Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 12

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 12
60 ÆSKAN ina í barmi sinum og þekkti hana, þótt hún væri breytt. ótal blóm hafði hann slitið upp um æfina, og fleygt þeim eítir stuttan tíma. En ekkert þeirra elskaði hann eins og hvita rósin, þau reiddust honum öll fyrir að hann eyðilagði líf þeirra, að- eins rósin hvíta elskaði hann, svo að hún fyrir- gaf honum allt, og hún var með honum síðast á dauðastundinni, þegar honum var órótt, og hann minntist margra glataðra tækifæra, og margs, er hann hafði illa gert í lífinu, þá hvildi hún við brjóst hans, og sendi sál hans indælan ilm, til að friða hann og styrkja. En er augu hans opnuðust, svo að hann þekkti hana, þá iðraðist hann og grét, svo að tárin hrundu eitt eftir annað yfir rósina. í*á brá svo við, að fölnuðu blöðin lifnuðu við, og rósin breiddi út krónuna, brosti og kinkaði til hans kolli eins og forðum. t*au svifu saman inn í paradis og staðnæmdust frammi fyrir hásæti Drottins. Þá laut hún höfði, og bað Drottin að fyrirgefa honum, og Guð sagði við hann, að allar syndir hans væru fyrirgefnar, sökum elsku rósarinnar, og hann varð að unaðs- fögrum engli í skínandi klæðum, en við brjóst hans angar hvita rósin, og breiðir brosandi út krónuna, stærri og fegurri en nokkru sinni áður. Rósa B. Blöndals. ............................. OOOO OSOB 0OO r®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®®©ílJ)Y/pjS> STALLSYSTURNAR ^ Einu sinni var telpa, sem Dtsa hét. Hún var átta ára gömul, lagleg og fjörug og kom sér vel við alla. Henni þótti mjög vænt um foreldra sina, og þau gáfu henni allf, sem hana langaði til að eiga. Þau kenndu henni að þekkja Jesú og biðja hann. í næsta húsi var önnur telpa, sem Atina hét. Hún var í rauninni lagleg, en það sást ekki, því að hún var svo illa klædd. Hárið flaksaðist alltaf laust, og ávalt var hún óhrein í framan, í óhrein- um og rifnum kjól, sem var svo stuttur, að það sást í hana bera, fyrir ofan stuttu og götóttu sokkana. Pegar þessi saga gerðist, voru þær báðar átta ára gamlar. Dísa var stór eftir aldri, rjóð í kinnum og glaðleg i viðmóti. En Anna var lítil vexti, föl og veikluleg. Hún var eins og hver önnur götutelpa. Hún hrópaði óvalin orð á eftir ferðamönnum, kastaði grjóti i leiksystkini sín og annað því líkt. Þær gengu báðar í skóla hjá stúlku, sem kenndi ungum börnum að lesa og skrifa. Um vorið lofaði kennslukonan börnunum þvi, að sex þau duglegustu skyldu fá verðlaun. Börnin kepptust nú við að læra að lesa. Anna vissi að hún myndi verða neðst af fimmtán skólabörnum. En svo fór hún að hugsa um, hvað það væri leiðinlegt, og nú myndu öll böinin striða henni. Hún leitaði til Disu í þessum raunum sínum og sagði við hana: »Eg get ekki verið á prófinu, því að eg hefi engan kjól nógu góðan, og svo veit eg líka, að eg verð neðst, og þá ávítar kennslukonan mig, og krakkarnir hlæja að méra. Disa lagði höndina á öxlina á Önnu og mælti: »Gráttu ekki Anna mín, þú skalt aðeins biðja guð að hjálpa þér, og svo skal eg lána þér annan rauða kjólinn minn. Hann er orðinn of lítill mér, en eg hugsa að hann sé mátulegur þér«. Það var hringt inn, og telpurnar fóru í sæti sín, það var lestur, og nú las Anna svo vel, að kennslukonan brosti til hennar og sagði, að líklega fengi hún nú verðlaun þrátt fyrir allt. Þegar kennslustundinni var lokið, urðu þær Anna og Dísa samferða. Á leiðinni töluðu þær um það, að þær skyldu báðar biðja til guðs um kvöldið. Svo ætlaði Dísa að lána Önnu aunan rauða kjólinn, en vera sjálf í hinum. Anna fór nú heim til sín hress og glöð, en þegar hún kom heim, var henni sagt, að faðir hennar hefði orðið bráðkvaddur á meðan hún var i skólanum. Anna fór að gráta, nú var hún orðin einstæð- ingur, því að móðir hennar var fyrir löngu dáin. Hún hljóp út, og fyrr en hún vissi af, var hún komin heim til Dísu. Dísa kenndi mjög í brjósti um hana, þegar hún heyrði, hvað fyrir hafði komið. Móðir Dísu hét Guðlaug. Hún var góð og guðhrædd kona. Hún spurði Önnu spjörunum úr um þetta mál, og Anna leisti úr öllu eins vel og hún gat. Síðan fór Guðlaug inn i skrifstofu manns síns og talaði lengi við hann, síðan kallaði hún á Dísu, og eftir litla stund komu þau öll úl glöð og ánægð. Þau tóku nú að spyrja Önnu um hagi hennar. Anna sagði þá, að einn maður hafði sagt við sig, að nú yrði hún víst að fara á sveitina. Um leið og hún sagði þetta selti að henni sáran grát. »Gráttu ekki, Anna mín«, sagði Dísa. »Héðan I frá verður þú hjá okkur, og þá skiptum við öllu jafnt á milli okkar, og bráðum verður þú orðin Iæs. Það er enn hálfur annar mánuður til prófsins, ef þú herðir þig, gelur þú lært mikið á þeim tíma«. Anna fleygði sór grátandi í fang Dísu og vissi

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.