Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1930, Page 8

Æskan - 01.07.1930, Page 8
50 ÆSK AN Sögulega sýtiingin. Hrafti Hœngsson vinnur lögsögnmannseiðinn, Eg hlýddi fyrir skömmu á ræðu, er Vestur- íslendingur einn hélt í Reykjavík. Hann er ungur maður og fór til Ameríku fyrir 9 árum. Hann hefir getið sér þar góðan orðstír og er nú frægur maður. Hann sagði frá því í ræðu sinni, að á hafinu milli lslands og Vesturheims, þegar hann fór alfarinn að heiman, hefði hann strengt þess heit, að reyna að koma allsstaðar svo fram, að það yrði íslandi til sóma, en ekki vansæmdar, og muna það jafnan, að hann væri íslendingur. Taldi bann gengi sitt mikið því að þakka, að hann hefði alltaf reynt að muna þessa heitstrengingu. Það hefði verið markið, sem hann stefndi að, og hvað sem föðurlandið frétti um sig, þá yrði það því til sæmdar að eiga hann fyrir son. Ef nú þið, i.ngu vinir, æska Islands, vilduð reyna að gera slíka heitstrengingu! Ef þið vilduð reyna að muna það, hvar sem þið eruð, og hvað sem þið gerið, að koma svo fram, að það verði landi ykkar og þjóð til sæmdar. Þá er framtíð lslands vel borgið, og óhætt að treysta því, að næsta þúsund ára hátíð verður þessari fremri. M. J. QOOtoet. taoaooooto oi, aoaoooOoo ••••»•»» oooo oooo'ooooOO Pakkaðu loganum fyrir ijósið, en gleymdu ekki lampa- fætinum, sem stendur í skugganum, tryggur og þolin- móður. Tagore. VÍKIVAKI Sunginn við danzsýningu barna á Þingvöllum 27. júni 1930 Hér á þessum helga stað hefjum nýjan söng; nú er sífellt sólskin og sumarnóttin löng. Glatt er gígjunnar mál, glymur klellahöll, öruggt stigur æskan danz um iðgrænan völl. Komið, álfar, ldettum úr! Komið, dvergafans! Komið, hraustu hetjur, horfið á vorn danz. Glalt er gígjunnar mál, glymur klettahöll, öruggt stigur æskan danz um iðgrænan völl. Komið, heiðnu hamratröll og heilladísir lands. Allar íslands vættir, okkaf sjáið danz! Glatt er gigjunnar mál, glymur kleltahöll, öruggt stígur æskan danz um iðgrænan völl.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.