Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Page 32

Heima er bezt - 01.02.1998, Page 32
Ari Gíslason: FTTTl í aldanna rás Fjórði hluti Mann fram af manni í þúsund ár 20. Þuríður Einarsdóttir er fædd um 1440. Er alin upp á Skarði hjá Bimi föðurbróður sínum og Ólöfu ríku. Henni var því ekki í kot vísað frá barnsaldri en á Skarði er hún vegna þess að los hefur verið á heim- ilishaldi Einars. Konulaus og sjaldan heima. En það syrti að. Nú skyldi smíða nýja og vandaða kirkju á Skarði og til þess verks var sóttur alþekktur kirkjusmiður og snillingur, Sigvaldi Gunnarsson, kallaður „langalíf,“ sökum þess hve hávaxinn hann var. Hann var ættlaus og líklega eigna- laus, fyrsti maður sem heitir þessu nafni og enginn hefur einu sinni reynt að giska á ætt hans, hvað þá meir. Þessi maður vogaði sér að líta á hina ríku, glæsilegu og ættstóru heimasætu á Skarði. Ég efa að hann hafi þorað að láta sér detta það í hug en e.t.v. hafa augu hennar komið upp um hana og þau farið að smáskjóta sig í skúmaskotum og fögmm gras- brekkum en nóg er af þeim á Skarði. Og þegar þau sjá að þetta gengur ekki lengur, fólkið er farið að skjóta saman neljum, varð það að ráði að þau struku, sem kallað er. Það er sagt að hann hafi numið hana á brott og til að vera ekki á næstu grösum við Skarðsverja fóru þau þvert yfir land- ið og austur að Holti á Síðu. Það var ekki hirt um að elta þau eða leita uppi. Hvers vegna? Stóð Ólöf e.t.v. á bak við brúðarránið? Þeim búnaðist vel, voru frjósöm og áttu í það minnsta sex börn. Fluttu að Hrauni í Landbroti. Börnin uxu úr grasi. Elstur mun hafa verið Einar bóndi í Hrauni, og trúlega næst Hall- dóra, abbadís í Kirkjubæjarklaustri síðustu 60 árin. Hún hefur verið fædd um 1464 og verið þar til 1554. Hún var mikil kona, hjálparhella systkina sinna og bróðurbarna, stór vexti sem faðirinn. Stór ættbogi er kominn ffá þeim Sigvalda og Þuríði. Þrír synir urðu bændur austur á Síðu, þar á meðal: 21. Einar Sigvaldason. Ekki bar mikið á honum í opinbemm málum enda haft öðru að sinna, fátækur bamamaður, þótt ættin væri góð. Hann varð ekki langlífur. Kona hans hét Gunnhildur Jónsdóttir, um hana er ekki vitað annað en að hún var „fátækra og frómra manna“. Þau áttu hóp af börnum, sagt er 14, þar á meðal sex syni sem koma við sögu og eina dóttur sem gerðist nunna hjá frænku sinni. Hún hét Oddný. Steinn var lengi til á leiði Einars sem getur í minnisblöðum Áma bókavarðar. Það var Halldóra abbadís sem hjálpaði Einari að koma þessum börnum upp og sonunum til mennta. Synimir voru Gissur biskup í Skálholti, sem naut sérstaks dálætis hjá föðursystur sinni, abbadísinni, og lærði þar sinn skólalærdóm, sr. Halldór á Hrafns- eyri og síðast í Selárdal, sr. Jón í Reykholti, sr. Jón á Stafafelli (ekki sammæðra), Árni klausturhaldari í Kirkjubæ og að lokum: 22. Þorlákur Einarsson sýslu- maður á Núpi í Dýrafirði, dáinn þar árið 1596, grafinn fyrir framan kirkjudyrnar á Núpi. Valdamikill héraðshöfðingi, samt vinsæll og vel látinn. Var fyrst með Gissuri bróður sínum í Skálholti, fékk síðan sýslu- völd í ísaljarðarsýslu, var í lög- mannskjöri 1570, spekingur að viti, 72 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.