Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.02.1998, Blaðsíða 12
Bústörf gætu streðið. Hér voru að vísu tveir til þrír bílar en hins vegar bara einn krani á staðnum. Var hann á beltum og þótti í þá daga feikna mikið tæki, enda þótt lyftigeta hans hafi varla verið meira en um fjögur tonn, sem auðvitað þótti gott. Eg man vel eftir því er verið var að flytja strengina, sem halda skyldu brúnni uppi, að henni frá Húsavík, því þar komu þeir í land og vó hver strengur um sex tonn en enginn bíll var þá svo öflugur og stór hér að hann gæti flutt þá með góðu móti. Hér var nokkuð um 10 hjóla hertrukka og tókst með lagni að láta þá flytja strengina upp að brú, en þeir voru í raun með allt of litla burðargetu fyrir svona mikla þyngd. Með krananum var hægt að lyfta rúllunum aðeins upp af palli bílsins með því að setja langt tré aftur úr honum og raða síðan mannskap á það svo að kraninn steyptist ekki fram yfir sig. Er rúllan lyftist var bílnum ekið undan henni og ekki var tæknin meiri en svo að draga varð alla þessa þungu strengi austur yfir ána á handspili. Þó að þetta gengi allt þokkalega fyrir sig þá held ég að engum dytti í hug að notast við svona tækni í dag. Hér læt ég svo lokið þessari frásögn minni af brúarsmíðinni. Eftir að ég kom heim um haustið 1948, þá stóð svo á hér hjá Búnaðarfélagi Keldhverfinga að það vantaði mann til að vinna með dráttarvél er fór hér á milli bæja við jarðvinnslu og var hún af gerðinni Intemational V-4, og gekk hún undir nafninu Gamli rauður. Slíkar vélar voru í eigu búnaðarfélaga víða um land og reyndust þær mjög vel. Hausttíð var góð og gat ég unnið fram á vetur með vélinni við jarðvinnslu. Á minum ung- lingsámm var mikill heyskapur frá Austurgörðum á út- engjum. Flest slægjulöndin vom votlendismýrar og star- arflögur. Um klukkutíma gangur var á engjamar og not- aðir hestar til milliferðanna. Oft var svo legið í tjaldi á engjunum. Eg var aðallega notaður til að sækja hestana á morgnana er fóm oft á næturnar, norður yfir Litluá, er rennur norðan Kvistáss, þó í höftum væm. Áin náði mér vel í mitti. Misvel gekk að reka hestana heim, því auðvit- að vissu þeir hvað þeirra beið og töldu óþarft að vera neitt að flýta sér. Vörnbíllinn í vökinni. Hœgra afturhjól bílsins hékk upp á ísskörinni og var því bíllinn nær því á hliðinni í vatninu að framan, á meðan Haraldur og farþegi hans voru að komast út úr honum. Bíllinn féll svo allur niður rétt á eftir. 52 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.