Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Blaðsíða 4

Heima er bezt - 01.02.1998, Blaðsíða 4
Agætu lesendur. Peningar hafa um langan aldur verið hreyfiafl flestra hluta, hvort sem um ræðir framkvæmdir eða afkomu. Og tæplega eru menn um nokkuð annað jafn ósammála og það, sem varðar útdeilingu og jafnræði í peningamál- um, nema ef vera skyldi trúmál. Sumum verða peningar til gæfu, öðrum óhamingju og vandræða. Allir sækjast eftir þeim, daglega lífið i dag snýst að mestu leyti orðið um peninga, öflun þeirra og eyðslu. Heilu starfsstéttirnar hafa meira að segja það að aðalstarfi, daginn út og dag- inn inn að velta fyrir sér pen- ingamálum og flestu því sem þeim tengist. Marga, ef ekki flesta, dreymir um að verða ríkir, eiga fulla vasa tjár, eins og stundum er komist að orði. Reyndar væri sá, sem ætti vasa sína fulla af fjármunum, ekkert endilega afskaplega ríkur. Upphæðir og magn peninga er slíkt orðið að hefðbundin vasafylli segði ekki langt í þeim efnum. Máltækið er því meira tákn- rænt og tengt fyrri tímum þegar fjármagn var minna og fátæktin sárari. Margir eru þeir til, sem talist geta auðmenn á Islandi, þó þeir, sem efst tróna á þeim toppi, teljist tæplega nema aukvisar í samanburði við þá ríkisbubba, sem af heyrist í útlöndum, jafnt meðalstóra sem fullstóra. Þar er oft um að ræða aðila sem „hafa allan heiminn undir,“ ef svo mætti segja, í viðskiptum sínum, og hafa því komist svo langt sem komist verður í núverandi um- hverfi. Fjármagn það, sem þessir menn og þetta fólk hefur handa á milli, hleypur á slíkum stjarnfræðilegum upp- hæðum að næstum er útilokað að venjulegir „meðaljón- ar“ á hinu litla Islandi geti í raun gert sér í hugarlund stærðir og magn þeirra peninga. Ýmsir, sem peninga sjá í hillingum, telja að með þeim megi kaupa sér hamingju. En svo undarlegt er það nú, ef a.m.k. dæma má af mörgum þeim frásögnum sem berast og birtar eru af fræga og ríka fólkinu, og þær eru jafnan allmargar, því slíkt er nokkuð góð verslunarvara, gefur draumum þeirra fátækari byr undir vængi, þá virðist það, þrátt fyrir ríkidæmið, vera síst hamingju- samara og ef eitthvað er, að jafnaði talsvert óhamingju- samt og súrt. Peningum fylgja nefnilega oft deilur, öfund og ýmis konar neikvæðni. Það getur verið vandi að fara með mikla peninga svo vel sé, og hinn ríki fer ekki ósjaldan að slá um sig og gera ríkidæmi sitt sjáanlegt öðrum, í eignum og öðru, sem viðurkennt er í slíkum efnum. Og þannig hlaða hlutirnir utan á sig. Það fer að verða kappsmál að falla ekki úr því sæti sem viðkomandi hef- ur aflað sér með peningum, það kostar meiri baráttu, það þarf að smá auka við hlutina o.s.frv. Þetta þarf ekki að rekja lengra, lesendur þekkja þessi atriði, sem alls- staðar eru í gangi. En það er ekki bara fólk eða einstaklingar sem eru fá- tækir, hið sama gildir um þjóðirnar. Það leiðir auðvitað af sjálfu sér að ekki er marga ríka einstaklinga að finna hjá fátækari þjóðum, þó þeir séu til. Og ekki er hin óréttláta skipting fjár- muna minni, þjóða á milli en einstaklinganna innan þeirra. Og ekki er það öðru- vísi í heimi þjóðanna en heimi einstaklinganna, svo ég leyfi mér nú að aðgreina þá í þessu sambandi, að ekki er ráðstöfun fjárins alltaf viturleg eða til þess fallin að auka hamingju íbúa þjóða heimsins, sem þó ættu að geta talið peninga sinnar þjóðar sem sameign. Fjármunum þeim, sem eytt hefur verið til hernaðar í gegnum tíðina eru svo gríðarlega miklir, að erfitt er að gera sér umfang þeirra í hugarlund. Bara til þess að nefna eitt dæmi þá kemur í hugann kaup þýsku ríkis- stjórnarinnar á orrustuþotum á síðasta ári, fyrir her sinn. Samþykkti hún að kaupa þotur fyrir 920 milljarða króna, segi og skrifa 920 milljarða. Og hér var bara ver- ið að tala um eina tegund þeirra tækja og tóla sem eitt herveldi, og ekki það stærsta, þarf til sinna hermála. Auk þess á að heita að nú sé slökun þjóða í milli og friður að mestu. Á sama tíma er talið t.d. að rúmlega helmingur barna undir fimm ára aldri deyi í þróunarlöndunum af völdum vannæringar. Hjá Sameinuðu þjóðunum er talið að um 12 milljónir barna látist árlega í heiminum og segja menn á þeim bæ að vannæring sé orsök dauða a.m.k. 55% þeirra. Og það er ekki, að þeirra sögn, bara að vannæring valdi barnadauða, heldur hamlar hún einnig vexti, andlegum þroska og námsþroska. Þeir vísu menn telja, að þó takist hafi að draga úr vannæringu barna í Austur-Asíu og rómönsku Ameríku, þá hafi ljöldi barna, sem líður næringarskort, aukist á heimsvísu. Hvað væri hægt að gera ef hernaðarþjóðirnar settu, þó ekki væri nema 1/3 af útgjöldum sínum til hernaðar, í Framhald á bls 54 44 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.