Æskan

Volume

Æskan - 01.07.1930, Page 11

Æskan - 01.07.1930, Page 11
ÆSK AN 59 »Skyldi Helgi hafa gleymt honum? Ætli að for- eldrar hans hafi ekki viljað gera þetta?« Slíkar spurningar komu fram í huga hans. En hann reyndi að vera vongóður. Og loks kom Helgi á harða spretti á Skjóna sín- um með Jarp í taumi. Það varð hinn mesti fagn- aðarfundur. Gróa gamla varð fjarska glöð. Hún var alltaf að þakka Helga og lofa foreldra hans. Hún fór nú að búa son sinn út. Síðan kvaddi Hallur móður sína. Gamla konan kvaddi hann grátandi og bað hann að muna eftir því að vera góður drengur. Móðir Helga tók á móti þeim á hlaðinu, ferðin hafði gengið greiðlega. Hallur kunni brátt vel við sig, enda voru allir honum góðir. Þeir voru oítast saman, drengirnir, og unnu verk sin fljótt og vel. Fyrsta sunnudaginn, sem Hallur var á Brekku, fóru þeir í landkönnunarferð. Helgi sýndi Halli margt og mikið. Hann sýndi honum fossinn, hyl- inn og slóru hólana, sem menn höfðu álitið að huldufólk ætti heima í. Helgi vissi um mörg hreið- ur, þeir skoðuðu þau og dáðust að litlu ungunum, Sumarið leið. Þeim fannst það líða helzt til fljótt. Haustið kom og sá tími nálgaðist, að kaup- staðaibörnin færu aftur heim. Kvöld eitt að áliðnu sumri áttu þau Brekkuhjón langt tal saman. Þeim kom saman um að bjóða Halli að vera um veturinn, ef móðir hans leyfði. Þegar Hallur heyrði það, varð hann glaður, og kvaðst hvergi vilja fremur vera, og þá var Helgi ekki síður ánægður, því að hann hafði kviðið fyrir að missa leikbróðurinn. Og móðir Halls var þakklát fyrir boðið, þó að hún sæi eftir að skilja við drenginn sinn, þá vissi hún, að honum mundi líða betur á Brekku heldur en í kaupstaðnum. Það varð því úr, að Hallur varð kyrr um vetur- inn. Og það var skemmtilegur vetur. Drengirnir lærðu saman og stunduðu námið af kappi. En stundum léku þeir sér og voru alltaf eins og beztu bræður. Hallur kom sér vel, öllum þótti vænt um hann. > Honum hafði farið svo mikið fram, og var hann orðinn reglulega góður drengur. Og það fann hann, að hann átti Helga mikið að þakka. Næsta vor fluttist Gróa, móðir Halls, að Brekku. Hún ætlaði að vera þar vinnukona. Skorti nú ekkert á gleðina. Árin liðu, og er þeir fóstbræður voru orðnir fulltíða menn, urðu þeir bændur þar í sveitinni. v Vinátta þeirra hélzt til dauðadags. Og lýkur þar með sögunni, Páll Sveinsson, Hafnar/irau Það rann upp dagur yfir græna dalnum, þar sem sumarhöll unga herrainannsins gnæfði há og tignarleg. Yfir bláu fjöllin, sem girtu dalinn á þrjá vegu, varpaði röðullinn gullnum geislum, og tindar þeirra skinu eins og glóandi gull í purpuraroða morgun- logans. Og lygna bugðótta fljótið, sem girti fjórðu hlið dalsins, rann fram í rauðum, gylltum og blá- um litum, en á öllum blómum dalsins glitruðu daggardroparnir, eins og gulltár. Þennan sama dýrðlega morgun sprakk út ný hvít rós í blómsturgarðinum herramannsins, og hún bar af öllum hinum blómunum, en sjálf hafði hún ekki minnstu hugmynd um það, og þess vegna varð hún ennþá fegurri í sakleysi sínu. Hún hall- aði sér í áttina til sólarinnar, og breiddi blöðin út á móti henni eins og barn, sem breiðir út faðm- inn móti elskaðri móður. Sólin lagði blessun sína yfir hvíta kollinn hennar og kyssti hana, og við það stækkaði krónan, og varð ennþá fallegri en áður, og hvíta rósin sendi indælan ilm út frá sér til allra, svo langt sem hún gat. Hún vildi gleðja alla, því allt, sem hún sá, var svo fagurt. Henni virtist lífið töfrandi, indælt, og sjálf vildi hún gera sitt til að fegra það, hún hélt að það væri eilíf dýrð, óslitin hamingja. Þegar herramaðurinn kom út í garðinn, sá hann hvitu rósina, hún kinkaði til hans kolli og brosti yndislega, hann varð næstum ölvaður af sæta ilminum hennar. Hann gekk alveg að henni, sleit hana upp og festi í barminn. En rósin brosti, því að hún dáðist hjartanlega að lokkunum fögru og dökku augunum hans. Hún vissi það ekki, að dagar hennar voru þegar taldir og lífshamingja hennar úti. Herrainaðurinn fleygði henni fljótlega úr barminum, blöðin hennar visnuðu og óhreink- uðust, það var gengið yfir hana, og liún var sundurtroðin. En andi hennar lifði og fylgdi herramanninum. Þeir, sem skyggnir voru, þóltust sjá hvíta blikn- aða rós í barmi hans. Þegar hann gerði það, sem Ijótt var, draup hún höfði og grét Ijósum daggar- tárum, en er hann gerði það, sem gott var, þá reisti hún upp kollinn og döggin á blöðunum varð sem skínandi gullperlur, eins og hún hafði verið sumarinorguninn fagra. Sjálfur vissi herramaðurinn ekki um þetta, fyrr en á dauðastundinni, þá sá hann bliknuðu rós-

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.