Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Qupperneq 29

Heima er bezt - 01.06.1995, Qupperneq 29
efni höfðu fyrir löngu yfirgefið þetta svæði, eftir voru aðeins „stjarnhulst- ur,“ sem enn höfðu vissan lífsþrótt, sem þó voru sótt til þessa manns, en ekki frá hinum frelsuðu sálum, sem eitt sinn höfðu búið þar. Draugar eru einmitt gerðir með slíkum hætti og heimsækja það svið, sem þeir voru deyddir á alsaklausir. Þeim finnst morðingjar þeirra lifa enn og ásækja þá, og þó er líf þessara „stjarn- hulstra“ aðeins endurskin, sem hverfur um leið og iðrun og sam- viskubitið leysa böndin, sem knýta þá morðingjum þeirra. Eg sá aðra anda heimsækja þennan mann og hæða hann í algjöru hjálp- arleysi hans vegna þeirra þjáninga, sem þeir urðu að þola fyrir löngu af hans völdum, en þessir andar voru mjög ólíkir hver öðrum að útliti. Þeir voru úr þéttara efni og höfðu bæði til að bera krafta, þrótt og skynsemi, sem áður lýstar þokukenndu skugga- verur skorti. Þessir ódauðlegu andar bjuggu enn í líkamshulstrum sínum þrátt fyrir miklar þjáningar í jarðlífinu, en þeir báru svo heiftarlegt hatur til þessa manns, að ekkert annað komst þar að. Þeir voru stöðugt uppteknir af þeim áformum sínum að vera í ná- vist kvalara þeirra og rífa hann sund- ur, og ísbúrið, sem hann dvaldist í, var þeim í senn vörn gegn honum og fangaklefi hans. Einn andinn, sem var hyggnari hinum, hafði smíðað langa, oddmjóa stöng, sem hann stakk inn á milli rimlanna til þess að særa fangann, og furðulegt var að sjá, hve fimur hann var að verjast stungunum. Aðrir höfðu stutt en bitur kast- vopn, sem þeir vörpuðu að honum inn á milli rimlanna. Enn aðrir sprautuðu rotnu, slímkenndu vatni á hann, og stundum sameinaðist allur hópurinn til þess að ráðast á rimlana og reyna að brjóta þá, en allt var það árangurslaust. Aumingja veran í búrinu, sem um langt skeið hafði kynnst styrkleika búrsins, var þá vön að hæða hópinn með kuldahlátri yfir tilgangsleysi til- rauna þeirra. Við spumingu minni um hvort þessi sál mundi nokkurn tíma losna úr viðj- um sínum, svaraði tígulegi andinn, sem hafði ávarpað mig endrum og eins, síðan ég heyrði fyrst rödd hans við gröf mína. Stundum þegar ég hafði beðið um hjálp eða aukinn vís- dóm, hafði þessi andi ávarpað mig úr fjarlægð eins og nú, en rödd hans minnti á raust gamals spámanns, eins þeirra, sem áleit að Guð mundi ávarpa þá úr þrumuskýjum. Rödd hans hljómaði í eyrum mér sterkum rómi, sem aðrir andar gátu þó ekki heyrt, því að eyru þeirra voru sljó og heyrðu ekki og augu þeirra svo blind, að þau sáu ekki. Röddin svaraði mér: „Sonur, athugaðu eitt augnablik hugsanir þessa anda. Sjáðu hvemig hann mundi nota frelsið, ef hann öðl- aðist það.“ Þá sá ég líkt og mynd í spegli end- urskin þessa anda. Fyrst kom hugs- unin um frelsið, því næst að þá mundi hann þröngva sér á ný niður á jarðsviðið, og þegar þangað kæmi mundi hann finna einhvern dauðleg- an, honum andlega skyldan. Með að- stoð hans myndi hann leitast við að koma ennþá járnharðara oki á herðar manna og koma af stað enn grimmi- legra einræði, hryllilegra en á dögum rannsóknarréttarins. Það mundi útrýma síðustu leifum þess frelsis, sem enn stóð þjáðum mannssálum til boða. Hann vissi, að hann mundi ná enn meira valdi en í jarðlífinu, þar sem hann gæti starfað með hug og hönd, laus við alla jarðneska hlekki. Hon- um mundi takast að safna kringum sig skyldum öndum, vinnufélögum, sem hefðu jafn mikla grimmd og sál- arkulda og hann sjálfur. Hugur hans mundi vaða í reyk og villu um nýja áþján, sem hann gæti lagt á aðra, minnugur þess að hann var ósnortinn af hrópum, kveinstöf- um og bænum þeirra, sem hann hafði látið kvelja til dauða. Líf hans hafði verið að undiroka aðra vegna miskunnarlausrar metn- aðargirni, og í þeim tilgangi einum hafði hann notað hið mikla vald reglu sinnar sem skálkaskjól fyrir slíkum athöfnum, og í sálu hans hafði ekki vaknað minnsti neisti meðaumkunar eða samviskubits. Ef slík vera fengi frelsi og kæmist aftur til jarðarinnar, mundi hún valda langum meiri skelfingum en villtustu rándýr, þar eð afli hennar væri mun minni takmörk sett. Hann vissi ekki, að rannsóknarrétt- inum, sem hann hafði enn hug á að styrkja í sínu hræðilega, deyðandi starfi, hafði fyrir löngu verið sópað burtu af yfirborði jarðar af miklu sterkara afli en hann gat ráðið við. Guði sé lof, að hann var horfinn með þeim myrka tíma, sem hann þroskað- ist á, líkt eiturjurt, og mundi aldrei smána mannkynið með þeim glæp- um, sem voru framdir í nafni Hans, sem kom aðeins til þess að boða frið og kærleika á jörðu, sem oft er óstaðföst í trausti og trú á Guð og ei- líft líf. Áhrifa þeirrar hreyfingar, sem sóp- aði að lokum rannsóknarréttinum burt, gætir enn á jörðinni, en samt munu enn líða mörg ár þar til allt það, sem er gott, hreint og satt og hefir lifað af þessar myrku aldir, mun sameinast á ný til endurvakningar á trú á Guð kærleikans, ekki á Guð ótt- ans, eins og þessir böðlar lýstu hon- um. Ég sneri burt frá þessu frosna landi, hnípinn og hryggur, Ég kærði mig ekki um að dveljast þar lengur og kynnast leyndardómum þess. Þó er hugsanlegt að ég komi seinna þangað á ný. Ég fann að ég gat ekk- ert aðhafst í þessu landi, enginn, sem ég gæti skilið, og verurnar þar ollu mér aðeins hugarangri, án þess að ég gæti komið þar nokkru góðu til leið- ar. * * * Á vegferð minni frá landi frostsins til lands rökkursins fór ég framhjá mörgum rúmgóðum holum, sem Heima er bezt 209

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.