Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Síða 25

Heima er bezt - 01.02.1998, Síða 25
Séð af þjóðvegi yfir byggingar á Guðlaugsstöðum í Blöndudal, þar sem enn var þá búið í torfbæ. Hross á Auðkúluheiði halda í átt til byggða. Auðkúluheiði, fyrsta áfangann suður Kjalveg. Heldur var bjartara í veðri eftir því sem vestar dró og naut sólar í Húnaþingi en þegar kom upp á heiðina sáust hríðarél á sveimi austur yfir há- lendinu. Annað sem athygli vakti á þeirri leið voru hrossahópar nærri vegi. Þegar þeir ókyrrð- ust vegna nærveru bílsins tóku hrossin stefnu norður í átt til byggða. Þau virtust gera sér grein fyrir því að sumarblíðan væri á förum og tímabært að leita haglendis í byggð. Veður breyttist eftir því sem sunnar dró á heiðina, þyngdi að og dreif yfir snjóél þegar nær dró Hveravöllum. Þangað náðum við um kl 7 síðdegis og gerðum þar nokkurn stans enda hafði ekkert okkar komið þar áður. Gripið var til nestis, lítið eitt gengið um og staðurinn skoð- aður og haft tal af veðurathugunarfólki sem þá dvaldi þar. Hjá því var aflað upplýsinga um vegalengd í Hvítárnes og hve lengi væri þangað ekið. Þennan síðasta áfanga dagleiðarinnar byrgði aðsteðjandi hauströkkur og éljagrámi fjallasýn að mestu. Jafnhliða því sem reynt var að hvata ferðinni styttum við okkur stundir með söng. Þannig var gripið til hins velþekkta texta Ómars Ragnarssonar „Sælt er að eiga sumarfrí“ og látið hljóma hressilega „Kell-Kell-Kellingar- fjöll, í Kellingarfjöll við förum“ þegar við þótt- umst vera sem næst þeim nafnkunnu fjöllum. Klukkan var farin að halla nokkuð í 9 um kvöldið þegar við náðum náttstað okkar í Hvít- árnesi. Haustmyrkrið var sem óðast að taka völdin og við undurn bráðan bug að því að bera inn farangur sem nauðsynlegur þótti. I eldhúsi skálans hituðum við súpu og fengum okkur hressingu fýrir nóttina. Hitunartæki þar var eldavél, kynt með kolum, og yfirbragð herberg- isins í samræmi við það heldur óhreinlegt, svart og sóti drifið. Þar næst hreiðruðum við um okkur til svefns í einu herbergi skálans á jarðhæð en ekki svefn- lofti. Að því er ég best man voru fjögur rúm í herberg- inu, tvö við gólf og tvær hákojur. Neðri rúmin voru byggð sem bálkar, þiljaðir fram á gólfið svo að ekkert holrúm gekk innundir þau. Borð var á miðju gólfi. Farangur ýmiss konar fylgdi okkur inn í herbergið og meðal annars voru þar handtöskur sem þáverandi íslensk flugfélög, Loftleiðir og Flugfélag íslands, gerðu til handa farþegum sínum. Þær þóttu kjömar til að hýsa ýmislegt smádót sem grípa þurfti til á ferðalögum. Ljósfæri var vasaljós sem komið var fyrir á borðinu. Þegar það hafði verið slökkt ríkti glórulaust svartamyrkur í herberginu svo að ekkert varð með augum greint, ekki einu sinni herbergisglugginn. Þegar ég byrgði mig niður í svefn- pokann varð mér ljóst að svefnstaðurinn var suðaustur- herbergi skálans þar sem reimleikanna átti helst að gæta. Þannig liðu nokkrar mínútur, ég festi ekki svefn, ekkert varð séð nema sorti myrkursins og varla heyrðist hljóð nema helst gnauðið í haustkaldri golu utan dyra. Þá skeði nokkuð sem varð til þess að yfir mig helltist í einni svipan myrkfælni bernskuáranna sem ég þóttist að mestu vera búinn að yfirvinna en hafði fyrr verið hvorttveggja í senn, hrollköld nautn og hræðilegur ógn- valdur. Fyrri tilfinningin kom einkum yfir mann við að liggja að kveldlagi í hlýju rúmi, lesa magnaða drauga- sögu og hugsa til þess að væri stigið fram úr því mundi undan því teygja sig grá loppa og loðin og grípa um fætur Heima er bezt 65

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.