Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 34

Heima er bezt - 01.06.1995, Síða 34
Stofuplöntur og sumarfri Fólk sem hugsað hefur samvisku- samlega um stofuplönturnar sínar allt árið verður fyrir stóráfalli ef þær deyja meðan það er að heiman í vetr- ar- eða sumarleyfi. Plönturnar þurfa fyrst og fremst vökvun í fjarveru ykkar, og þó einhver nágranninn sé oft fús að „fóstra"1 þær, er yfirleitt betra að koma upp eigin vökvunar- kerfi, nema viðkomandi hafi því meiri kunnáttu til að bera. Þeir sem eru óvanir að hugsa um inniplöntur vökva þær yfirleitt alltof mikið, með þeim afleiðingum að ræturnar fúna og plönturnar deyja, stundum mörg- um vikum eftir að þið komið úr frí- inu. Meðferðin, sem plönturnar fá er háð því hvort leyfið er tekið að sumri eða vetri og hve langt það er. Hér fara á eftir nokkrar tillögur um hvernig best megi tryggja að plönt- urnar ykkar haldist lifandi meðan þið eruð að heiman, hvort sem sá tími skiptir dögum eða vikum. Fyrir brottför skuluð þið... • biðja vin að snúa samhverfum blaðplöntum einn fjórða úr hring á nokkurra daga fresti, svo að þær fái ekki slagsíðu; • loka dyrum herbergisins þar sem plönturnar eru til að súgur ofþurrki þær ekki og hindra að gæludýr velti þeim um koll eða éti þær; • kanna viku áður en þið farið hvort sníklar eða sjúkdómar hrjá plönturn- ar. Ef svo reynist, þá úðið þær þegar í stað. Sé farið í langt frí, er góð var- úðarráðstöfun að úða allar plöntur, því egg meindýra geta verið á þeim og eins víst að blöðin verði löðrandi af skorkvikindum þegar þið komið aftur; • láta stórar plöntur á plastþynnu í miðju herberginu, fjarri gluggum mót suðri. Hver pottur á að standa í skál fullri af vatni; • koma litlum plöntum fyrir í fræ- bökkum úr plasti og hafa raka mó- mylsnu í kringum þær. Þannig hald- ast þær rakar og svalar, en að vísu aðeins í skamman tíma; • draga fyrir glugga að sumrinu, einkum þá sem snúa móti suðri. Meðan blómin bíða 1. Klippið burt fölnuð blóm, einnig þau sem líklegt er að hafi lifað sitt fegursta þegar þið komið heim. Ann- ars hafa þau slæm áhrif á aðra hluta plöntunnar, einkum ef hún er með lin blöð. 2. Fjarlægið dauð blöð af blaðplönt- um. Þar sem mikið blaðskrúð er skemma rotnandi blöð fljótt út frá sér og fúinn nær til allrar plöntunnar fyrr en varir. 3. Setjið litlar plöntur á gljúpan dúk þar sem annar endinn er yfír frá- rennslisrist og hinn niðri í vaski, hálffullum af vatni. Þetta er tilvalin aðferð ef farið er í langt frí. 4. Vökvið einstakar plöntur með borðalaga kveik. Stingið öðrum enda hans ofan í moldina og hinum djúpt í vatnsílát sem stendur hærra en plönt- urnar. 5. Hægt er að koma plöntum fyrir í skál með hreinu vatni, en þær má einnig hafa í grynnra íláti á undirlagi úr ögn blautum leirkúlum. Báðar þessar aðferðir stuðla að meiri loft- raka. Látið ílátin ekki standa þar sem súgur er, því plönturnar eyða þá vatnsbirgðunum miklu fyrr en ella. 214 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.