Heima er bezt - 01.02.1998, Síða 14
manna, er ekki raunveruleg ferðasaga heldur samdráttur
úr því sem henti fólk það, sem á þessum árum ók á þjóð-
vegakerfi landsins. Sem betur fer voru þeir fáir sem
fengu alla óhappaupptalninguna í einni og sömu ferðinni.
í dag eru víðast hvar orðnir sléttir vegir og margir þeirra
bundnir varanlegu slitlagi og því eru framantaldar bilanir
orðnar fátíðar.
Nú vekur það athygli okkar, ef við sjáum þrjá fullorðna
í bíl og börn að auki. Auðvitað kvörtum við ennþá há-
stöfum undan vondum vegum, því enn er margt eftir sem
má bæta í okkar geysilanga vegakerfi. Eg tel að hvort
sem mönnum líkar það betur eða verr, þá verðum við ein-
faldlega að viðurkenna, að sé miðað við landsstærð og
fólksfjölda, þá stöndum við flestum þjóðum framar í góð-
um vegum.
Ástæðan fyrir því að ég reisti verkstæði mitt var ein-
faldlega sú mikla þörf sem hér var fyrir slíkt hús og auð-
vitað hafði ég aflað mér tóla og tækja sem ég taldi mig
þurfa þar. í um það bil tvö ár var systursonur minn, sem
lært hafði vélvirkjun í Reykjavík, mér til halds og trausts
og af honum lærði ég margt og mikið.
Árið 1969 kom Karl Sighvatsson hér við þriðja mann
og fékk inni á verkstæði mínu fyrir viðgerðir búvéla
bænda en hann sá um slík mál hjá gamla, góða S.I.S., þ.e.
á betra máli, hann hafði eftirlit með vélum þeim er bænd-
ur höfðu keypt hjá búvörudeild Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga. Ætlun hans var í upphafi sú, að hann og
menn hans yrðu hér í 10 daga, en reyndin varð sú að þeir
fóru héðan eftir tvo mánuði. Þessir ágætu menn lögðu
mér oft og mikið lið er ég þurfti á að halda. Þar sem verk-
efni mín byggðust að mestu á þeim er hér áttu leið um má
vel í það ráða að vinnutíminn var óreglulegur og oft æði
langur. Auðvitað lagði maður stolt sitt í að reyna að
bjarga öllum á sem skemmstum tíma og því var vinnu-
tíminn meira miðaður við verklok heldur en háttatíma og
klukku. Ekki minnist ég þess að hafa vísað neinum frá
aðstoð, en oftar en ekki var fólki vísað til eldhúss eða
rúms ef sýnilegt var að viðgerð tæki lengri tíma en svo að
unnt væri að ljúka henni á einum vinnudegi, þótt langur
væri.
Meðan ég átti vörubílinn fór ég auðvitað víða um, bæði
vegna vinnu minnar og líka mér til gamans. Eitt sinn fékk
ég lánað boddí hjá Kristjáni vini mínum í Vogum og ók
sem leið lá fram í Vesturdal, en þangað hafði enginn ekið
áður. Ferðin fram í Vesturdalinn gekk vel og greiðlega en
bakaleiðin var öllu erfiðari. Það svona hékk í því að bíll-
inn slefaði upp hæstu brekkuna en það hafðist samt.
Önnur störf og breyttir búskaparhættir
Auk þeirra verka sem ég hef hér að framan talið mig
hafa unnið er svo það verk er ég hef lengst unnið sam-
fleytt en það er fréttaritarastarf mitt á vegum Ríkisút-
varpsins. Það starf hef ég unnið síðan um 1970 og vinn
það enn er þessar línur eru skráðar.
Ekki tel ég mig geta lokið svo þessum ffásagnarþætti
mínum að ég minnist ekki á þann þátt sem ég tel hafa í
raun valdið mestri byltingu í búskapar- og búnaðarháttum
hér í Kelduhverfi en hana tel ég hafa orðið með tilkomu
heimilisdráttarvélanna, en þær fóru að koma hér um og
fyrir 1950 og var það með ólíkindum hvað þarfasti þjónn-
inn, íslenski hesturinn, gat fengið frí á skömmum tíma frá
margra alda gömlu striti.
Það má segja að um 1950 hafi verið blómlegur búskap-
ur í minni sveit. Ibúar sveitarinnar urðu flestir 1956 eða
261. Búið var þá á flestum jörðum samtímis eða fjörtíu
og þremur jörðum 1963, en í dag eru búin komin í 20 og
íbúatalan er nú um 104.
Ekki má nú stara eingöngu á dekkstu hliðarnar, því að
laxeldisstöðin Rifós hf hefur nú verið vel rekin í fimm ár
og skilað hagnaði öll árin. Það er umtalsverð vinna sem
sú stöð veitir í sveitinni.
Hlaðvarpinn framhald af bls 44
þróunarhjálp og aðstoð hjá fátækum þjóðum? Það segir
sig sjálft að það væri ekki lítið, svo vægt sé til orða tekið.
Það er í sjálfu sér auðvelt að benda á þessa staðreynd,
en vandamálið er kannski líka það, að málið er ekki al-
veg svona einfalt. Eins og ég nefndi hér að framan varð-
andi ríkidæmið og hamingjuna, sem síður en svo fer
alltaf saman, þá fer því fjarri að það yrði fátækri þjóð
endilega til hamingju og hagsbóta ef „dælt“ yrði skyndi-
lega miklu fjármagni í aðstoð henni til handa. Á sama
hátt gæti það orðið henni til miska, jafnvel falls, eins og
stundum verður hjá einstaklingum.
Svona er nú lífið alltaf margslungið og vandmeðfarið.
Það verður oftast nær hver og einn að ryðja sína braut og
finna þær aðstæður sem honum henta, hvort sem um ein-
staklinga eða þjóðir er að ræða.
Peningar eru auðvitað góðir og nauðsynlegir til síns
brúks, svo lengi sem þeir verða ekki aðal tilgangur lífs-
göngunnar.
Það, sem að „innan“ kemur er kannski oftast það besta
og endingarmesta, þegar upp er staðið, því fær „mölur og
ryð“ sjaldnast grandað.
Með bestu kveðjum,
Guðjón Baldvinsson.
54 Heima er bezt