Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 6

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 6
62 ÆSKAN f FJÓRIR KÓNGAR 1 y ÆFINTÝRI EFTIR CARL EWALD 7 Í FRÍÐfl HALLGRÍMS ÞÝDDI ] ®-v*-r-® »Mig varðar ekki um, hvað Austri hefir gert, eða hverju hann hefir Iofað«, svaraði Suðri konungur. »Eg stjórna eftir mínum lögum, og þau lög segja, að þú verðir að deyja. Hvað hefi eg að gera við svona fausk í mínum indæla, unga skógi?« Svo sneri hann sér til beykisins og sagði: »Eg gaí þér kraft lil að vaxa. Eg gef þér tvö- faldan, nei, tífaldan kraft. Flýttu þér að vaxa og útrýma þessum gamla fauski«. Og beykið óx og breiddi út limið, en gamla eikin dó. En það voru fleiri en eikin, sem kvörtuðu. Á hverri stundu dagsins var einhver, sem kvartaði og kallaði á hjálp. Grasið grét, af því að hjörturinn át það. »Hefi eg ekki látið þig aukast og margfaldast i miljóna tali á örstuttum tíma,« svaraði Suðri konungur, »Lét eg ekki vindinn bera blómduft þitt út um engið. Jú, fyrir þig hefi eg gert mikið«. Hjörturinn barmaði sér yfir þvi, að það bezla af grasinu væri uppetið. Við hann sagði Suðri: »Þér hefi eg gefið sterka, fráa fætur, svo að þú gætir hlaupið og leitað uppi grænasta grasið í skóginum. Ef fætur þínir eru orðnir þreyttir, þá skalt þú leggjast fyrir og deyja«. Svo voru það fiskarnir, sem átu hver annars egg og unga, og kvörtuðu sáran. »Hvað viljið þið, að eg geri?« spurði Suðri. »Eg gaf ykkur kraft til að framleiða ótölulegan eggja grúa, hvað mörg, sem lýnast, þá er alltaf séð fyrir þvi, að nógu margir fiskar verði í sjónum«. Blómin andvörpuðu, þeim fannst ekki flugurnar vera nógu margar, lil þess að flytja blómduft sitt. En Suðri konungur sagði: »Eg gaf ykkur hunang til að ginna flugurnar og kenndi ykkur að fela það þannig, að þær gátu ekki náð því, nema að taka blómduft ykkar með sér. Litskrúðið gaf eg ykkur og yndislega ilminn, lil þess að flugurnar tækju eftir ykkur«. En í hvert skipti, sem Suðri konungur hætti að tala, heyrðust nýjar kvartanir. »f*að eru of fáir ormar!« görguðu söDgfuglarnir, þeir höfðu nú fyrir börnum að sjá, og voru upp- gefnir að leita þeim fæðu alla daga. »Við verðum hungurmorða. Við þolum þetta ekki lengur!« »Fuglarnir eru alltof margir!« vældi í ormun- um. »Ef maður rekur höfuðið upp úr moldinni, eitt augnablik, þá er maður etinn«. »Losaðu okkur við storkinn!« kvökuðu froskarnir. »Fleiri froska, annars fer eg leiðar minnar,« sagði storkurinn. Beykitrén kvörtuðu yfir aldinborrunum, sem átu blöð þeirra, en krákunum þótlu þeir ekki nógu margir. Býflugurnar kvörtuðu yfir blómunum, þeim þólti of erfitt að ná í hunangið. Hérinn forðaði sér frá refnum, en lenti þá í klóm arnarins. En Suðri konungur stóð hár og beinn og horfði yfir riki sitt. Bros hans var bjart og hlýtt, en það var enga meðaumkun að sjá í ströngum augum hans. Hann lyfti upp hönd sinni eins og hann bæði sér hljóðs. En enginn anzaði þvi, hávaðinn óx og dalurinn fylltist af kvörtunum og kveini. Þá hnyklaði hann brúnirnar og kallaði á dimmu, svörtu skýin, sem voru á sveimi bak við fjöllin. Þau komu óðara. óttinn fyllti dalinn, og óhljóðin hættu. Þruman geysaði. Fjöllin skulfu. Eldingin glampaði. Regnið féll. En gegnum gnýinn heyrðist hans voldugu rödd: »Vitið þið ekki, að eg er konungur, strangur eins og Vetur kongur, sem þið hatið? Hann ríkir yfir dauðanum, eg yfir lífinu. Eg heimta hlýðni eins og hann. Eg eyðilegg allt, sem veitir mér mótstöðu, eins og hann. Þið hélduð, að eg væri léttfættur æringi eins og konungur vorsins, sem söng fyrir ykkur um lífið og vonina, og hvarf svo bak við fjöllin. En eg er voldugri en bann. Eg gaf von ykkar þrótt og endurnæringu, og eg gaf ykkur lög«. »En lögin eru þau, að það, sem er hraust skal lifa, en það, sem sjúkt er, verður að deyja«. »Þess vegna gerði eg daga mína langa, svo að þið gætuð vaxið og þroskazt. Þess vegna gaf eg ykkur vald og afl á ótal vegu. Litlu mýflugunni ekki síður en risavöxnu eikinni í skóginum, til þess að þið gæluð vaxið og barizt. Þess vegna gaf eg ykkur börn, til þess að þið dæuð aldrei út. »Sá, sem hlýðir lögunum og notar daginn, á hann skín sól mín. Afl hans skal ríkja, börn hans skulu halda nafni hans á lofti«. En sá, sem ekki hefir afl og kjark, hann skal deyja«. Konungur sumarsins þagnaði og þrumuhljóðið fjarlægðist. Skýin greiddust sundur og hurfu. Nóttin kom. Stjörnurnar tindruðu, bjartar og vingjarnleg- ar. Það skrjáfaði í laufinu, annars var allt kyrrl.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.