Æskan - 01.07.1930, Side 5
ÆSKAN
53
kom lslendingum að lokum svo á kné, að þing
þeirra var lagt niður. Hvernig þeir réttu við að
nýju og eru nú aftur orðnir frjáls þjóð i frjálsu
landi. En þess er vert að geta, að Alþingi íslend-
, inga er hið elzta þing heimsins.
Undanfarin fimm ár hefir mikið verið hugsað
og ritað um undirbúning þessarar þjóðhátiðar, og
síðustu tvö árin liefir flest verið miðað við hana,
Margir hata hlakkað til,
en aðrir borið kvíðboga
fyrir þvi, hvernig hún
mundi takast, og sjálfsagt
hafið þið, unglingarnir,
ekki fylgzt með af minna
ákafa en fullorðna fólkið.
Hátiðarnefnd var sett á
stofn, og framkvæmdar-
stjóri kosinn til þess að
sjá um háttðina. Beztu
ljóðskáld og tónskáld
þjóðarinnar stilitu hörpur
sfnar og reyndu að ná úr
þeim sem fegurstúm tón-
um, og óteljandi er það,
sem gert hefir verið til
undirbúnings. — Erlendum
höfðingjum var boðið
hingað heim, frá fjölda
mörgum rikjum, og það
fréttist að Vestur-lslend-
ingar ætluðu að taka sig
upp svo hundruðum
skipti og sjá aftur ætt-
jörðina. Úr öllum áttum
var von á mörgum og
tignum gestum.
í allt vor hefir verið unnið að þvi, að búa
undir á hátiðarsvæðinu. Þegar austur á Þingvöll
var komið, mátti líka sjá vegsummerki. Tjald-
búðir höfðu verið reistar fyrir alla gestina.
Hyer sýsla hafði tjaldbúðir út af fyrir sig og
Reykjavík sína stóru tjaldborg. Hvarvetna blöktu
fánar. Heima á Þingvalla-prestssetrinu var byggð-
ur sveitabær úr steini, í fornum islenzkum stil,
með grasi vöxnu þaki. Þar á túninu höfðu al-
þingismenn tjaldbúðir sinar, en heiðursgestirnir
gistu í Valhöll. — Það yrði of langt að teija upp
allt, sem gert hafði verið til undirbúnings. Alþingis-
hátíðin átti að standa í þrjá daga á Þingvöllum og
hefjast fimmtudaginn 26. júní, því að álitið er, að um
það leyti sumars hafi hið forna þing komið saman.
II.
Fimmtudagsmorguninn kl. 8 — 8V* tók fólkið að
streyma frá tjaldbúðunum niður i Almannagjá.
Þar átti að fara frarn guðsþjónusta kl. 9, áður en
hátíðin yrði sett. Hafði prédikunarstóll verið reistur
i klettunum í vestari barmi Almannagjár, skammt
fyrir norðan Öxarárfoss. Stóllinn var grár að lit,
samlitur klettunum, og virtist vera einn þeirra. Þús-
undir og aftur þúsundir manna þyrptust niður í gjána.
Veður var undur hlítt og fagurt. Var það hátíðleg
sjón að líta yfir hinn
milda manngrúa, sem kom-
inn var saman til þess að
lofa Guð í þessu dýrðlega
musteri, þar sem himin-
inn hvelfdist yfir höfðum
manna, en jörðin, grasi
gróin, var nrusteris gólfið,
og veggirnir voru hinir
hrikalegu hamraveggir Al-
mannagjár. Sólin varpaði
ylríkum geislum yfir mann-
fjöldann, sem stóð í þétt-
um fylkingum, hvert sem
litið var, svo að hvergi sá
út yfir.
Biskup Islands sté í
stólinn. Á undan ræðu
hans var sunginn sálmur-
inn: »Víst ertu, Jesú,
kóngur klár«, eftir sálma-
skáldið fræga, Hallgrím
Pétursson. En á eftir var
sunginn hinn gullfagri
sálmur Matthíasar Joch-
umssonar: »Faðir and-
anna«. — Mannfjöldinn tók
undir sönginn, og er þetta
áreiðanlega fjölmennasta og hátiðlegasta guðsþjón-
usta sem haldin hefir verið á þessu landi.
Þegar guðsþjónustunni var lokið, fylktu menn
sér undir fána héraða sinna. Hver sýsla hafði látið
gera sér sérstakt merki, og voru merkisberarnir
allir stórir og gervilegir menn, hver úr sinni sýslu.
Merkin voru mörg falleg og smekkleg, en það var
galli, að almenningur þekkti þau ekki og vissi ekki,
hvaða merki hver sýsla átti, og því gekk þetta ekki
svo vel sem skyldi.
Var nú gengið til Lögbergs. Lúðraflokkur gekk
i fararbroddi, síðan konungur, rikisstjórn og for-
setar Alþingis, gestir og þingmenn, biskup og
prestar, og síðan allur mannfjöldinn.
Klukkan langt gengin 11 hófst hátíðin með þvl,
Guðspjómista í Almannagjá.