Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 30

Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 30
nefndar voru „svefnholur.“ Þar lá fjöldi anda í ástandi fullkomins sinnuleysis og skynjuðu ekkert í um- hverfinu. Mér var tjáð, að þetta væru andar mannlegra vera, sem höfðu svipt sig lífi með eiturlyfjanautn (ópíum). Slíkir andar höfðu glatað mögu- leikanum til að þroskast og þeim fór frekar aftur en fram, rétt eins og fastreyrður limur visnar, ef hann get- ur ekki hreyft sig. Nú voru þeir meira veikburða en ófætt barn og jafn ófærir til sjálf- stæðs lífs. Hjá mörgum þeirra varaði svefninn hundruð ára, hjá öðrum, sem höfðu ekki eins ofurselt sig eit- urjurtinni, aðeins áratugi eða eina öld. Þessir andar lifðu, það var allt og sumt, því að skynfæri þeirra voru ekki þroskaðri en sveppa, sem lifa án snefils vitsmuna. Þó finnast enn með þeim sálarfrjó, innilokuð, eins og lítil frjókorn, sem lokast hafa inni með smyrðlingum í gröf þeirra, en líf leynist þó með og munu spíra í frjósamri mold. Andarnir, sem lágu í þessum hol- um, höfðu verið fluttir þangað var- lega af hjálpsömum öndum, og hol- urnar voru fullar af styrkjandi segul- straumum og fjöldi þjónandi anda var þar, sem höfðu áður dvalist í svipuðu ástandi. Nú var starf þeirra að veita lífsorku í þessar sljóu anda- verur, sem lágu þarna í botninum í óendanlegum röðum eins og lík. Smám saman, en mjög hægt, allt eftir því, sem sálir þeirra höfðu skað- ast mikið af eitrinu í jarðlífinu, munu þær vakna til meðvitundar og þeirra þjáninga, sem ópíumneytandinn kvelst af, þegar hann fær ekki nýjan skammt af eitrinu. Mjög hægt vakna hin slævðu skilningarfæri þessara aumu anda, þar til þeir verða sendir eins og veik- burða, þjáð böm á heimili, sem líkj- ast geðveikrahælum ykkar. Þar verð- ur þeim veitt hjálp til þess að þroska á ný nývakin skilningarvit, og þeir hæfileikar koma á ný, sem voru allir eyðilagði í jarðlífinu. Þessar aumu sálir tóku þó mjög treglega og hægt við fræðslu, því að nú eiga þær hjálparlaust að öðlast það vit og þroska, sem þeim var ætlað en mein- að í jarðlífinu. Líkt og drykkjumenn, en þó full- komnara, höfðu þeir lamað heila og skynfæri, sem þeir höfðu færst und- an að læra lexíur jarðlífsins með og að þroska sálina á þann hátt, sem jarðlífið veitir. Mér fannst mjög hryggilegt, að sjá þessar svefnholur, ekki síst vegna þess, hve lengi þessir aumu, sofandi andar lágu þar og þá tímasóun, sem því fylgdi að liggja þarna í þessum draumlausa og vonlausa svefni. Eins og í ævintýrinu um hérann unnu aðrir, sem þó fóru sér hægt, kapphlaupið, á meðan þessir sváfu. Þegar þessir andar vakna að lok- um, hver verða þá ekki örlög þeirra og hve örðug skrefin upp á við, þar til þeir hafa náð þeirri stöðu í jarðlíf- inu, sem þeir höfðu haft, þegar þeir féllu fyrir freistingunni? Hlýtur það ekki að fylla sálir vorar skelfingu að vita, að þeir eru margir á jörðinni, sem öðlast auðæfi af verslun með þessi hræðilegu eiturlyf, sem eyði- leggja ekki aðeins líkamann, heldur og sálina á miklu örlagaríkari hátt, svo að ekki er óeðlilegt, þó að spurt sé, hvort hún eigi sér uppreisnar von. Þessar hræðilegu holur, þessir átakanlega sljóu andar, geta orð lýst átakanlegri örlögum en þeirra? Þeir vakna að lokum með skilning flónsins. Loks eftir hundruð ára ná þeir á ný þroskastigi barns, ekki full- þroskaðra vera. Þroski þeirra mun þá verða mjög hægur, því að í andstæðu við barnið hafa þeir næstum glatað þroskahæfileikunum, og það tekur marga mannsaldra að kenna þeim það, sem þeir gátu lært á einni mannsævi á jörðinni. Mér hefur verið sagt, að margar þessara aumkunarverðu sálna séu sendar aftur til jarðarinnar endur- fæddar í jarðneskum líkömum, þegar þær hafa loks náð þroska barnsins, til þess að njóta á ný þeirra fríðinda, sem þær misnotuðu í fyrra lífi. Þetta hefir mér aðeins verið sagt en get ekki frekar fullyrt um sannleiks- gildi þess. Ég veit þó, að slíkir út- vegir fyrir þá mundu gleðja mig ósegjanlega, því að sú leið gæti stytt þeim þroskaskeiðið eða hjálpað þeim til þess að öðlast á ný allt það, sem þeir höfðu glatað áður. 10. kafli Á heimili mínu í landi rökkursins dvaldist ég nú um skeið og einbeitti mér að því að kynnast eðli mínu bet- ur og reyndi að notfæra mér þá fræðslu, sem ég hafði notið á veg- ferðum mínum. Besti kennari minn í þeim efnum var andi, sem var líkur sjálfum mér á margan hátt. Hann hafði lifað svipuðu lífi og ég á jörð- inni og hafði þurft að ganga, líkt og ég, gegnum lægri sviðin, en hann bjó nú í landi þar sem sólin skein. Þaðan kom hann stöðugt niður til þess að fræða félaga Bræðralags vonarinnar og hjálpa þeim, en ég var einn nem- enda hans. Þó virtist þama vera annar kennari og leiðsögumaður, sem ég sá stund- um og kenndi mér marga furðulega hluti. En þar sem hann var á mun hærra þroskastigi en hinn kennarinn, sá ég hann aðeins endrum og eins. Fræðsla hans barst mér fremur sem hugmyndir, innblásnar hugmyndir eða ræður, sem svör við margvísleg- um spumingum frá hugarheimi mín- um. Ég mun ekki nú skýra nánar frá þessum anda, þar eð ég sá hann að- eins óljóst þann tíma, sem ég dvaldi í landi rökkursins, þó smám saman skýrar, þegar sálarástand mitt hafði leitt mig á bjartari brautir. Þó að þessi andi væri mér ekki fullkomlega sýnilegur, varð ég oft var við hann og hjálp hans, og þegar mér lærðist síðar, að hann hefði verið aðalvemdari minn í jarðlífinu, gat ég auðveldlega heimfært það upp á margar hugsanir og hugboð mín og margar af háleitari þrám mínum. 210 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.