Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 10

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 10
58 Æ S K A N HALLUR OG HELGI Nið jrl. Drengirnir fóru nú af stað. Peir mættu mörgum börnum, er litu hissa á þá. Sum þeirra kýmdu þegar þau sáu Hall og þenna ókunna dreng. En Hallur lét sem hann heyrði ekki háðglósur þeirra. Helgi fann pabba sinn brátt. Hann var búinn að leggja inn ullina. Helgi fékk tæpar átta krónur fyrir ullina sína, og pabbi hans leyfði honum að kaupa fyrir þær, hvað sem hann vildi. Síðan bað hann pabha sinn um að lána sér hestana dálitla stund, og gerði faðir hans það fúslega. Þeir íélagar riðu svo dálítinn spöl inn fyrir bæinn. Og er þeir komu aftur, skrapp Helgi eftir skónum, og fóru þeir Halli svo vel, að það var eins og þeir væru gerðir handa honum. Hallur fór siðan heim og setti upp nýju skóna, þegar hann kom aftur var auðséð, að hann hafði þvegið sér um hendur og andlit. Þeir fóru nú saman í búðir. Helgi keypti sér skautana. Einnig keypti hann rósóttan klút, til þess að gefa Þuru gömlu, og dálítið af góðgæti. Þegar þessu var lokið, gengu þeir félagar um kanpstaðinn, og sýndi Hallur Helga það markverðasta. Dagurinn leið skjótt, og um kvöldið fór Helgi heim með Halli. Hallur sagði mömmu sinni allt af létta, og varð hún himinlifandi glöð, þegar hún heyrði, hvað Helgi hafði verið góður við drenginn hennar. Hún sagðist ætla að biðja guð fyrir Helga, og að Hallur fengi að fara að Brekku um sumarið. Þegar Helgi hafði þegið góðgerðir hjá mömmu Halls, kvaddi hann mæðginin með mestu kærleik- um. Morguninn eftir lögðu þeir feðgar af stað, og gekk þeim ferðin ágætlega. Helgi var mjög ánægður með ferðalagið, en á- nægðust var þó Þura gamla. Hún kvaðst aldrei geta fullþakkað Helga þessa myndarlegu gjöf. Helgi minntist ekki á Hall við neinn til að byrja með, en á öðrum degi fekk hann gott tækifæri til að tala við mömmu sína. Hún var ein frammi í eldhúsi. Helgi sagði henni alla söguna. Hann leyndi engu, en hann bætti því við, að hann væri viss um að Hallur mundi reynast vel. Mamma hans hældi honum fyrir og lofaði því, að hún skyldi tala um þetta við föður hans. Hún bað hann vera vongóðan. Dagarnir liðu hver á fætur öðrum. Alltaf var Helgi að hugsa um Hall, og hvernig svar foreldra hans mundi verða. Hann vonaðist eftir svarinu á hverjum degi, en það kom ekki. Loks var hann orðinn hálf gramur, þá var vika liðin frá því að liann fór í kaupstaðinn. Það var föstudagskvöld. flelgi var óvenju daufur og hafði litla matarlyst. Hann háttaði snemma, en gat ekki sofnað. Hugsanir hans héldu fyrir honum vöku. — Vesalings Hallurl Líklega yrðu þetta þyngstu vonbrigðin, sem fyrir hann hefðu komið. Helga lá við gráti. »Góði guð! Gefðu að þau mamma og pabbi vilji taka hann Hall, eg skal alltaf vera góður drengur og biðja Hall að vera það likacr. f*annig bað Helgi með barnslegu trúnaðartrausti. Hann hugði, að allir væru sofnaðir. Loks datt hann útaf, og þá fór hann undir eins að dreyma. Hann þóltist vera með Halli, og voru báðir undur glaðir. Þeir fóru víða um draumalandið og sáu margt, sem ekki sést í vökunni. »Helgi, Helgi minnl Blessaður farðu að vakna. Pað er kominn morgunn, og þú átt að fara að sækja hestana. Við ætlum að lofa þér í kaupstað- inn, að sækja hann vin þinn«. Helgi reis upp. »Var þetta draumur?« Nei, þarna stóð mamma hans með rjúkandi morguntevatnið. Svona voru þau æfinlega góð, mamma og pabbi. Allt hið bezta létu þau koma að óvörum. »Þakka þér fyrir, elsku mamma mín«, sagði Helgi, og svo hljóp hann upp um hálsinn á henni og kyssti hana. »Eg vona að þetta verði þér til gleði, elsku drengurinn minn. Eg vildi líka óska þess, að þú gleymdir aldrei, aldrei að biðja guð með barnslega traustinu, eins og þú baðst hann í gærkvöldi. Mundu það vel, elsku Helgi minn, að hann bæn- heyrir þá.sem biðja hann. En nú skaltu flýta þér. Eg ætla að lána þér Jarp minn handa vini þfnum, og þú þarft ekki að koma fyrr en á mánudag. Þú gistir hjá Sigríði, systur minni. Mamma Halls þarf sjálfsagt að búa hann eitthvað út, og við vonumst ekki fyrr eftir ykkur«. Helgi flýtti sér á fætur. Nú lék hann á alls oddi. Hann mætti pabba sínum á hlaðinu og þakkaði honum kærlega fyrir, síðan þaut hann fram dalinn. Hallur hafði líka beðið og vonað. Hann var orð- inn breyttur. Nú var hann alltaf hreinn um hendur og andlit. Hann var hættur að tala ljótt, og hafði andstyggð á að reykja. Hann lét sig engu skipta, þó að börnin væru að kalla á eftir honum. Þau voru alveg steinhissa. Þau skildu ekkert i þessu. Oft þurfti Hallur að gá að mannaferðum, og einkum þegar einhver kom ofan úr sveitinni. En enginn þeirra var Helgi.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.