Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Síða 15

Heima er bezt - 01.02.1998, Síða 15
Sigurgeir Magnússon: Va 1 að var vor í lofti og á jörð. ^ y Kyrrð í dalnum utan þess _l_- að mófuglar sungu sinn vanasöng, mönnum til dýrðar og áminningar um að vetur væri runn- inn sitt skeið í þetta sinn. Allur snjór svo til horfinn af láglendi, aðeins skaflar í íjöllum. Samt var aðeins ný- byrjaður maímán- uður, 1930. Veturinn hafði verið mönnum og dýrum hagstæður, eða það sagði að minnnsta kosti gamla fólkið. Það hélt meira að segja að þessi góða tíð mundi hefna sín, þótt seinna væri. Kannski, enginn vissi það. Ungt fólk hugsar ekki á þennan hátt. Þess sinni er léttara, áhyggjur engar, daglegt strit tekið létt, því ein- hvern tíma kemur betri tíð með vax- andi blómaangan og því ástæðulaust að víla fýrir sér næsta dag. Ungt fólk dreymir drauma, jafnvel um stelpur og stráka. Auðvitað þurftu þær, ekki síður þeir, að vera myndarlegar, þá var eftirsóknin meiri. Um ættgöfgi og efni var síður spurt. Það gat legið á milli hluta þar til seinna. Hnappheldan hefur alla tíð verið keppikefli ungra manna, hvar sem þeim tekst að smeygja henni á. Og þó. Sumir vilja festa sig of snemma, aðrir bíða og kannski er þetta ekki sú rétta, hugsa þeir, best að fara að öllu með gát, ekki er allt gull sem glóir. Það væri eitthvað óvenjulegt ef ungir strákar yrðu ekki á stundum skotnir í stelpum og öfugt. En hvaða möguleika hafði þetta unga fólk áður og fyrr meir? Jú, það var nokkuð sem hét dansi- Dansiball Þessa sögu sagði mér ungur maður fyrir mörg- um árum með loforði um að setja hana eigi á blað fyrr en eftir tugi ára eða helst þegar þeir, sem við sögu koma, væru komnir undir grœna torfu. Þetta loforð hef ég haldið en finnst ekki rétt að hún falli niður. böll. Þau hafa verið haldin í sveitum landsins frá ómunatíð, ekki oft á ári en nóg til þess að fólk kom saman og skemmti sér og kynntist hvert öðru. Og einmitt núna, á þessu fallega vorkvöldi þessa dags, átti að vera ball. Það var aðeins um einn stað að ræða í þessari sveit. Hús, sem annars var að mestu notað til kennslu skóla- barna mest allan veturinn, og stóð þar einn hreppur að. Sögusvið þess- arar frásagnar er dalur eins og hann leit út fyrir meir en hálfri öld. Einn af þeim dölum sem landnámsmönn- um leist vel á til búsetu. Þurfti engan að undra, undirlendi mikið meðfram góðri veiðiá, sem auk þess klauf dal- inn í miðju, svo allir gætu unað við sitt. Grasi vafnir ár- bakkarnir veittu dal- búum nægan hey- feng ár hvert. Mörg stórbýli röðuðu sér meðfram hlíðum dalsins og mátti vart á milli sjá hvert þeirra var hinum meira. Sagt var að þar í dal væru fáir bændur en margir stórbændur. Á einum af þessum höfuðbólum dalsins var í þann tíð staðsettur ung- ur maður. Við skulum segja innan við tvítugs aldurinn. Var það sem hann gerði, í þá daga kallað vinnu- mennska. Þessi ungi maður var ekki í þessum dal uppsprottinn en þar sem hann var mjög eftirtektarsamur og sédeilis minnisgóður, þá mundi hann mætavel þennan dag og þetta kvöld fram á nótt. En eitthvað gerði það að verkum að engum sagði hann frá þessari kvöld- og næturrómantík, þar til að maður einn, sem var honum nákunn- ugur, gat dregið frásögnina úr fylgsnum huga hans, mörgum árum seinna. Tildrög sögubrots þessa er atburð- ur, sem hann af tilviljun varð áhorf- andi að í húsi því sem kallað var Danshús. Ungi maðurinn hafði um veturinn orðið mjög skotinn í einni heimasætu þar í dalnum og ekki minnkaði það við bréf, sem hún sendi honum, og Heima er bezt 55

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.