Æskan

Árgangur

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 16

Æskan - 01.07.1930, Blaðsíða 16
61 Æ S K A N MYNDIR 0 R „ÞÚSUND OG EINNI N ÓTT“ VI Þriðja ferð Sindbaðs farmanns, Niðurl Sindbað og förunautar hans reru nú af alefli og komust brátt út á rúmsjó. Lentu þeir í stormum og hafgangi, en voru loks svo heppnir að lenda við ey eina. Björguðust þeir á land fullir fagnaðar. En sama kvöldið sáu þeir voðalegan höggorm álengdar. Var hann álíka langur og hávaxinn pálmaviður. Sindbað komst upp í tré eiti, en höggormurinn þreif annan förunaut hans í kjaft sér, skók hann hvað eftir annað, sló honum niður og gleypti hann siðan. Kvöldið eftir náði högg- ormurinn í hinn félaga Sindbaðs og fór með hann á sömu leið. Sindbað var nær dauða en Iífi af hræðslu. Ætlaði hann að steypa sér í sjó fram. En með því að honum var Ijúft lífið, reyndi hann enn að forða sér. Bar hann saman smáviði og þyrna og hlóð úr þéttan garð umhverfis tréð. Yfir það gerði hann þak úr trésvöndl- um. Þegar náttaöi fór hann inn í vígi þetta. Þegar rökkva tók, kom höggormur- inn eins og hann var vanur. Skreið hann kringum tréð, en komst eigi yfir varnargarðinn. Var hann þar á kreiki til morguns. En þegar eldaði aftur, leitaði hann burt. Sindbað hljóp þá í dauðans ofboði niður til strandar, og ællaði hann að fyrirfara sér. Pá kom honum óvænt bjálp. Hann sá skip alllangt undan landi. Æpti hann nú af öllum kröftum og veifaði. Pað varð ekki árangurslaust, því að skipstjóri sendi bát eftir honum, og var hann flutlur um borð í skipið. Tóku skipverjar við honum tveim höndum og spurðu hann úr spjörunum. Sindbað sagði þeim frá æfintýrum sínum, og samfögnuðu þeir honum að hafa sloppið úr svo mörgum hættum og hræðilegum. Pá sáu þeir hinn voða- lega höggorm niður við ströndina og sigldu nú brott hið bráðasta. Sindbað komst heim til sín heill á liúfi, og lýkur þar með frásögninni um 3. ferð hans. OOoi OQQ ........................................... Móðir Haralds var mjög óánægð yfir því, að hann óhreinkaði alltaf fyrir henni borðdúkana. Einn dag tók hún það ráð, að láta hann borga sér tvo aura úr sparibauknum sínum fyrir hvern blett, er hann setti á dúkinn. Nokkrum dögum seinna sér hún Har- ald vera að nudda borðdúkinn af öll- um kröftum með óhreinum fingrunum. wHvernig stendur á þessu? Pú ert þó ekki að skíta dúkinn út vilj- andi?« »Nei, mamma, eg er að reyna að gera tvo bletti að einum«. iiiiiiiiiiuiiniiiiniinniiniuiiiniiiiiiiiiiiiininiiiniiiiiiniiiiiniiniiiiiiiiiiniiiiiiiiiiimiiiMiiniiniiiiiiiniiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiM Ritstjórar: Guðm. Gíslason, MargrétJónsdóttir Ríkijprentsmiöjan Gutenberg.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.