Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 3

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 3
ÆS K AN 59 Veitingakonan gerði líka allt, sem í hennar valdi stóð, til þess að þóknast þeim. Hún vissi, sem var, að þau voru auðug og gátu greitt vel fyrir sig, og þess vegna sat hún á sér, og var eitt sólskinsbros frá morgni til kvölds, þegar hún talaði við þau. »Eigið þér þessi yndislegu börn?« spurði frú Rönne, er hún sá þau systkinin, Árna og Ernu. »ó, nei«, svaraði veitingakonan, og síðan sagði hún alla söguna um skipsstrandið, og hvernig börnin hefðu verið dregin á land upp, en sjómaðurinn, sem hefði bjargað þeim og bundið þau við sig, hefði sjálfur látið lífið. En enginn vissi, hvaðan þau væru. Svo skýrði hún frá því, hve mikið þau hjónin hefðu lagt i sölur fyrir börnin, og hve mikinn kostnað það hefði í för með sér. En þau hefðu nú ætlað sér að reyna að ganga þeim í foreldra stað. »Já, maður reynir að gera eins mikið gott og maður megnar«, sagði hún að lokum og þurrkaði sér um augun með svuntuhorninu. »Það er fallegt að hjálpa þeim munaðarlausu«, svaraði frú Rönne, en hún hafði nú fengið þá hugmynd, að börnunum liði ekki allskostar vel, henni sýndist þau vera svo hnuggin og raunaleg, en það gat auðvitað verið vitleysa. Hún hafði undir eins litið þau meðaumkunar- augum, og eftir að hún heyrði sögu þeirra, veitti hún þeim enn þá meiri eftirtekt, og kallaði oft á þau og talaði við þau, en þau voru bæði hrædd og feimin til að byrja með. »Eg er hrædd um, að þeim líði ekki vel«, sagði hún við mann sinn, þegar börnin voru orðin skraf- hreyfari og trúðu henni fyrir því, hve skaphörð fóstra þeirra væri og ósanngjörn. Kaupmaðurinn hristi höfuðið. »Þú hefir sjálfsagt rétt að mæla. Og samt eru þetta svo einstaklega efnilegir krakkar, einkum drengsnáðinn, það er ekki lítill kjarkur í honum«. »Telpan er indæl — hún minnir mig á litlu stúlkuna mina«, sagði frúin og tárfelldi. Hún vildi hafa Ernu nálægt sér sem oftast. Hún tók hana með sér, þegar hún fór í gönguferðir, gældi við hana og gaf henni smá gjafir. Og telpan, er svo lengi hafði farið á mis við alla blíðu og móður- lega umhyggju, var innilega þakklát við þessa góðu, elskulegu konu og hændist meira og meira að henni. Og hér um bil það sama mátti segja um Árna og kaupmanninn. Þeim féll betur og betur saman með hverjum degi sem leið. Árni var svo dæma- laust skýr og skemmtilegur, fannst kaupmannin- um. Dag nokkurn, er hann óvart varð vitni þess, að Árni var barinn fyrir litilsháttar yfirsjón, þá gat hann ekki á sér setið, en sagði húsbændunum, að það væri óhæfa að beita svo mikilli hörku við börnin. Það varð smátt og smátt fastur ásetningur þeirra kaupmanns-hjónanna, að taka vesalings tviburana, foreldralausu, að sér. Frú Rönne hafði Iengi langað til að taka litla telpu til fósturs, þótt ekki hefði orðið úr því. Hún gat ekki ímyndað sér, að hún hitti nokkru sinni fyrir skemmtilegra barn heldur en Ernu lillu, með ljósu, hrokknu hárlokkana og skæru, bláu augun. Ernu var líka farið að þykja svo vænt um hana, að tárin komu fram í augu hennar, er hún heyrði minnst á, að þau ætluðu að fara heim til Kaupmannahafnar aftur. Og ef Árni og Rönne kaupmaður. hún tók Ernu, þá varð Árni auðvitað að fylgja með, það var óhugsandi að slíta börnin hvort frá öðru, sem voru svo einstaklega samrýmd. Auk þess áttu þau hjónin meira en nóg fyrir sig að leggja og gátu vel alið bæði börnin upp, svo að það var ekki til fyrirstöðu. Þau fengu vilja sínum framgengt. Að vísu gerði veitingakonan ýmsar athugasemdir. En af því að hún varð í raun og veru fegin að losna við börnin, þá lét hún brátt tilleiðast. Þannig alvikaðist það, að Árni og Erna fylgdu með þeim hjónum til Kaupmannahafnar, er þau fóru heim aftur. Þau voru innilega glöð yfir umskiptunum. Það eina, sem olli þeim sorgar, var, að flytjast svo langt burtu frá Andrési gamla i kofanum, og einn- ig að kveðja Jakob, er hafði alltaf verið þeim svo góður. Hann var mjög ánægður fyrir þeirra hönd.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.