Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Side 31

Heima er bezt - 01.06.1995, Side 31
Það var rödd hans, sem hafði ýmist aðvarað eða hughreyst mig, þegar ég barðist næsta vonlausri baráttu fyrst eftir andlát mitt. A fyrstu dögum hinnar myrku andatilveru minnnar hafði ég ó- greinilega orðið var nærveru hans, þegar hann kom og fór frá litla her- berginu mínu og veitti mér mikla hugsvölun í þjáningum mínum með segulmögnun og dásamlegri þekk- ingu og þreki sínu. Þegar ég kom heim í land rökkurs- ins frá þeim myrku sviðum, sem ég hafði farið um, fannst mér líkt og ég væri kominn heim, því að þó her- bergi mitt væri tómlegt og næsta fá- tæklega búið, lítið og þröngt, voru í því öll verðmæti mín, þ.e. mynd- spegill minn, þar sem ég gat að stað- aldri séð ástvinu mína ásamt rósinni og bréfinu, sem hún hafði sent mér. Auk þessa voru þarna vinir mínir, þjáningarbræður eins og ég. Þó að við værum að mestu ein- mana, íhugandi fyrri villur og fræðslu varðandi þær, var stundum mjög þægilegt að fá heimsókn ein- hvers vinar, og þar sem við vorum allir jafnir að sekt okkar í jarðlífinu og reyndum nú að þræða réttari vegi, fundust í því bönd samúðar, sem tengja menn saman. Ykkur mundi finnast líf okkar furðulegt, ef ég gæti lýst því ná- kvæmlega. Það var í senn líkt og ólfkt jarðnesku lífi. Við neyttum t.d. stundum óbrotins fæðis, sem virtist berast okkur á dularfullan hátt, þegar við vorum svangir, en oft leið svo vika, að við hugsuðum ekki um nær- ingu, nema einhver okkar hefði verið sælkeri í jarðlífinu, en þá virtist þörf- in meiri og erfiðara að seðja hana. I mínu tilviki höfðu lífsvenjur mín- ar verið furðu fábrotnar og ég hafði hvorki verið sólginn í mat eða drykk. Við vorum alltaf umluktir þessu rökkri, sem aldrei breyttist í dimma nótt eða bjartan dag, en það var mér sérlega hvimleitt, því að ég ann ljósi og sólskini. Mér var það ætíð sem lífsins bað. Ég var fæddur í landi á jörðinni, sem var baðað sólskini og blómum stráð. Þó að við ráfuðum að venju um þessa byggingu, gátum við reikað ögn um að eigin geðþótta, þó ekki eins víða og andar á æðra þróunar- stigi. Þegar okkur lá á að hraða okk- ur eitthvað, virtist hugurinn bera okkur þangað samstundis með leift- urhraða. Svefns þurftum við ekki að njóta í langan tíma en þess á milli hvíld- umst við vikum saman. Stundum var okkur þá hálfljóst það, sem gerðist, en þess á milli var svefninn vær og draumalaus. Annar furðulegur hlutur var klæðnaður okkar, sem virtist aldrei slitna og endurnýjaðist á dularfullan hátt. Allan þann tíma, sem ég ferðað- ist um og dvaldi á þessum stað, var klæðnaðaur minn dökkur, dökkblár, með gulum mittislinda og akkeri ofið í gulum lit á vinstri ermi, en undir því stóðu orðin „Von er eilíf.“ Ég var klæddur nærskornum nær- klæðum af sama lit. Möttullinn var síður, eins og þið sjáið á kuflum í „bræðralagi iðrara,“ eða hjá munk- um á jörðinni, með kuflhettu, sem gat hulið höfuð og andlit, ef einhver óskaði að skýla andliti sínu frá því að vera séð. Vissulega gerðist það oft, að við óskuðum þess, því að þjáning og samviskubit hefir orkað svo á okkur, og vorum við oft þakklátir fyrir að geta skýlt andlitinu fyrir sjónum ást- vina okkar. Innfallin augu og kinnar, þjáðar og beygðar verur ásamt djúpum andlits- dráttum, sem þjáning hafði rist á hvert andlit, sagði sögu okkar alltof vel, og þeir okkar, sem áttu ástvini á jörðu eða himni, sem ennþá syrgðu missi okkar, hugsuðu oft um að skýla fyrir þeim afmynduðum líkömum og andlitum. Daglegt líf okkar var fábrotið, því að fyrirlesarar leystu hver aðra af með nákvæmri stundvísi. I andaheimi reiknast tíminn á viss- an hátt ekki í dögum eða vikum, heldur eftir þróun hvers og eins. Þeg- ar ákveðinni kennslu var lokið, sem varði mislengi, var viðkomandi andi framaður til æðri menntunar. Það tók nokkra langan tíma að ná tökum á námsefninu. Þó var ekkert sérstakt gert til þess að ýta undir námið, eins og gert er á jörðinni, þar sem lífið virðist alltof stutt til náms og er því einn samfelldur skóli, sem enginn útskrifast úr. Sem andi hefir manneskjan alla ei- lífðina fram undan. Henni getur mið- að áfram að eigin ósk eða hún staðið lengi í stað, þar til hún hefir fundið út nýjar leiðir til aukins þroska fyrir næsta stig, o.s.frv. Enginn reynir að ota nokkrum lengra en hann vill sjálfur, og ekkert er gert til þess að blanda sér í þróun hans og eigin vilja að dveljast á ákveðnu þroskastigi, á meðan hann blandar sér ekki í mál annarra og fylgir hinni einföldu reglu hins vold- uga bræðralags, reglunni um frelsi og samúð öllum til handa. Engum var meinuð fræðsla og enginn hindr- aður í henni. Allt var frjálst, og ef einhver reyndi að yfirgefa þennan stað, en það gerðu margir, var hann frjáls ferða hvert sem hann lysti og að koma aftur, ef það var ósk hans. Engum var lokað dyrum, hvort heldur þeir óskuðu að fara eða koma aftur, og enginn atyrti annan fyrir vanmátt, því að allir þekktu fyllilega dýpt eigin ágalla. Mér var sagt, að margir hefðu dvalið þarna í mörg ár, en þeim sótt- ist námið seint. Allir höfðu svo oft freistast til jarðarferða og með því hrapað niður á lægra stig og þurftu síðan nýja hreinsun og fræðslu í húsi vonarinnar, þar sem ég hafði dvalist fyrst. Þeir virtust hafa stigið skref aftur á bak, í staðinn fyrir fram á leið og, þó var raunverulega ekki um afturför að ræða, heldur þörf frekari fræðslu, svo að þeir læknuðust af þránni til frekari skemmtana á jarðsviðinu. Nokkrum eins og mér, sem höfðu sérstök tilefni, er miðuðu til fram- fara, gekk vel og fluttust frá einu Heima er bezt 211

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.