Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Side 28

Heima er bezt - 01.06.1995, Side 28
Ritað Ósjálfrátt afA. Faranese Þýðing: Guðbrandur E. Hlíðar ærleikurinn hafði verið fyrir þeim svo niðurbældur, að sól- ar naut eigi hjá þeim, sem þar bjuggu og þar var aðeins kali lífsins. Meðal þeirra, sem bjuggu í þessu landi, voru þekktir stjórnmálamenn og þeir, sem elskuðu ekki ættjörð sína eða hugsuðu um að vera henni til gagns. Aðeins metnaðargimi þeirra, eigið ágæti, hafði verið tak- mark þeirra, og mér virtust þeir nú búa í stórum íshöllum og í frosnum turnum eigin metnaðar. Aðra sá ég þar á lægri lífsgötum, en allt var þar gegnfrosið af hinum óhugnanlega kulda og ófrjóa lífi, þar sem öll hjartahlýja og geðshræringar voru útilokuð. Ég hafði kynnst böli vegna mikilla geðhrifa og ástríðna, og nú sá ég andhverfu þeirra. Guði sé lof fyrir, að í þessu landi bjuggu langtum færri íbúar en annars staðar. Þó að verkanir misbeittrar ástar séu skelfilegar, er þó vart eins örðugt að yfirstíga þær og skort mannshjartans á allri viðkvæmni. Þama vom menn, sem höfðu verið trúarleiðtogar, menn af öllum kyn- flokkum jarðarinnar, rómversk-ka- þólskir kardínálar og prestar, sem höfðu lifað ströngu, frómu en eigin- gjömu lífi, hreintrúarpostular, klerk- ar meþódista og presbýterana, þjónar kirkjunnar, biskupar og prestar, trú- boðar, prestar brahmatrúar, parsar, Egyptar, múslimar. I stuttu máli, menn af öllum trúflokkum og þjóð- eraum voru þarna í landi frostsins. Hjá engum þeirra var fyrir hendi næg hjartahlýja til þess að þýða með Fimmti hluti eða bræða ísinn kringum þá. Ef að- eins fannst ein gráða éls, lík tári sorgarinnar, fór ísinn að bráðna og von fannst aumri sál. Þarna sá ég mann, sem virtist inni- lokaður í ísbúri. Stengur búrsins voru gerðar úr ís, en þó sterkar sem stengur úr gljáfægðu stáli. Þessi maður var áður einn af æðstu mönnum trúvilludómanna í Feneyj- um, og var þá einn þeirra, sem vakti ótta í hjörtum ógæfusamra samborg- ara, sem heyrðu hans getið eða féllu í klær hans. Frægur í sögunni, en í öllum bókum eða skýrslum um líf hans finnst ekkert dæmi um að hjarta hans hafí viknað vegna þjáninga fómarlamba hans og fengið hann til þess að hverfa, þó ekki væri nema augnablik, frá hryllilegum áformum hans að þjá og deyða alla þá, sem rannsóknarrétturinn læsti í neti hans. Maður, sem var miskunnarlaus jafnt í eigin lífi sem annarra. Þannig gerður maður þekkti ekki, hvað það var að láta hjartað slá vegna þjáninga annarra. Andlit hans lýsti kaldri, tillitslausri grimmd, langt og mjótt amamef, skarpir hökudrættir, há og breið kinnbein, þunnar samanbitnar og grimmdarleg- ar varir eins og strik yfir andlitið. Andlitsfallið var lágt og breitt milli eyrna, og innfallin augu, sem störðu úr augnatóftunum með glampa hins grimma og miskunnarlausa dýrs. Ég sá fyrir augum mér nokkrar aft- urgöngur, fórnarlömb þessa manns. Þau voru limlest, brotin, sundurtætt og blæðandi af þeim þjáningum, sem hann hafði bakað þeim í jarðlífinu. Þetta vom fölir andar, sem ráfuðu um í vissum jarðneskum búningum, en sálir þeirra höfðu fyrir löngu yfir- gefíð hulstrin. Þó drógust andalíkamar þeirra enn að þessum manni og gátu ekki leystst upp í frumefni sín, því að seg- ulmögnun hans batt þá við hann órjúfandi hlekkjum. Sálirnar og hin fínni og æðri frum- 208 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.