Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Page 22

Heima er bezt - 01.02.1998, Page 22
Guðjón Baldvinsson: Komdu nú að kveðast á... 61. þáttur Bergþóra Pálsdóttir frá Veturhúsum hefur þáttinn hjá okkur núna á ljóðum um hina fornu mánuði en við munum birta ljóð hennar um þá í nokkrum næstu þáttum. Kvæði hennar um Þorrann og Góuna höf- um við áður birt: Einmánuður, er síðasti mánuður vetrar og hefst fyrsta þriðjudag eftir 19. mars og endar síðasta dag vetrar, sem er fyrsti miðvikudagur eftir 18. apríl: Einmánuður minn elskaði vinur, ertu hér kominn veturinn að kveðja. Vonarbjarmi, vaki sérhver Hlynur, víst þá mun lifna lífsins undra keðja. Efþú með kergju þeytir blautum snjó, þungt fellur oss að ganga gegnum él. Úfnar þá rísa hátt við reiðan sjó Ránardœtur og hrista á sér stél. Enn þó að blási á bleika kinn, brosir þín veröld að nýju, hörku þá breytir brátt um sinn, blíðlega í sól og hlýju. Oflin mörg í örmum þér, öll þau krefjast svara, birtist til blessunar þér og mér sem búum á ysta hjara. Mörsugur er þriðji mánuður vetrar og hefst venjulega fyrsta miðvikudag eftir 18. desember og endar einhvern tíma um miðjan janúar: Mörsugur oft gefur góðar stundir, geisla sína sendir mánaskin, fagna Ijúfar glaðar Ijósi hrundir, lifa vilja þær og eignast vin. Klakaböndum lækir liggja undir, leikur unga fólkið skautum á, ferli rétta fagna hlýjar mundir förunautum birta Ijúfa þrá. Hrein er gleði og hraust er æskan bjarta, hreint er loft og blikar stjarna fjöld. Gleðin Ijúfa yljar góðu hjarta, og gefur hverju líji hreinan skjöld. Hækkar sól og birta tekur bráðum, blessuð sólin gefur líf ogyl. Það svo blítt í brjóstum okkar þráðum, bráðum gerir öllu lífi skil. Harpa er fyrsti mánuður sumars að fornu tímatali. Byijar sumardaginn fyrsta, sem er fyrsti fimmtudagur eftir 18. apríl og endar föstudaginn eftir 18. maí: Ég kenni þinn Harpa hörpuslátt, er heiðgolan strýkur um vanga, er sumarið kennir sinn mikla mátt og mjúkt er um jörðu að ganga. Þú vekur með sólskini sælan dag og syngur um birtuna blíða. Þú blessar mér í huga mildan hag og minnist við moldina þýða. Skerpla er annar mánuður í sumri, byrjar fyrsta laugar- dag eftir 18. maí og endar fyrsta laugardag eftir 17. júní: Skerpla þú frœi frá lyftir moldu, fegurstu blómin þá rísa á foldu. Döggvott er grasið á dýrðlegri stundu, drekka það rósir og lífskraftinn fundu. Nótt þín er björt og blátt er húmið gœða og blá eru fjöll er lyfta hug til hæða. 62 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.