Æskan

Árgangur

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 5

Æskan - 01.08.1933, Blaðsíða 5
Æ S K A N 61 MYNDIR UR FLJOTSHLIÐ fi>V>-N-fi)->-‘~>- »Fögur er hlíðin, svá at mér hefir hon aldrei jafnfögur sýnzt — bleikir akrar en slegin tún — og mun ek ríða heim aftur ok fara hvergi«. Lessi orð lætur höfundur Njálu Gunnar á Hlíðarenda mæla, er þeir bræður, Gunnar og Kolskeggur, voru lagðir af stað til þess að tlýja land, eins og þeir höfðu verið dæmdir til, en Gunnar vildi eigi hlíta þeim dómi og sneri aftur. — Og víst er um það, að Fijótshlíðin hefir jafnan, frá því í fornöld, verið talin ein hin fegursta sveit á íslandi, einkum er því viðbrugðið, hve Fórs- mörk sé fögur. Fyrir nokkrum árum flutti »Æskan« ágæta ferða- sögu úr Fljótshlíð, með nokkrum smámyndum, en nú flytur hún lesendum sínum fáeinar góðar myndir þaðan, sem hún vonar, að þeir hafi ánægju af að skoða. Nú á tímum er orðið mikið um ferðalög, og miklu hægara að ferðast hér á íslandi en var fyrir 10—20 árum, þótt ekki sé farið lengra aftur í tim- ann. T. d. er nú búið að brúa Lverá og Affallið, og Markarfljót mun bráðlega verða brúað, og er þá úr vegi rult hinum mestu torfærum eða farar- tálmum, er urðu á vegi ferðamannsins, er ferðaðist austur í Fljótshlíð og Þórsmörk. Það er gaman og hressandi að ferðast, einkum á sumrin, og ekkert er heldur jafn menntandi og ferðalög, ef rétt er á haldið. Nú fara margir íslendingar til útlanda, þegar á unga aldri, og er auðvitað oft ekki nema gott eitt urn það að segja, en fyrst og fremst ættu menn Gunnarshaugur. Einn af smáfossnnum í Fljólslilíð. þó að hugsa um að skoða sitt eigið lai^jl og fræð- ast um það. Hér á íslandi eru svo margir frægir og fagrir staðir, sem vert er að sjá, og útlendingar koma meira að segja árlega langt að til þess að skoða. Einn af þeirn stöðum er Fljótshlíðin. Unglingar! Reynið að afla ykkur fróðleiks um landið ykkar. Ferðist á sumrin, þið sem eigið þess kost, til fagurra og merkra staða. Notið frí- tíma ykkar á sumrin til þess að iðka sund og aðrar hollar íþróttir, og til ferðalaga. Þið búið flest i nánd við einhverja fallega og fræga staði. Hugsið fyrst um að skoða þá og fræðast um þá. Það er hægast og ódýrast. Leitið ekki langt yfir skammt! Farið ekki að eins og Reykvikingur, sem fer til útlanda, en hefir aldrei komið á Þingvöll, og ef til vill ekki einu sinni út i Yiðey, eða til Ressa- staða! Eða Þingeyingur, sem fyrst fer til Reykja- vikur, áður en hann skoðar Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi. Lesið íslandingasögurnar og lærið fallegu ættjarðarkvæðin eftir góðskáldin, þá hafið þið miklu meiri ánægju af að ferðast um landið. Hugsum okkur l. d. mann, er færi skemmti- för austur í Fljótshlið og hefði ekki lesið Njálu, þekkti ekki Gunnarshólma, kvæði Jón- asar, kannaðist ekki við kvæði Þorsteins Er- lingssonar eða Rjarna Thorarensen! Það er áreiðanlegt, að sá maður hefði hvorki sama gagn né gleði af ferðinni og hinn, er væri vel að sér í öllu þessu. Landið okkar er vissulega bæði gott land og fagurt. Því meira sem þið lærið um það og sjáið af þvi, þeim mun betur munuð þið sannfærast um, að þetta er satt. M. J.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.