Heima er bezt


Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 37

Heima er bezt - 01.02.1998, Qupperneq 37
við í ijósinu og heilsað upp á þær, þegar ég fer. Heyrðu annars, er það satt að stúlkan sé lausaleiksbarn? Ég heyrði að hún væri ein af þessum Kanakróum sem urðu til í ástandinu. Ásta setti í brýrnar. - Pabbi hennar er Bandaríkjamað- ur og býr þar. Ég vil ekki kalla þessa frænku mína, Kanabarn. Mamma hennar er afar heiðvirt kona. Hún kynntist þessum manni, en þau náðu einhverra hluta vegna ekki saman. Það getur nú átt sínar eðlilegu skýr- ingar hjá fólki sem býr í sitt hvoru landinu, ekkert síður en hjá okkur ís- lendingunum. Kristbjörg brosti í kampinn og saup á kaffinu. - Einhvern tímann hafa þau þó náð saman, að minnsta kosti varð stúlkan einhvern vegin til. Þeir hljóta að hafa sömu aðferðir Kanarnir, ekki verða stúlkurnar þungaðar af vindinum einum saman. Er hún feðruð? Það var farið að síga dálítið í Ástu. Hennar jafnaðargeði var að verða misboðið. - Kristbjörg mín, mér finnst þetta óviðkunnanlegt tal. Stúlkan var að koma í sveitina og mér líst mjög vel á hana. Alveg er mér sama hver faðir hennar er, hún er vel gerð í alla staði. En ef þig langar að vita það þá er hún feðruð. Erla frænka mín kynntist þessum eina manni en hefur aldrei síðan verið við karlmann kennd. Hún hefur algjörlega helgað líf sitt því að koma dóttur sinni til manns og auð- sýna henni ást og hlýju. Þetta hefur henni tekist og það með ekkert minni sóma en þeir sem efnaðri eru. Kristbjörg sussaði á hana. — Vertu nú ekki svona viðkvæm, þó að stúlkan sé frænka þín. Segðu mér heldur það nýjasta úr sveitinni. Maður fréttir aldrei neitt, nema þá helst þegar Karl á mjólkurbílnum er á ferðinni. Ásta brosti. Hún gat ekki verið Kristbjörgu lengi reið. Hún gat víst ekkert að því gert, blessuð mann- eskjan, þó að forvitnin væri svo sterkur þáttur í fari hennar. - Ég fór, skal ég segja þér, að hitta Halldóru, vinkonu mína, á dögunum. Hún sagði mér aldeilis fréttirnar. Það á að fara að leggja hjá okkur raf- magnið og ef til vill tekst þeim að ljúka verkinu íyrir jólin. Það yrði nú aldeilis jólagleði ef við hefðum allt uppljómað í dalnum. Kristbjörg hnussaði. - Ætli það verði ekki sama drollið og venjulega. Ég er nú ekki búin að sjá að þeir hafi af fyrir jólin að klára þetta verk. En það verður erfiðara að fara á milli bæja án þess að allir viti þegar allt verður orðið uppljómað. - Við skulum ekki vera með neina hrakspá. Kannski fáum við rafmagn- ið í jólagjöf. Við skulum bara hlakka til. Hugsaðu þér bara að geta keypt sér frystikistu sem geymir matinn ferskan eins og hann kemur af skepnunni. Kristbjörg hallaði sér að Ástu. - Veistu að það er altalað að Sigur- jón á Læk fari oftar en góðu hófi gegni fram í Mjóadal. Hvað hann er að gera veit ég ekki, en einhveijir halda að hann sé að gera eitthvað það, sem ekki þolir dagsljósið. Held- urðu að það sé húsfreyjan eða heima- sætan sem hann er að heimsækja? Láttu þetta samt ekki fara lengra, mér er nú ekki vel við að vera að segja sögur um tengdafólk mitt. Ástu krossbrá. - Elsku Kristbjörg mín. Láttu eng- an lifandi mann heyra þessa vitleysu. Sigurjón er mikill vinur okkar og ég trúi ekki einu orði af þessari vitleysu. Gerður er góð kona og ég er alveg viss um að hann færi aldrei að bregð- ast henni. Sigurjón er lífsglaður maður og vill hafa gleði þar sem hann er, en svona hluti vil ég ekki heyra um hann. Hugsaðu þér bara hvað gerðist ef svona slúður bærist til eyma Gerðar. Kristbjörg iðaði í sætinu og svipur- inn á andliti hennar var eins og á ketti sem sér fulla rjómaskál. - Vittu til, ég er ekki að fara með fleipur. Það á eftir að koma í ljós hvað sannara reynist. Ég held að hann séra Jón ætti að tala við mann- inn. Hann er nú einu sinni presturinn okkar og að mínu mati á hann að hugsa um siðgæðið í sínum sóknum. En Sigurjón er óttalegur kvennabósi, enda sést það á augunum í honum. Það eru afar fáir menn sem hafa önn- ur eins kvennamannsaugu. Og hvaða erindi ætti hann sosum að hafa þarna fram í Mjóadal, ef ekki eitthvað svona? Ásta stundi við. - Menn geta átt ýmis erindi. Ég veit ekki betur en að hann fari iðu- lega með póstinn þangað frameftir. Hann á nú bíl og mjólkurbíllinn fer ekki lengra en fram í Árdal. Kristbjörg skellihló. - Þú ert svo saklaus, Ásta mín. Einhvern tímann áttu eftir að sjá að ég er ekki að skrökva. Bíddu bara. En ertu búin að sjá nýja kaupamann- inn á Fossi? - Já, já. Hann kom með áætlunar- bílnum í dag um leið og hún frænka mín. Þetta er mesti myndarpiltur. - Hann ku vera einhver vandræða- gemlingur úr Reykjavík. Læknisson- ur, skilst mér. Það er svona með þessa vandræðafugla, allt á að senda í sveitina til að leysa vandann. Nú var Ástu nóg boðið. Það virtist vera alveg sama hvað talað var um, Kristbjörgu tókst alltaf að draga fram einhveija neikvæða mynd af öllum. Ásta stóð upp. - Ég ætla að gefa þér meira kaffi. Ég verð svo að fara að huga að kvöldmatnum. Karlmennirnir eru að gera við túngirðingarnar og koma von bráðar. - Það eru ekki vandræði með bú- skapinn hjá ykkur. Alltaf nóg vinnu- afl. Það er munur að hafa fullt hús af gamalmennum sem vinna sleitulaust, bara fyrir fæðinu sínu. - Já, það er mikill munur. Kristbjörg sá á svip Ástu að nú hafði hún gengið of langt. Hún flýtti sér að þakka fyrir sig, taka kaffidús- una sem Ásta setti á borðið, og halda af stað heim. Ásta stóð við gluggann og starði á eftir henni. Nú hafði Kristbjörg gengið of langt, Ásta var verulega reið. Hún þoldi ekki þetta endalausa slúður um náungann. Af Heima er bezt 77

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.