Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1933, Blaðsíða 5

Æskan - 01.05.1933, Blaðsíða 5
ÆSKAN 37 þess var heldur ekki ætlasl af honum.-------------- — Og nú átt þú að deyja á morgun, gamli, góði vinur — á morgun, eftir nærri þvi 30 ára lif og starf. Pað er eina bótin, að þú átt að fá að falla á sömu slóðum og þú lékst þér áður sem folald. Og líka hitt, að þótt þú bærir ellina vel, þá áttu ekki skilið, eftir þitt heilbrigða líf, að kikna undan þunga hennar. — Okkur var svo þungt í skapi, systrunum, áður en við sóttum þig í gamla stað- inn upp fyrir túnið — i siðasta sinni. Við áttum svo bágt með að sætta okkur við að sleppa þér. — Og til hvaða vinar i hestahópnum áttum við nú að snúa okkur, þegar þú værir farinn? Það var ekki af eigingirni að við hugsuðum svo, það voru einhver önnur bönd, sem tengd voru milli okkar og þin, sem örðugt var að slíta. Ef þú hefðir vitað, hvað til stóð, er eg viss um, að þú hefðir kvatt okkur. Því þó að við þreyttum þig stundum með krakkaskapnum, þá vorum við nú oft svolítið góðar við »bezta vininn okkar«. Var það ekki, gamli vinur? Og nú verðum við að kveðja þig i siðasta sinni. Við höfum svo margt að þakka þér frá liðna timanum, þótt þú værir aðeins venjulegur vagn- hestur, að við getum ekki talið það upp. — En þú varst nú líka meira — þú varst vinur okkar, vinur, sem við munum aldrei gleyma. í nóvember 1932. Guðrún Gaðmundsdóttir, frá Vigholtsstöðuni. '©^•^©^^^©^©•w^iS^-v^®®®-^®®®' GLEYM MER EI ÆFINTVRI >®-V»~l-© ©¦*-**»<í'*«r*><!») Góður Guð lét litakrúsirnar til hliðar og sagði við englana sina: »Nú er heimurinn fullger, fagurlega marglitur er hann orðinn. Við skulum því gera okkur glaðan dag og virða fyrir okkur fegurð hans. Og góður Guð og englarnir lögðust í himnagrasið og horfðu niður til jarðarinnar. Þar voru grænir skógar og runnar, græn engi, vaxin ótal marglitum blómum gulum, rauðum, bláum og hvitum, sem ljómuðu í öllu litbrigðanna skarti. Þar voru hvítar götur og gulur sandur, hvit blóm á trjánum og gráir kvistir á stofnunum. Sólin varpaði geislum sinum á marglit fiðrildi, sem flögruðu í loftinu Allar hinar mörgu þúsundir fugla og annara dýra höfðu eignazt lithjúp. En yfir öllu þessu hvelfdist himinn heiður og blár. »HimnafaðirI Hvernig færi nú, ef það kæmi rigning?« spurði eitt af englabörnunum. Það var hrætt um, að regnið myndi má burt hið marglita skart blómanna. Góður guð brosti ofurlítið og sagði: »Þú þarft ekkert að óttast, barnið gott, litirnir vara svo lengi sem heimurinn verður við líði«. »t*að er gott«, sögðu litlu englabörnin, en hvað mennirnir hljóta að verða glaðir og hamingju- samir«. Svo lögðust þau aftur niður og héldu áfram að dáðst að fegurð jarðarinnar. Eftir stundarkorn lyfti góður Guð ofurlítið höfð- og sagði: »Mér heyrist einhver kalla á mig, við skulum hlusta«. Allir héldu niðri i sér andanum og hlustuðu. Það stóð heima. Einhversstaðar heyrðist kallað veikri röddu: »Gleym mér ei! Gleym mér eil Gleym mér ei!« »Hvaðan kemur þetta hljóð?« spurði góður Guð, og hann bað eitt engilbarnið áð bregða sér niður til jarðarinnar og leita á stóra enginu hjá læknum, honum heyrðist röddin koma þaðan. Engilbarnið leitaði dálitla stund, þar til það beygði sig niður og tók i hönd sér litið, litlaust blóm, er hann færði góðum guði. En litla blómið hrópaði i sifellu biðjandi og kvartandi röddu: »Gleym mér ei! Gleym mér ei! Gleym mér ei!« \ Góður guð tók litla blómið í hönd sér, gerði gælur við það og sagði: »Æ! hvaða vandræði, blómið mitt litla. Við hefðum alveg gleymt þér, ef þú hefðir ekki kallað. Það var gott að þú gerðir það. Nú skaltu lika fá reglulega fallegan búning«. En þegar góður Guð aðgætti betur voru allar litakrúsirnar tómar. Græni pensillinn var enn ofurlítið votur. Hann tók pensilinn og strauk yfir leggina og blöðin með mildri og mjúkri hendi. Þá var litla stjörnublómið eftir. Allir englarnir litu til Guðs og sögðu: »Hvað gerir þú nú, himnafaðir?« En Guð hló aðeins og sagði: »Eg hefi einhver ráð. Himininn máluðum við siðast, hann er varla allur þornaður, og ef heppnin verður með okkur, finnum við líka eina stjörnu, sem lætur okkur i té ofurlitið af gullna litnum sinum«. Það fór eins og góður Guð hugði. Langt í burtu, uppi yfir Rússlandi fundu þeir örlitinn bláan, votan depil. Góður Guð gat ögn vætt pensilinn og málaði litla stjörnublómið. Uppi yfir Ameriku fann hann eina stjörnu. Af gullnum lit hennar málaði hann hjarta litla blómsins.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.