Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1930, Page 7

Æskan - 01.07.1930, Page 7
ÆSKAN 55 Formaður hátiðarnefndar afhendir Sigurði Thorarensen drykkjarhornið. glíman háð. Glímumönnum var tekið með fögnuði af hinurn mikla mannfjölda. Sigurvegarinn varð Sigurður Thorarensen. Vann hann glímubeltið og hlaut nafnið »glímukóngur íslandsa. Konungur ís- lands færði honum að gjöf fagran silfurbikar, og formaður hátlðarnefndar afhenti honum horn eitt mikið, silfurbúið. Verður það eign hans meðan hann lífir, en að honum látnum verður það látið á Pjóðminjasafnið. Þetta kvöld voru einnig fimleikasýningar. Sýndu þar listir sínar bæði kvenna- og karlaflokkar, og loks dönzuðu 72 börn víkivaka undir stjórn þriggja kvenna, ungfrú Ásthildar Kolbeins, ungfrú Ragn- heiðar Björnsson og ungfrú Þorbjargar Guðjónsd. Þótti mörgum mikið til þess koma. Börnin voru öll í skrautlegum þjóðbúningum og stigu danzinn eftir gömlum íslenzkum lögum, og sungu kvæðin jafnframt. Eitt nýtt kvæði hafði verið orkt fyrir þetta tækifæri, og verður það birt hér í blaðinu. Síðari hluta föstudags og laugardag tók fólkið að tínast burt af Þingvöllum. Sá þó lítið á að því fækkaði, enda er talið að fyrsta daginn hafi verið að minnsta kosti þrjátíu þúsundir manna staddir i á Þingvöllum. En þegar leið á laugardag, og um laugardags- kvöldið, fór mjög að bera á brottför manna. Nær- sveitamenn riðu burt í stórhópum. Það var tíguleg sjón að sjá skarana þeysa burt, og minnti á, er hetjur riðu um héruð, í fornöld. En flestir óku burt í bifreiðum, og var vagnalestin óslitin að heita mátti. Veðrið var yndislegt. Kvöldsólin gyllti Þing- vallafjöllin fögru og ljómaði um hinn fornhelga stað, með öllum hinum mikla nútíðarútbúnaði. Hún skein á tjaldborgirnar og á íslenzku hreinu fánana, sem allsstaðar blöktu, hvert sem litið var. Og slíka mynd af Þingvöllum munu nú margir geyma í huga sér til æfiloka. IV. Öllum ber saman um, að Alþingishátíðin hafi farið vel fram og tekizt vel. Forráðamenn og stjórn- endur, allir, sem að undirbúningi unnu, yfirleitt allir hlutaðeigendur og öll alþýða hafi tekið hönd- um saman um, að láta allt fara fram sem bezt. Og forsjónin hafi lagt blessun sína yfir hátíðina með því að gefa gott veður, þegar mest reið á. Menn vona, að hinir tignu erlendu gestir, sem sóttu ísland heim og íluttu því árnaðaróskir og góðar gjafir, fari heim ánægðir, og að þeir beri íslandi og Islendingum vel söguna og kynni land og þjóð út um heiminn, Allt þetta er, og á að vera, hverju einasta mannsbarni á íslandi mesta gleðiefni. En áður en ég lýk máli mínu, vil ég minna ykkur á, kæru ungu lesendur, að það er ekki svo ýkja langt þangað til, að íslendingar halda í þriðja sinn þúsund ára hátíð. Að sjötíu árum liðnum, eða árið 2000, eru þúsund ár síðan kristni var tekin í lög á Islandi. Þá verður vafalaust efnt til hátiðahalda á Þingvöllum. Sú kynslóð, sem nú er komin á þroska-aldur, sú kynslóð, sem haldið hefir þessa hátíð, landi og lýð til sóma, verður þá liðin undir lok. Og flest ykkar, sem þessar línur lesið, verðið þá einnig komin undir græna torfu, eða orðin ellihrum. En samt sem áður er það undir ykkur komið, hvernig þá tekst til. Það er komið undir æskulýð Islands, hvort íslendingar í fram- tíðinni »ganga til góðs, götuna fram eftir veg — ellegar aftur á bak«.

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.