Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Blaðsíða 27

Heima er bezt - 01.02.1998, Blaðsíða 27
Þjóðólfur 11. sept. 1918. Áfram Það er nú á allra síðustu tímum eins og heldur sé að liíha yfir landbúnað- inum íslenska, eða gefur manni von um að svo sé. Er það gleðilegur vottur þess að dýrtíðin hefur eigi drepið all- an kjark úr mönnum, þegar ráðist er í ný og hér áður óþekkt kostnaðarsöm fýrirtæki til umbóta búnaði vorum á þeim vandræðatímum, sem nú eru. Eiga þeir þökk skilið sem gerast brautryðjendur á þessum sviðum, hvort heldur það eru einstakir menn eða heil (sveitar-) félög. En það eru spor stigin í rétta átt að útvega nýtísku vinnuvélar til bústarfa. Vonandi þurfa eigi mörg ár að líða ennþá, þangað til þessi hlutur er svo almennur orðinn að mönnum þyki eigi tíðindum sæta, þótt duglegur bóndi fari og kaupi sér samskonar vinnuvélar og stéttarbræður hans nota í öllum öðrum menningarlöndum. Þjóðólfur hefur nýlega farið á hnot- skóg eftir fróðleik um eina slíka ný- tísku vinnuvél, sem nú er nýkomin hingað til landsins. Er það að því er vér vitum ffekast, hin fyrsta vinnuvél af þvi tagi hér á landi. Það er rnjalta- vélin hans Boga á Lágafelli. MJALTAVÉLIN SUCCESS. Heim- ildannönnum Þjóðólfs segist svo frá: „Vél þessa fékk hinn alkunni dugn- aðar- og framkvæmdamaður, Bogi Þórðarson, nú í vor og er hún ein af Gluggað í gömul blöð og forvitnast um það, sem efst var á baugi fyrir nokkuð margt löngu. Umsjón: Guðjón Baldvinsson hinum mörgu mjaltavélum, sem upp- fundnar eru og smíðaðar í Vestur- heimi. Við útvegun vélarinnar var það haft fýrir augum að fá þá vél, sem sterkust væri og einföldust og verður því árlegur viðhaldskostnaður vélar þessarar sáralítill, aðeins nokkrar krónur, þar sem árlegur viðhalds- kostnaður flestra annarra mjaltavéla nemur tugum króna. Um verð þessarar vélar er það að segja að sökum þess hve einföld hún er þá er hún flestum mjaltavélum ódýrari og margfalt ódýrari en þær allra margbrotnustu, sem þó hafa alls enga yfirburði yfir þessa, en eru miklu torveldari í allri notkun og þurfa meiri umhirðu.“ Fullkominn útbúnaður til að mjólka með eina kú í einu, heitir á ensku „Unit“ og skal það eftirlátið öðrum að smíða íslenskt nýyrði í þess stað. Út- söluverð í Vesturheimi á hverri „Unit“ er 60 dollarar. Getur einn maður ann- ast hreyfivélina, eða dæluna og 3-5 „Unit“ í einu, eftir því hversu greið- fært er um fjósið. Það þykir til vinnandi að kaupa mjaltavél, þar sem eru átta kýr og þaðan af fleiri og þar sem kýrnar eru ekki yfir tuttugu ættu fimm „unit“ að duga, og því færri sem kýr eru færri, t.d. ættu þrjú „unit“ að duga til að mjólka tólf kýr, o.s.frv. Með mjaltavélinni þarf hreyfivél. Fyrir 3-4 „unit“ þarf 1 1/2 hestafla steinolíu eða „benzin“ hreyfivél, einnig má nota rafmagn til að knýja mjólkurvélina. Á dælan að slá 45 slög á mínútu hverri. Hreyfivélar þessar mætti einnig nota til að dæla vatni, þar sem svo hagar til, knýja þvottavél- ar, skilvindur, strokka, hverfisteina, trafakefli o.s.frv. Verð á hreyfivélum þessum er í Vesturheimi eitthvað ffá 50-100 dollarar effir gæðum og stærð. Hvorki þessi mjaltavél, né nein önnur amerísk mjaltavél, er fljótari að mjólka en röskur maður, en tíma- spamaðurinn er í því falinn að einn maður getur séð um mjöltun á þrem til fimm kúm í einu. Það er einhver „danskur?“ vísdóm- ur, sem komist hefur inn í höfuðið á sumum mönnum hér á landi, að mjólkurvélum sé yfirleitt hætt við að mjólka blóð úr kúnum, en hversu, sem þetta kann að vera með vélar, sem smíðaðar eru í Norðurálfu, þá eru víst fáar eða engin amerísk mjólkur- vél neitt blóðtökuverkfæri, að minnsta kosti er óhætt að fyllyrðr það um mjólkurvélina „Success," að hún skemmir ekki kýmar neitt, hvorki í þessu né öðm og flestar kýr þarf að strefta eftir að vélin hefur verið tekin af þeim, að minnsta kosti fyrst í stað, meðan þær em ekki vanar vélinni. Sumar kýr „selja“ tæplega meira en Heima er bezt 67

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.