Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 7
það var einmitt útvarpið sem olli hraðanum sem varð hér
á uppsetningu vindrafstöðvanna og síðar díselstöðvanna.
Það varð nauðsynlegt fyrir hvern bónda að geta sjálfur
hlaðið rafhlöður þær er útvarpið fékk sinn rafstraum frá.
Svo voru það rafgeymar bílanna sem hér komu. Þá var
nauðsynlegt að geta hlaðið heima fyrir, því þeir vildu oft
tæmast.
Aður en framangreindar rafstöðvar komu hér þurftu
þeir sem höfðu fengið sér útvarp að fara með allar raf-
hlöður í hleðslu austur að Ferjubakka í Öxarfirði. Það
varð því mikill léttir er bændur fengu sínar eigin stöðvar.
Þrátt fyrir allar stöðvarnar varð ævinlega að fara með nýj-
ar rafhlöður og rafgeyma að Ferjubakka. Það stafaði ein-
faldlega af því að nýjar rafhlöður og geyma varð að hlaða
í einni lotu en það gátu vindstöðvar ekki, því fengju þær
ekki byr í sitt segl (spaða) þá stönsuðu þær.
Að Ferjubakka var hinsvegar vatnsknúin rafstöð er
gekk stanslaust og jafnt.
Nú var rafstöðin í Laufási komin upp og nýir geymar
biðu fullhlaðnir að Ferjubakka er sækja þurfti. Það féll í
minn hlut að fara þá ferð, með hest, lítinn sleða, sem ég
hélt í, svo og tvo hunda er voru miklir vinir mínir. Ferðaá-
ætlun var gerð fyrir mig, 13 ára snáðann. Ég átti að leggja
strax af stað og flýta mér svo að ég yrði kominn í Ásbyrgi
um kaffileytið á vesturleið, það er að segja á heimleið.
í upphafi ferðar var lítill snjór, veðurútlit var ekki gott
og kvöldið áður hafði veðurspá verið fremur slæm. Snjór
fór vaxandi er upp í sveitina kom og er við komum upp á
sandana var komið umbrotafæri fyrir hestinn og því sótt-
ist ferðin hægt.
Er ég komst að Feijubakka töldu þau Ólafur og Aðal-
heiður er þar bjuggu, hið mesta óráð að ég reyndi að
leggja af stað heimleiðis, þar sem náttmyrkur var að
skella á. Enginn sími var kominn nærri heimili mínu á
þessum tíma. Sími var aðeins á Skinnastöðum og Lindar-
brekku, en þeir bæir voru allfjarri Laufási og því var ekk-
ert hægt að láta vita af sér.
Eftir miklar vangaveltur og heilabrot ákvað ég að halda
heimleiðis, enda vissi ég að þar væri farið að óttast um
mig, ég hafði nefnilega verið í Asbyrgi á austurleið á
þeim tíma er ég átti að vera þar á vesturleið (heimleið).
Ég lagði strax af stað og í fyrstu sóttist ferðin allvel,
enda gátum við fylgt slóðinni að heiman frá því um
morguninn. Er við komum niður yfir sandana að svo köll-
uðum Veggjarenda, skall á iðulaus norðvestan stórhríð.
Ég tók það ráð að fara ofan í gjána sem er vestan
Veggjarendans, en þar er grasi gróinn botn og þar komst
ég í allgott skjól með hest, hunda og sleðann.
Ég fór nú að hugsa um hvað gera skildi. Framundan var
mjór og niðurgrafinn vegur og nokkrar gjár yfir að fara
og þar var vegurinn enn mjórri. Um morguninn hafði ég
tekið eftir því að hundarnir þræddu sporaslóð á þessum
kafla og gekk hesturinn í slóð þeirra á austurleiðinni. Ég
taldi það hið mesta óráð að reyna að rata yfir gjárnar, eftir
Heima er bezt 47