátt hræðsluóp, og þegar hún lítur upp sér hún að ógurlegur örn hefur steypt sér yfir telpuna, þar sem hún var að dunda við að tína blóm. Skipti það nú engum togum að örninn hefur sig upp og flýgur með hana hátt í loft upp. Ekkert heyrðist til telpunnar nema rétt fyrst, enda mun strax hafa liðið yfir hana. I fyrstu flaug örninn afar hátt þarna yfir. Var sem hann hefði viljað kom- ast sem hæst strax, til þess að ná ákvörðunarstað sínum, þó að honum dapraðist brátt flugið. En svo sem vænta mátti, var ætlun hans að fljúga með barnið upp í hreiður sitt, sem var í fjallinu fyrir ofan Kross. í Krossfjalli höfðu arnarhjón átt sér hreiður í mörg ár og alið þar upp unga sína. Ollu þau oft töluverðu tjóni þar í sveitinni. En nú víkur sögunni til fólksins á Skarðstúninu, sem var þar við hey- skap. Hafði það fylgst vel með því, sem gerðist, og þaut nú hver af stað, sem betur gat, til þess að reyna að komast í tæri við örninn, en sá leikur sýndist í fyrstu harla ójafn og útséð, hver endirinn yrði. Sagði móðirin svo frá síðar, að þegar hún leit upp frá þvottinum við ána og horfði á eft- ir erninum með barnið í klónum, að sér hefði ekki dottið í hug að hún sæi það nokkurn tíma lifandi né heldur liðið. Heima er bezt 205

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.