Heima er bezt - 01.02.1998, Blaðsíða 19
mundur hefði áður verið búinn að
hafa uppi kvonbænir við Jóhönnu, en
Klerkur verið því andvígur. Því hafi
Guðmundur brugðið á það ráð að láta
stúlkuna játast sér í margra votta við-
urvist, svo að prestur kæmi ekki nein-
um vömum við. Aftur á móti voru
menn því ekki vanir, að bónorð færi
fram með þessum hætti, og þess
vegna var þetta lengi í minnum haft.
- Veist þú nokkurn veginn á hvaða
árum þetta hefur gerst?
- Já, alveg eins og þú segir,
„nokkum veginn,“ en ekki upp á ár.
Mér þykir ekki ólíklegt að bónorðið
hafi farið fram einhvem tíma á ámn-
um 1815-1820, líklega þó nær fyrra
ártalinu. Afi minn, sonur þeirra Guð-
mundar og Jóhönnu, var fæddur árið
1826, en hann var ekki elstur bam-
anna. Og í öðm lagi: Þegar afi fædd-
ist vom foreldrar hans enn á Kára-
stöðum en ekki komin í Jarðlangs-
staði.
- Þau Jóhanna og Guðmundur hafa
auðvitað orðið hin mestu myndar- og
sœmdarhjón, eftir að hann hafði beð-
ið hennar með svo vel sannanlegum
hœtti?
- Jú, jú, mikil ósköp, það vantaði
víst ekkert á það. Þau bjuggu fyrstu
búskaparár sín á Brekku, svo fluttust
þau að Kárastöðum og loks að Jarð-
langsstöðum árið 1832, og þar bjuggu
þau eftir það, eða til 1855, þegar Er-
lendur afi minn tekur þar við jörð og
búi. Afi bjó svo á Jarðlangsstöðum í
meira en þrjátíu ár. Mig minnir það
vera árið 1889, sem hann hætti og for-
eldrar mínir tóku við af honum.
- Náðu þessir forfeður þínir háum
aldri?
- Já, yfirleitt gerðu þeir það. Afa
minn vantaði aðeins eitt ár í áttrætt,
þegar hann lést og það var hár aldur á
þeirri tíð, þegar meðalaldur manna var
miklu lægri en nú. Veturinn áður skrif-
aði hann það dóttur sinni, sem var bú-
sett austur á Seyðisfirði, að hann
myndi lifa næsta aftnælið sitt, og það
líka varð. Hann var fæddur 18. apríl,
en dó 19. apríl. Þarna munaði að vísu
ekki nema einum sólarhring, en það
var nóg til þess að spá hans rættist.
„Ég horfi á ljósið"
- Þú kannt víst ekki jafn snjalla
sögu af afa þínum eins og bónorð
langafans?
- Það hafa nú ýmsar sögur gengið
um afa minn, en því miður kann ég
alltof fáar þeirra. Hins vegar finnst
mér ekki nema sjálfsagt að ég segi hér
það sem ég veit um hann. Við eigum
að halda til haga sögnum unr gengnar
kynslóðir, og ekki láta á okkur fá, þótt
þeir, sem við söguna koma, séu for-
feður okkar. Hvemig í ósköpunum
ættum við að geta borið ábyrgð á orð-
um þeirra og gerðum? Ætli við eigum
ekki fullt í fangi með að bera ábyrgð á
sjálfum okkur? Það hefði ég nú hald-
ið.
Ein sagan um afa minn er á þá leið,
að hann á að hafa verið staddur í
Borgarnesi í kaupstaðarferð, einu
sinni sem oftar, skömmu fyrir jól. Þá
á kaupmaðurinn að hafa komið til
hans og spurt, hvort hann hafi nú
fengið allt sem hugur hans gimtist. Já,
afi minn hélt það. Kaupmaður spyr
þá, hvort hann vanti ekki kerti. Nei,
ekki hélt afi það, og bætti því við að
þau væra öll búin til heima.
„Já, en þessi kerti era sérstaklega
falleg,“ sagði kaupmaður, en þá mun
innflutningur skrautlegra jólakerta
hafa verið tiltölulega nýr hér.
„Já, ég gef nú ekkert fyrir það, því
ég horfi á ljósið,“ sagði afi minn þá,
og þar með var það útrætt mál.
Mér þykir líklegt að hvatleikur til
orða hafi verið talsvert ríkur í þessari
ætt, og að afi minn hafi náð þeim eig-
inleika frá foður sínum, þeim er bað
sér stúlkunnar í kirkjunni forðum. En
þessi gáfa hefur farið mjög þverrandi
á síðari tímum, og víst vildi ég eiga
meira af henni en raun er á.
Einu sinni kom Erlendur afi minn á
bæ, þar sem var tvíbýli, og var annað
kallað Bogabær en hitt Bergþórsbær.
Einhver kurr var víst þarna á milli og
einkum var á orði haft, og til þess tek-
ið, að húsffeyjumar ættu lítt skap
saman. Nú bar afa minn þama að
garði, sté af baki í hlaðinu, sleppti
hestinum lausum og kvaddi dyra. Eitt-
hvað mun hann hafa verið við skál,
enda þótti honurn gott í staupinu.
Húsmóðirin kom út og sá strax hvar
hestur gestsins var að kroppa í hlað-
varpanum, en þetta var að vorlagi eða
snemma sumars. Nú skammar hún
karlinn miskunnarlaust fyrir að sleppa
hestinum í túnið og lætur dæluna
ganga lengi. Þegar hún tók sér loks
málhvíld, varð afa mínum að orði:
„Máttu missa þetta frá Bogabæ?“
Þetta sagði hann vegna þess að
hann stóð nú á hlaði Bergþórsbæjar,
og leit svo á, að húsmóðurinni þar
væri nær að nota skammimar á
grannkonu sína heldur en að sólunda
þeim á hann, fyrir jafhlítið brot og
það að sleppa klámum í hlaðvarpann í
fáeinar mínútur. En kerlu varð svo við
þessa athugasemd afa, að hún stein-
þagnaði og varð ekki meira úr
skömmum að því sinni.
Saga um snilldarhest
Hestamaður var Erlendur mikill, og
átti bæði marga hesta og góða. Eink-
um var við brugðið bleikskjóttum
hesti sem hann átti, og var úrvalsgæð-
ingur. Ég sá aldrei þennan hest, en ég
heyrði þeim mun meira um hann tal-
að. Mér hefur verið sagt, að hann hafi
ekki verið stærri en þrevetra trippi, og
sagt var að þegar karl teygði folann á
skeiði, hafi verið því líkast sem knap-
inn drægi fætur við jörð.
Eina sögu sagði mamma mér, og
mig langar að lofa henni að fljóta hér
með.
Það var einhverju sinni að þau vora
við kirkju á Borg, afi minn og amma,
og höfðu son sinn ungan með sér.
Þegar messan var úti og kirkjugestir
að búast til heimferðar, varð afi eftir
og munu þeir þá hafa verið farnir að
staupa sig, séra Guðmundur á Borg
og hann, því að báðum þótti sopinn
góður. En amma reið heim á leið og
reiddi drenginn fyrir framan sig en
teymdi undir mömmu, sem var einnig
á barnsaldri. Þegar þau voru komin
langleiðina heim og voru stödd á mjó-
um, upphlöðnum rima, þar sem ekki
var hægt að ríða hlið við hlið, vissu
Heima er bezt 59