Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Side 26

Heima er bezt - 01.06.1995, Side 26
Skjótastur og snarráðastur allra, sem þarna voru, var Bogi nokkur Kristjánsson, sonur ekkjunnar og fyrirvinna hennar. Hann var skot- maður góður og flaug fyrst í hug að freista þess að skjóta örninn, en hon- um varð brátt ljóst að það var fráleit hugmynd. Það var alltof mikil áhætta vegna barnsins. Bogi greip nú langa stöng, sem honum var fljótt tiltæk, náði í röskan hest og reið allt hvað af tók á eftir eminum áleiðis að Krossfjalli, þar sem arnarhreiðrið var. Innan skamms kom í ljós, að örn- inn hafði hér færst of mikið í fang. Barnið var stórt eftir aldri, og reynd- ist fuglinum svo þungt, að áður en hann komst að fjallinu, dapraðist honum flugið mjög. Og þegar Bogi komst á reiðskjóta sínum á móts við örninn hafði hann lækkað flugið svo mikið, að Bogi gat slengt stönginni á annan væng hans, svo að hann varð að setjast. Sleppti þá örninn barninu án þess að vinna því frekar mein og lagði á flótta undan manninum með bilaðan væng. Hafði hann þá flogið með barnið rétt um þriggja kílómetra vegalengd. Þegar Bogi kom til telpunnar, var hún meðvitundarlaus, en innan skamms raknaði hún við og var furðuróleg enda þekkti hún piltinn vel. Bogi flýtti sér nú með telpuna heim, þar sem hún var athuguð ná- kvæmlega. Kom þá í ljós að hún var furðulítið særð eftir klær arnarins, sem virtust hafa fengið nægilegt hald í fötunum, og nefinu beitta hafði hann ekki enn beint að holdi hennar. Það skyldi bíða, þangað til kontið væri til unganna í hreiðrinu. Kunnugir sögðu síðar, að telpan hefði verið dauf og utan við sig í nokkra daga eftir þessa einkennilegu og áhættusömu loftferð, en varanlegt mein hefði hún ekkert hlotið. Við getum gert okkur í hugarlund þann fögnuð, sem gagntekið hefur foreldrana og raunar Skarðsfólkið allt, að heimta barnið heilt úr annarri eins hættuför. Mun slíkt næsta fá- gætt. Brynjar Páll Rögnvaldsson: Sagan aS henni Gulsu Hún Gulsa var dóttir hennar Rósu, en Rósa er fyrsta kisan, sem ég man eftir, og þó lítið annað en að hún var falleg á litinn og góð. Eitt vorið eignaðist Gulsa kettl- inga, og ósköp var hún umhyggju- söm með litlu angana sína tvo. Einn daginn komu tvö systkinin komu heim með tvo gæsarunga, og þessir litlu, grænu hnoðrar voru skoðaðir í krók og kring af heima- fólki. Gulsa fékk líka að skoða, og fylgst var með, hvernig hún brygðist við fuglalyktinni. Nú gerðist undrið. Gulsa vildi ólm fá viðbót við börnin sín og bauð gæsarungunum að sjúga spena sína með kettlingunum. Það kærðu þeir sig ekkert um en kúrðu sig að kisubelgnum í hlýjunni, og Gulsa vafði sig utan um ungahópinn, alla fjóra angana, loðna og fiðraða, öllum á bænum til mestu undrunar. Svona gekk það dag eftir dag, alltaf sama viðmót hjá Gulsu og móðurumhyggja. Þegar hópurinn fór svo að hreyfa sig meira, jukust mjög áhyggjur Gulsu. Ungarnir fengu að fara út, og þá voru pollar mjög freist- andi vettvangur fyrir gæsarungana, en það þoldi Gulsa ekki að horfa upp á. Þeir gætu barasta drukknað í poll- unum, og mjálmandi ráfaði kisa kringum pollinn og reyndi að fá ang- ana grænu til að koma á þurt land. Loks aumkvaði sig einhver yfir Gulsu og tók sullukollana upp úr pollinum og færði Gulsu þá í bólið hennar, en þá tók ekki betra við fyrir „græningjana,“ því að Gulsa þurfti að sleikja bleytuna af þeim og sand- inn og þvílík læti og hávaði. Kisa hélt litlu óþekktarormunum með framlöppunum og sleikti fiðrið alveg eins og hún gerði við kettlingaskinn- in sín, sem létu sér það vel líka, en gæsarungunum féll ekki við þennan þrifnað, og Gulsa virtist þá alveg vera gáttuð á, hve bömin hennar voru ólík, hvað varðaði allan þrifnað. Ekki minnkuðu áhyggjur Gulsu, þegar hópurinn fór að fá vit til að leika sér og fljúgast á. Kettlingarnir rifu í stélstubbana á gæsarungunum og þeir svöruðu með því að bíta í rófuna á kettlingunum. Eftir þessar orrustur þurftu ungviðin ekki að státa sig af prúðu stéli eða fallegum róf- um. Hópurinn var sem sagt með heldur tætingslegan afturenda og þvílík þolinmæði sem hún Gulsa hafði við að reyna að siða þessa óþekktarorma, en móðurástin er langlunduð. Oft gerðum við Gulsu upp orð eins og þessi: „Því látið þið svona börn? Getið þið ekki verið til friðs og hagað ykk- ur eins og siðaðir kettir? Ekki veit ég hvaðan þið hafið þessa framkomu, eins og ég hef reynt að hafa góða siði fyrir ykkur, virðist eins og það fari inn um annað eyrað og út um hitt. Æ, jæja, kannski eldist þetta af ykkur.“ Endalok fósturbarnanna hennar Gulsu urðu dapurleg. Hundurinn á bænum gætti unganna úti fyrir hröfn- unum, því að auðvitað þurftu ung- arnir að vera úti og hreyfa sig og bíta gras eins og gæsa er siður og busla í pollum og éta sand. Einn rigningardag voru ungarnir úti en fannst of mikil bleyta og skriðu því í skjól undir strigapoka. 206 Heima er bezt Því hafði Sampó, en það hét hundur- inn, ekki tekið eftir og hélt það vera rottu, sem undir pokanum hreyfðist. Stökk hann því til og glefsaði utan um þetta, sem hann hélt vera óvel- komið dýr. Mikið brá honum, þegar hann heyrði hljóðið í unganum og áttaði sig á að þarna var gæsarunginn, sem heyrði undir vernd hans og eftirlit. Unginn reyndist lærbrotinn og ef til vill eitthvað meira skaddaður, og seg- ir ekki meira af honum. Nú hafði fækkað í bóli Gulsu. Ævi- lok seinni gæsarungans voru þau, að kisa var flutt til með bólið sitt og sætti sig ekki við aðstæður en vildi flytja á fyrri stað. Hún byrjaði á flutningi með því að bera gæsarung- ann eins og kisur bera kettlingana sína, en unginn þoldi slíkt ekki og dó. Þvílík sorg, sem hún Gulsa bar í brjósti eftir þetta. Það var tæpast, að hún hugsaði um kettlinga sína fyrir söknuði. Hún reyndi og reyndi að fá fiðraða fósturbarnið til að hreyfa sig en ekkert gagnaði. Æ, hvað við kenndum í brjósti um Gulsu okkar. Einn afkomandi Gulsu var læða, sem nefnd var Buska. Hún var ósköp hrædd, þegar við systkinin fórum á skauta á veturna. Þá elti hún okkur niður að svelli og bað okkur að koma til baka, því að það væri stórhættu- legt að fara út á vatnið. Jafnvel fór Buska frá litlum kettlingum sínum til að forða okkur frá þessum voða, sem hún hélt vera. Toggi, sem sagt verður frá í næstu sögu, var afkomandi Busku og erfði að sjálfsögðu allar mestu kattargáfur úr ættinni. Soðinn fiskur í hvítvini 50 g smjör 2 msk saxaður vorlaukur 1,25 kg. sólkola- eða sólflúruflök, roðlaus salt og pipar 1 lítill seinseljuvöndur 4.5 dl þurrt hvítvín 2 msk hveiti 125 g soðnar skelflettar rækjur Til skrauts: Sítrónusneiðar Nokkrar soðnar rækjur í skel (má sleppa). Bræðið helminginn af smjörinu í potti, bætið við lauknum og sjóðið í 2 mínútur. Vefjið upp flökin og raðið þeim á hitaþolið fat. Hellið lauknum yfir og kryddið með salti og pipar eftir smekk. Bætið við steinseljunni og víninu. Setjið lok á fatið og bakið í 160 C-gráðu heitum ofni í 15-20 mínútur eða þar til fiskurinn er orð- inn meyr. Flytjið fiskinn með gata- spaða yfir á heitt fat og haldið hon- um heitum. Geymið soðið. Búið til smjörbollu úr smjörinu sem eftir er og hveitinu. Sigtið soðið yfir í pott og látið suðuna koma upp. Hrærið smátt og smátt smjörboll- unni saman við soðið til að þykkja það. Bætið við rækjunum og smakk- ið sósuna til. Ausið með skeið yfir fisinn og skreytið með sítrónusneið- um og heilum rækjum. ef notaðar eru. Handa 6. Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.