Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 4

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 4
60 ÆSKAti »Já, Árni litli«, sagði hann. »Nú fær þú að koma í stórborgina og sjá alla dýrðina, og hver veit nema að þú fáir að sjá blessaðan, gamla kónginn. En gleymdu nú samt ekki mylnunni og öllu, sem okkar hefir farið í milli, því að þú mátt reiða þig á, að eg verð alla tíð vinur þinn, þó að þú þurfir ekki lengur á minni vináttu að halda — og það þykir mér sannarlega vænt um, því að eg óska ykkur systkinunum allrar lukku og blessunar«. — Þetta var kveðjuræða Jakobs, og hún var, að minnsta kosti, haldin af einlægum huga. Árni lofaði að skrifa honum og segja honum frá öllu, er á dagana drifi i kóngsins Kaupmannahöfn, og það var þó dálítil huggun. Fyrsta kvöldið á nýja heimilinu. »Ágælur náungi, ágætur náungi, fyrirtaks fólk, þessir Jótar — með örfáum undantekningum — «, sagði kaupmaður. Hann minntist veitingakonunnar, sem hafði farið svo illa með aumingja börnin, foreldralausu. Kaupmannshjónin fóru bæði út á ströndina og heimsóttu Andrés gamla í kofanum, áður en þau fóru burt frá Jótlandi. Þau sáu staðinn, þar sem skipið hafði strandað, og þau reyndu einnig að fá meiri vitneskju um börnin hjá gamla manninum. En það var sáralítið, sem hann gat frætt þau, og þau vissu ekki áður. Frú Rönne þótti leitt, að geta ekkert gert fyrir Andrés gamla. En hann kvaðst vera ánægður með hlutskipti sitt. Þarna í gamla kofanum sínum hefði hann lifað, og þar kvaðst hann einnig vilja deyja. Og nú, er hann vissi, að Árna og Ernu mundi liða vel, þá óskaði hann sér einskis frekar. »Undarlegt, óskiljanlegt! Dæmalaus nægjusemi!« sagði kaupmaður og hristi höfuðið. Það fór hroll- ur um hann, er hann leit í kringum sig, og hann þakkaði sínum sæla, að hér þyrfti hann ekki að eiga heima. Nú hófst ferðin, og hún var eifið i þá daga. En allt tekur enda, og eftir langt og mikið ferða- lag komu þau til Kaupmannahafnar. Ferðin hafði verið eins og draumur fyrir systkinin litlu. Alltaf ný og ný áhrif og svo ótal margt merkilegt, sem bar fyrir augun. Rönne kaupmaður bjó í stóru húsi við breiða götu. Þar var ekki mjög mikil umferð. Allt í húsinu bar vott um velmegun og þægindi. Falleg húsgögn voru í stofunum, myndir og speglar á veggjunum og mjúkar ábreiður á gólfum, og í gluggakistunum stóðu vel hirt blóm. Syst- kinin voru hálf-ringluð af öllu þessu nýja og ó- vænta. Það var eins og þau væru feimin við það. En þau vöndust því fljótt, og feimnin hvarf, þegar allir voru svo góðir og vingjarnlegir við þau. Þau hlógu dátt að páfagauknum, sem gat »talað«, og svarti hundurinn, hann Tryggur gamli, sem áreiðanlega bar nafn með rentu, varð brátt bezli vinur þeirra. Hann hændist einkum að Árna og elti hann að lokum, hvert sem hann lór, og af því var Árni mjög hreykinn. Já, það var vissulega nýtt líf, sem nú byrjaði fyrir þeim, nýtt líf og hamingjusamt. Það leið heldur ekki á löngu, þar til hin eðlilega glaðværð þeirra og barnslega kæti, sem svo lengi hafði verið bæld niður, vaknaði aftur til lífsins. Þau voru eins og plöntur, er lengi höfðu staðið í skugga og verið vanhirtar, en voru nú fluttar í nýjan stað, þar sem þær nutu birtu og yls, og skutu nú nýjum greinum og báru fegurri blöð en nokkru sinni áður. (Framh.). B r ú i n. Einar og Jón voru bræöur. Eitt sinn, er þeir voru úti aö Ieika sér, datt Einari í hug, aö gaman væri að búa til brú yflr læk, sem var þar skammt frá. Petta fannst þeim báðum þjóöráð og fóru þvi strax aö hlaða stöplana. Eftir 10 daga var brúin fullgjörð, en það var eftir að vigja hana. Þeir höfðu heyrt, að brýr væru vígðar, en ekki vissu þeir hvernig farið var að því. Urðu þeir því að fara að eins og þeir bjuggust við, að sem næst sanni væri. Jón fór út á miðja brúna og kallaði: »Brúin er ví..........— —« Lengra komst hann ekki, því að þá brotnaði spýtan, sem lá yfir, og Jón datt í lækinn. Einar fór nú að hjálpa Jóni upp úr. Þeir höfðu Htið gaman að brúnni, því að þeir iuku aldrei við hana aftur. Einar Jónsson, Draghálsi, 11 ára.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.