Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 1

Æskan - 01.02.1932, Blaðsíða 1
XXXIII. árg. Reykjavík, febrúar 1932 2. blað Aumingja Karen. Eftir Hellen Hempel. ®W«fMJ Framhald. J>-v>~T«S*r*-Œ' Karen fylgdi henni inn i stofuna. Pétur Olsen sat við skrifborð sitt og var æði þungbúinn. Hann leit til Karenar og sagði: »Hvað hefir þú gert við peningana, sem þu stalst um daginn, þegar þú varst ein heima, flakkarinn þinn?« Karen náfölnaði og horfði hissa á hann. Hvað var hann að segja? Hélt hann, að hún hefði stolið peningum? »Eg — hefi engu stolið«, svaraði hún hikandi. »Jæja, þú ræður þvi, hvort þú ætlar að þræta fyrir það. Þú hefir ef til vill ekki vitað, að eggja- peningarnir mínir lágu i bolla í efstu hillunni i hornskápnum?« sagði Anna. »Þú hefir máske ekki séð, þegar eg lét þá þar?« »Jií«, svaraði Karen, »en eg hefi ekki snert þá«. Kareti kemur aftur til frn Holm. »Daginn áður en við fórum að flytja heim mó- inn, seldi eg egg, og þegar eg taldi peningana voru 12 krónur í bollanum. Síðan hefi eg ekki gætt að þeim. Nú eru þeir horfnir, hver einasti eyrir. Finnst þér það ekki grunsamlegt, þegar enginn ókunnugur hefir komið hingað þessa daga?« »Daginn, sem þið fóruð i burtu, kom ókunnur maður hingað. Eg sá hann neðan frá akrinum, er hann gekk upp brekkuna«, sagði Karen. »Ha, ha! Þetta er ekki svo heimskulegt hjá þér. Heyrirðu, hve hún er slæg«. Anna sneri sér að manni sínum. »Það lítur út fyrir það«, svaraði hann. »Hvaða maður var þetta? Spurðir þú hann ekki að heiti, eða hvert væri erindi hans?« »Eg gat ekki tarið frá kúnum. Þær voru svo óþægar, og eg sá hann ekki fyrr en hann var kominn hæst uppíbrekk- una«, sagði Karen, og var nú farin að hágráta. »Hamingjan góða! En sú uppgerð«, sagði konan og sló á lærið. »Þú fer nú ekki í kring- um okkur, það getur þú reitt þig á«, sagði bóndi. »Ef þú meðgengur ekki strax, þá skal eg taka duglega í lurginn á þér«. »Eg held það væri nu rétt, að flengja hana undir eins«, mælti húsfreyja. »Hún lætur víst ekki undan með öðru móti«.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.