Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Side 20

Heima er bezt - 01.02.1998, Side 20
þau ekki fyrr en afi kom eins og stormbylur á eftir á þeim bleikskjótta. Hann geysist svo þarna lram með þeim, þótt ógemingur sýndist að láta tvo hesta ganga þar samsíða, og þegar hann kemur á hlið við ömmu, þrífur hann son þeirra úr keltu hennar og skellir honum á bak fyrir framan sig. Við þetta hallaðist á Skjóna og mamma sagði að um tíma hefði þeim sýnst allt mara úti í annarri hliðinni, hnakkurinn, afi og drengurinn. Þær horfðu á þetta í dauðans angist, en þá varð það, sem oft hefúr gerst, bæði fyrr og síðar: Hesturinn bar vit fýrir manninum. Skjóni gekk undir lagið og meira en það: Hann bókstaflega skaut öllum skrokknum undir menn- ina tvo, sem á honum héngu, svo allt réttist við á svipstundu og síðan var haldið áfrarn á sama sprettinum heim í hlað. Þetta er aðeins ein saga af mörgum sem ég heyrði í æsku minni um þenn- an snilldarhest. - Skjóni hefur nú sjálfsagt ekki verið alinn upp á neinum moðum, þótt hann yrði ekki stærri en þetta? - Nei, áreiðanlega ekki. Afi tók oft fulla nýmjólkurfötu og gaf hestum sínum að drekka eins og þeir vildu, þegar hann kom heim úr ferðalögum. Þessi skjótti hestur hefur víst ekki fengið færri mjólkurpotta en aðrir gæðingar afa míns, enda voru margir þeirra afburðahestar. Ég man eftir jarpri hryssu, sem afi átti. Ekki held ég að ég hafi komið henni á bak, en ég man allvel útlit hennar. Hún var mikill gæðingur og svo fljót að af bar. Um hana orti Eyjólfur í Hvammi fögur eftirmæli, þegar hún féll frá. „Það þarf karlmenni og ill- menni..." - Hefur ekkert verið skráð um for- feður þína, utan það sem kann að koma út úrþessu spjalli okkar núna? - Það held ég ekki, að minnsta kosti hef ég ekki orðið var við það. Þetta eru allt gömul minni, sem flestir eru víst búnir að gleyma nú, hafi þeir þá nokkum tíma heyrt þau eða veitt þeim athygli. - Viltu segja mér nokkur? - Alveg sjálfsagt, enda em sagnir um forfeður mína mér ekki neitt feimnismál. Eins og ég sagði áðan, þá lít ég á þetta eins og hvem annan þjóðlegan fróðleik, sem okkur beri að halda til haga. Á dögum Guðmundar langafa míns var oft róstusamt í réttum á haustin, eins og oft hefur viljað við brenna. Einkum var Fellsendarétt í Dölum á orði fyrir óspektir. Svo var það eitt haust, að verið var að jafna niður fjall- skilum. Þar var langafi minn og marg- ir fleiri bændur saman komnir. Um síðir var svo komið að búið var að jafna öllu niður, að því undanskildu þó, að enn vantaði skilamann í Fells- endarétt, en þangað vom flestir ófusir að fara. Þá á langafi minn að hafa sagt: „í Fellsendarétt þarf að senda karl- menni og illmenni. Viljið þið ekki nefna það við Guðmund son minn?“ Og Guðmundur fór í réttina og kom víst öldungis óskemmdur þaðan. En orð langafa míns, séu þau rétt eftir honum höfð, gátu hafa haft við nokk- uð að styðjast. Ég hef alltaf heyrt að Guðmundur afabróðir minn hafi verið næsta ólíkur Erlendi afa mínum. Afi var sagður léttlyndur og glaður í við- móti, en Guðmundur miklu skap- þyngri, harðlyndur og óvæginn, enda áttu þeir víst lítt skap saman, bræð- urnir, og fóm af því ýmsar sögur. Einu sinni snemma sumars, komu boð frá Stangarholti niður að Jarð- langsstöðum, þar sem kvartað var undan því að kýmar þaðan stæðu í túninu í Stangarholti, og þess óskað að þær yrðu sóttar hið allra fyrsta, en túnin sjálfsagt ógirt, eins og víðast hvar á þeim tíma. Jú, alveg sjálfsagt, ekki stóð á því. Afi gamli söðlaði Jörp sína og þeysti af stað. Þegar hann kom í Stangarholt, sáust þar ekki neinar kýr, enda hafði þeim án efa verið sigað úr túninu um leið og orðin voru send, þar sem heimtað var að þær yrðu sóttar. En af afa er það að segja, að hann hleypti inn á túnið og tók nú að skeið- ríða frarn og aftur um völlinn, svo grassvörðurinn gekk upp undan hóf- um merarinnar. Heimafólk horfði for- viða á aðfarimar, en loks kallaði Guð- mundur bóndi til bróður síns og spurði, hvað þetta ætti að þýða, hvort hann væri orðinn band sjóðandi vit- laus, eða hvem andsk. hann væri eig- inlega að gera? „Leita að kúnum,“ kallaði afi á móti, án þess að lina á sprettinum. Ekki er þess getið að þeir bræður hafi ræðst fleira við þann daginn, enda hefur afi trúlega þóttst búinn að launa fyrir sig að því sinni. Raungóður sómamaður Guðmundur í Stangarholti var um- deildur maður sökum skapferlis síns, því að flestum þótti hann harður í hom að taka. En hann átti líka til ákaflega góðar taugar. Einu sinni um hans daga brann íbúðarhús að Gríms- stöðum í ÁHtancshreppi á Mýrum. Það gerðist að næmríagi. Daginn eftir sást til manns, sem stefndi heim að Grímsstöðum og bar tvær stórar fötur í höndum. Þetta reyndist vera sendi- maður ffá Guðmundi í Stangarholti, en í fötunum var glæný kjötsúpa handa fólkinu á Grímsstöðum. Guð- mundur hafði þá frétt, eða séð álengd- ar, hvað var að gerast, og vildi nú hlynna að Grímsstaðafólkinu. Þá var ekki auður í búi á sveitabæjum yfir- leitt, og þetta þótti mikið drengskap- arbragð, enda var það vel þakkað. Aðra sögu get ég sagt af mjög lík- um toga. Þar í sveitinni var gömul kona, sem Sigurbjörg hét. Ekki var beint hægt að segja að hún flakkaði, en þó var ekki fjarri því, og oft kom hún í Stangarholt, því að kona Guð- mundar var ákaflega greiðug og góð- gerðasöm, ekki síst þeim, sem voru lítils háttar á einn eða annan veg. En þó að Guðmundur væri maður raun- góður, lá það orð á, að fremur væri honum lítil þægð í gjafmildi konu sinnar. Svo gerðist það einn góðan veður- dag, að Sigurbjörg kom að Stangar- 60 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.