Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Page 30

Heima er bezt - 01.02.1998, Page 30
henni væri byggt úr steini eða stein- steypu. A.J.J. Þjóðólfur lO.janúar 1918. Laun Iækna 27 læknar reiðubúnir að segja af sér. Eftir nýár í vetur stofnuðu læknar landsins félag með sér og eru nú allir læknar vorir, að kalla, gengnir í það. Er markmiðið að efla hag og sóma stéttarinnar, samvinnu meðal þeirra í heilbrigðismálum. Stjómendur félags- ins em þrír prófessorar: Guðmundur Hannesson, Guðmundur Magnússon og Sæmundur Bjamhéðinsson. Full- trúar eru: í Vestfirðingaijórðungi: Halldór Steinsson, héraðslæknir og alþm. í Ólafsvík. í Norðlendinga- fjórðungi: Steingrímur Matthíasson. í Austfirðingafjórðungi: Georg Georgs- son, héraðslæknir á Fáskrúðsfirði. Læknafélagið sneri sér til alþingis og fór fram á hækkun á launum lækna. Það varð til þess að fjárveit- inganefnd neðri deildar flutti frum- varp um breytingu á gjaldskrá lækna. Aðalefni þess ffumvarps var að hækka mætti um 100% gjaldskrána, svo að þeir fengju 2 kr. fyrir rannsókn á sjúklingi og 60 aura fyrir hverja klukkustund á ferðalögum. Þetta fmmvarp var fellt við 8. um- ræðu með nokkrum atkvæðamun. Greiddu atkvæði gegn því sumir vel launaðir starfsmenn landsins. En með því að verið getur að þeir hafi viljað haga kauphækkuninni ððmvísi en frumvarpið ákvað, verður ekki hér beint máli að neinum þeirra að sinni. Þá er þetta var hljóðbært, símaði stjóm læknafélagsins til lækna út um land og leitaði álita þeirra. Hefúr ár- angur af því orðið sá, að 27 læknar hafa gefið henni umboð til að segja af sér fyrir sína hönd, ef þingið verður ekki ríflega við málaleitun þeirra um launahækkun. Upp úr því hefur hafst það, að nú hafa nokkrir þingmenn flutt frumvarp um hækkun á föstum launum lækna upp í 2500 kr. og þóknun til auka- lækna upp í 1500 kr. Til fróðleiks er hér prentað erindi stjómar læknafé- lagsins um nefnda launahækkun. Reykjavík 9. apríl 1918. þ.e. 30 aurar um kukkustund að degi, en 50 aurar að nóttu. Til samanburðar má nefna ferða- taxta norsku læknanna frá 1909: „Sjúkravitjun allt að 1 krn. frá heimili læknis: kr. 4.00 - - 5 - - - - 5.00 - - 7 - - - - 6.00 - - 8,5- - - - 7.00 - - 10 - - - - 8.00 Stjórn Læknafé- lags Islands leyfir sér hér með virð- ingarfyllst að fara þess á leit við stjómarráð íslands, að það leggi fyrir komandi alþingi lagafrumvarp um bráðabirgðahækkun á borgun fyrir læknisverk héraðslækna, sem svari til þess, sem nauðsynjavörur hafa hækk- að í verði síðan styrjöldin hófst, og þá væntanlega eigi minni en 100%. Ástæður vorar fyrir þessari mála- leitun eru þessar: 1) Þótt læknum sem öðrum embætt- ismönnum, hafi verið veitt dýrtíðar- uppbót á föstu laununum, þá nær hún aðeins til nokkurs hluta af tekjum þeirra. Hinn afar lági taxti á öllum verkum lækna hefur haldist óbreyttur, en öll sanngimi mælir með því að uppbót fengist á honum, engu síður en föstu laununum. Aukatekjur lækna hafa því rýmað stórkostlega, jafn- framt því sem peningar féllu í verði. 2) Oss er kunnugt um það að hagur héraðslækna gerist nú mjög þröngur, er bæði voru tekjur þeirra flestra mjög rýrar áður en ófriðurinn skall yfir, og dýrtíð hefúr aukist fram úr hófi með hveiju ári síðan, án þess að séð verði fyrir enda á henni. 3) Að vér höfum ekki miðað uppbót á borgun fyrir læknisverk við sama hlutfall og dýrtíðaruppbót þá, sem al- þingi veitti embættismönnum, stafar bæði af því, hve lág hún er og sérstak- lega af því að borgun sú, sem ákveðin er með lögum 16. nóv. 1907 og gjald- skrá fyrir héraðslækna, dagsettri 14. febr. 1908, er svo afar lág. Hvað borgun fyrir læknisferðir snertir, þá er nú læknum goldið mikið minna en óbrotnum fylgdarmanni, Ef lengra er farið, þá 2 kr. fyrir hverja 5 km. Flutningur ókeypis. Næturtaxti 30-50% hærri.“ íslenski læknar fá því 30 aura fyrir sömu vegalengd, sem norskir læknar fá 7-8 kr. fyrir, og er þó í ráði að hækka norska taxtann að miklum mun. Og þó eru hin föstu laun norsku læknanna miklu hærri en íslensku launin. Föstu launin voru ffá 3000 kr. (klasse I b) til 1200 kr., en 3 launahækkanir fýlgdu, 200 kr. í hvert sinn, en nú er ráðgert að hækka þau, svo að þau verði 5000- 2000 kr. (byijunarlaun). Um gjaldskrá héraðslækna er svip- að að segja. Hvað allra ríflegust er borgunin fyrir skoðun sjúklinga 5 fyrstu sinnin, þ.e. 1 kr. í Noregi er hún borguð með 2-3 kr., og á nú að hækka upp í 3-5 kr. (fyrsta skoðun). Að sjálfsögðu ber brýna nauðsyn til að endurskoða þessi ákvæði öll og breyta þeim. En vér gerum ráð fyrir að stjóm og alþingi séu ef til vill ófús á það, meðan launamálið er ekki tekið fýrir í heild. Auk þess teljum vér sjálfsagt að læknastéttinni gefist kost- ur á að láta álit sitt í ljós á þessu máli á almennum læknafúndi, sem væntan- lega verður haldinn sumarið 1919. Vér höfum því eigi treyst oss til að fara fram á annað en bráðabirgðaupp- bót á gildandi töxtum, meðan sú dýr- tíð helst, sem nú stendur yfir. Virðingarfyllst, Guðm. Hannesson, G. Magnússon, Sœm. Bjarnhéðinsson. Til Stjórnarráðs íslands. 70 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.