Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 5

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 5
Æ S K A N 13 Bertel fór snemma að hjálpa föður sínum við útskurðinn, en þess í milli lék hann sér við börnin, sem áttu heima í nágrenni við hann. Þau voru fátæk og illa til fara, eins og hann sjálfur, því að auðvitað bjuggu foreldrar hans i einu fátæklegasta hverfinu í borginni. Bertel var yfirleitt stilltur og góður drengur, og snemma alvörugefinn, en samt gat hann stundum verið með í strákapörum. Einhverju sinni skreið hann inn i garð nágranna sins, til þess að hnupla eplum. Hann klifraðí upp i eplatréð, en rétt í því kom einhver þar að, og varð drengnum þá svo bilt við, að hann féll ofan úr trénu og meiddi sig á hökunni, svo að hann bar ör eftir það meiðsli alla æfi. Þegar hann var orðinn fulltíða og var að raka sig, þá hafði hann alltaf gaman að því, að segja söguna um það, hvernig hann hefði fengið örið. í annað skipti skreið hann inn í lómt varð- mannsbyrgi, sem stóð á einu aðaltorgi Kaupmanna- hafnar. Hann lét svo aðra drengi hringsnúa því og skemmti sér ágætlega. En skemmtunin fór brátt út um þúfur. Nokkrir hermenn komu þar að. Þeir tóku drenginn og fóru með hann til varðliðsins, eins og fanga. Faðir hans hafði byrjað að kenna honum að teikna, og mun fljótt hafa borið á því, að dreng- urinn var handlaginn. Svo mikið er víst, að áður en hann var orðinn ellefu vetra gamall, kom faðir hans honum í kvöldskóla við hinn konunglega lislaskóla. Þar gátu drengir, sem áttn að verða iðnaðarmenn, fengið að læra teikningu ókeypis. Drengurinn tók brátt miklum framförum, og kenn- arar hans sáu, að hann hafði óvenjulega góða hæfileika. Á daginn varð hann að hjálpa föður sinum, og ekki leið á löngu, þar til hann skar betur út og var listfengari en faðir hans. Þá notaði hann stundum tækifærið, þegar faðir hans var að borða miðdegisverð, og lagfærði þá myndirnar, sem pabbi hans var að skera út. Á þann hátt hjálpaði hann föður sinum bezt, því að nú þóttu myndir hans betri en áður, og yfirmenn hans sögðu, að nú sæ- ist fyrst, hvað hann gæti. Um það leyti, sem Thorvaldsen fór að ganga til prestsins, hafði hann unnið heiðurspening úr silfri við listaskólann, fyrir dugnað í teikningu. Allir bekkjarbræður hans í skólanum voru miklu eldri en hann, en hann skaraði þannig fram úr þeim öllum. — En heldur var hann illa að sér í kristnum fræðum, sem vonlegt var, og presturinn, sem hann gekk til, lét hann því setjast meðal hinna neðstu og lélegustu drengja. Þá var nefnilega siður, að láta börnin raða sér þannig, að þau duglegustu sátu innst eða efst, sem kallað var, en hin fáfróð- ustu neðst eða utast. Presturinn hafði heyrt getið um hinn duglega dreng, sem hlotið hafði heiðurspeninginn, og mundi að hann hét Thorvaldsen. Dag nokkurn, er hann var að yfirheyra börnin og var kominn að þeim, er neðst sátu, spurði hann um nafn Bertels. »Thorvaldsen«, Var svarið. Presturinn varð hissa. Þetta nafn var ekki algengt í Danmörku, eins og gefur að skilja. »Þú ert ef til vill í ætt við drenginn, sem hlaut heiðurspening við listaskólann?« spurði prestur. »Ertu kannske bróðir hans?« »Nei«, svaraði Thorvaldsen og brosti feimnislega. »Pað er eg sjálfur«. Og þá varð nú presturinn kurteisin sjálf. Hann hneigði sig fyrir Bertel, þéraði hann og kallaði hann »Monsjör« eða herra, og að lokum lét hann hann setjast innstan allra drengjanna, og annar varð hann í röðinni á kirkjugólfinu, daginn, sem hann var fermdur. Pegar Thorvaldsen kom i skólann um kvöldið, sagði hann félögum sínum frá þessum heiðri, sem prestur hafði sýnt honum, og bætti svo við: »Mér þykir þetta leitt vegna hinna drengjanna, því að þeir eru sannarlega betur að sér í kristnum fræðum heldur en eg«. Eftir ferminguna vildi faðir hans, að hann hjálp- aði sér og hætti við námið í skólanum. Faðir hans var fátækur og hafði þörf fyrir hjálpina. Ekki varð þó af þvi, að hann hætti. Kennarar hans vildu ekki sleppa honum. — Nú var hann byrjaður að móla myndir, og brátt fekk hann annan verðlauna- pening úr silfri og var nú álitinn duglegasti nem- andi skólans. — Hann kom sér vel, og allir félagar hans vitna það um hann, að hann hafi verið hjarta- góður og hjálpsamur og hvers manns hugljúfi. Þann 14. september 1790 hélt Friðrik, sem þá var krónprinz í Danmörku, innreið sína í Kaup- mannahöfn. Hann var þá nýgiftur. Kaupmanna- hafnarbúar skreyttu borgina eftir föngum. Við þetta tækifæri sáust í fyrsta sinni nokkur listaverk eftir Thorvaldsen opinberlega. það átti að reisa heiðurs- hlið mikið á »Kóngsins nýja torgi«, og Thorvaldsen var fenginn til þess að móta þrjár stórar mynda- styttur. Pær áttu að tákna frægð Danmerkur og verndargyðjur Noregsog Danmerkur. — Þessi Hkneski voru svo vel gerð, að allir dáðust að fégurð þeirra, en Thorvaldsen var samt ekki neíndur á nafn. Hann var að eins nemandi við listaskólann. Það gat verið, að hann yrði upp með sér. Hirðherrarnir, sem áttu að sjá um móttökurnar, fengu allt hrósið. [Framh.]. OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOCKXDOOOOOO

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.