Heima er bezt - 01.02.1998, Blaðsíða 39
þakklát fyrir að hafa fengið að fara
með. Frænka hennar hafði sagt að
hún hefði gott og gaman af því, auk
þess sem hún yrði örugglega liðtæk
við rúninginn. Fleiða vissi nú lítið
hvað rúningur var, en fram að þessu
hafði henni gengið vel að aðlagast
sveitinni og störfum þeim sem hún
átti að vinna. Var það mikið Ingi-
björgu að þakka, sem með þolin-
mæði sinni útskýrði allt á svo ein-
faldan hátt. Það var auðvelt að skilja
það sem hún sagði og tileinka sér
það. Reyndar líkaði Heiðu mjög vel
á Hóli, það sem af var. Ef mamma
hennar hefði ekki verið ein i risíbúð-
inni í Reykjavík hefði stúlkan verið
alsæl. Það hafði verið rétt hjá Erlu,
sveitin gerði henni gott.
Heiðu fannst líka gaman að kynn-
ast dýrunum. Hún var hrifin af kún-
um. Þær voru svo ólíkar og strax
fyrsta daginn komst hún að því að
þetta voru ekki bara einhverjar kýr.
Skjalda var nythæst, Branda var sú
sem engan vildi þýðast nema Ástu,
Huppa var svo ljúf að hún var alltaf
notuð til að kenna mjöltun og
Búkolla var langelst af kúnum og
hafði alltaf forustuna þegar verið var
að reka þær. Svona voru allar kýrnar,
hver með sínu sniði og eins var með
önnur dýr á bænum. Það var auðvelt
að tengjast þeim tilfinningalegum
böndum og þykja vænt um þau,
hvert og eitt.
Ungi maðurinn, sem Gangna-Siggi
hafði sent Heiðu með, reið þögull við
hlið hennar. Heiða vissi að hann hét
Árni og var yngri sonur prestsins.
Hann var alvarlegur á svip, brún-
hærður og móeygður. Árni var þrek-
inn en ekki mjög hár. Ásta hafði sagt
henni að hann væri mikill bóndi, en
Páll eldri sonurinn, væri sá sem héldi
sig við bókina. Páll var líka með í
smöluninni. Hann var stærri en bróð-
ir hans, ljósari yfirlitum og ekki eins
þrekinn. Heiða gjóaði augunum á
Árna og var hálf feimin. Honum
hlaut að þykja hún heldur viðvan-
ingsleg á hestinum. Loks leit piltur-
inn á hana.
- Nú erum við að verða komin það
langt að við getum ekki lengur riðið
saman. Eg skal vera upp í hlíðinni,
en það er best að þú ríðir meðfram
ánni og passir að féð fari ekki yfir.
Jóhanna á Fossi er hinu megin.
Reyndu að sjá til hennar svo að ekk-
ert fari á mis.
Heiða kinkaði kolli. Hún vonaði að
hún gæti innt þetta skammlaust af
hendi. Það yrði ævarandi smán að
missa féð til baka. En ótti stúlkunnar
var ástæðulaus, féð vildi fram í frels-
ið.
Árni skildi við Heiðu og reið upp
brekkurnar. Heiða hottaði á Ljóma
og hann brokkaði þægur á bökkum
Dalsár. Hún sá Jóhönnu, elstu dóttur-
ina á Fossi, hinu megin. Stúlkan veif-
aði glaðlega til hennar og Heiða veif-
aði á móti. Það var gott að hafa ein-
hverjar ungar stúlkur í nágrenninu.
Jóhanna var mun yngri en Heiða en
henni leist vel á hana.
Safnið rann ffam hlíðarnar og
hundarnir gjömmuðu öðru hvoru.
Ein og ein ær þráaðist við, en það var
ekki lengi. Ákveðnir smalarnir ráku
á eftir og fólkið var í sólskinsskapi.
Veðrið var eins og best verður á kos-
ið, sólin skein á menn og málleys-
ingja og útlitið var gott.
Heiða var farin að verða öruggari
með sig. Féð reyndi ekkert að fara
yfir ána og hennar göngur voru létt-
ar. Það var því engin ástæða til ann-
ars en njóta ferðarinnar. En til allrar
óhamingju lágu göturnar alveg á ár-
bakkanum og einu lambinu skrikaði
fótur með þeim afleiðingum að það
lenti í ánni. Einmitt þar sem lambið
lenti, var hylur og hringiða og á þess-
um stað var áin straumþyngri en ann-
arsstaðar í dalnum. Heiðu dauðbrá,
hún stökk af baki og hljóp að bakk-
anum. Lambið snerist í hringi og
virtist engan möguleika eiga til þess
að komast upp. Heiða reyndi að sæta
lagi og teygja sig til þess, en þá vildi
ekki betur til en svo, að stúlkan
steyptist sjálf ofan í strauniþungt
vatnið. Heiða saup hveljur þegar kalt
vatnið skall á henni. Hún var ósynd
og vissi ekki hvað til bragðs skyldi
taka. Stúlkan barðist um af öllum
kröftum en allt kom fyrir ekki,
straumurinn reif hana með sér og
færði hana í kaf. Heiða varð skelf-
ingu lostin, hún gat ekki andað,
gleypti vatn, kom upp úr, náði smá
lofti, en fór síðan á bólakaf aftur.
Hún var sannfærð um að þetta væri
hennar síðasta. „Guð minn,“ hugsaði
Heiða, „láttu mig ekki deyja, ég verð
að komast aftur heim til mömmu.
Góði Guð.“
Árni, sem var í miðri hlíðinni, sá
hvað gerðist. Hann hikaði ekki held-
ur hleypti hestinum á harðastökki
undan brekkunni og beint út í á.-
Árni, sem var vel ríðandi eins og
hann var vanur, stýrði hestinum fim-
lega upp í strauminn og reyndi að
koma auga á stúlkuna. Skyndilega
skaut henni upp og hann náði taki á
blússunni hennar. Hann var sterkur
og eitt augnablik barðist hann við
strauminn, þar til Dalsáin varð að
sleppa feng sínum í hendurnar á
prestsyninum í Árdal.
Árna var brugðið. Stúlkan lá eins
og slytti fyrir framan hann á hnakk-
nefinu. Hann flýtti sér í land. Piltur-
inn hafði hraðar hendur, tók stúlkuna
af baki og lagði hana frá sér þannig
að runnið gæti upp úr henni. Undr-
andi starði hann á fölt andlitið, sem
honum fannst undurfrítt. Hann vissi
ekki alveg hvað hann átti að gera
næst, en hann vissi það og hafði vit-
að það frá því um morguninn, er
hann sá hana fyrst, að þessi stúlka
mátti ekki deyja. Árni skildi ekki til-
finningar sínar, en í einhverju
æðiskasti hristi hann stúlkuna til, sló
á bakið á henni og hrópaði á hana.
Þegar hann var að gefa upp alla von
hóstaði hún skyndilega og kúgaðist.
Vatn rann upp úr henni en fallegu
augun opnuðust. Heiða stundi og
starði á unga piltinn, sem skelfingu
lostinn strauk henni um hárið.
Framhald í nœsta blaði.
Heimaerbezt 79