Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1935, Blaðsíða 3

Æskan - 01.09.1935, Blaðsíða 3
ÆSKAN Óli snarfari Eftir Erika Mann — Guðjón Guðjónsson Jtýddi Aldrei á æfi sinni liafði Oli orðið eins hræddur og nú. Hann var alveg lamaður. Alll húið, allt lniið siing í höfðinu á honum og suðaði fyrir eyrumun, annað gat hann ekki lnigsað. Hann gleymdi hungr- inu, gleymdi myrkrinu, og átti enga ósk aðra en þá, að fá að vera kyrr. Bassi kom aftur með brylann. ,Hað er áreiðanlega mús þarna inni,“ heyrði Óli liann segja. Brvtinn hringlaði í lyklum og nú stakk liann einum í skráar- galið, sneri honum, og nú, — nú . . . 1 einu vetfangi var eins og óttinn hvessti sjón Óla, svo að liann sá nokk- uð við dyrnar, sem iiann liafði ekki séð áður. Slag- brandur. Óli greip liann, eldl'ljótt, og skaut honum fyrir, alveg hljóðlaust. Svo liéll hann niðri í sér andanum og ijeið. Handfanginu var ýtl niður, hurð- in var lirist, en hún bifaðist ekki. „Nú, hvað er þetta,“ sagði brytinn. „Hvað er að?“ spurði Bassi. „Guð minn góður, hvað er þetta?“ livein í frú Bir- gittu. Brytinn yppti öxlum. Óli sá það raunar eklci, én hann var alveg handviss um að hann gerði það. „Þetta er ljótan," sagði hann. „Mér þykir ]>að leitt, en það hljóta einhverjir þungir hlutir að hafa lagst fyrir hurðina að innan, svo að eg get ekki opnað liana. Við verðum líka að varast að skekja og lirista nokkuð þungt meðan verið er á siglingu. En eg skal með ánægju hjálpa yður, þegar við höfum lent.“ „Þegar við liöfum lent,“ hrópaði Birgitta með grátstafinn í kverkunum. „Þegar þessi kvikindi eru húin að tæta í sundur alla hatlana mina.“ Óli varð ósegjanlega feginn þessum málalokum. Hann hallaði sér upp að veggnum og hvíslaði í gleði sinni: „Eg skal ekki snerta hattana þína, skellinel'jan þín.“ Eftir stundarkorn var bann steinsofnaður. Honum leið illa, þegar liann vaknaði. Góða stund var hann að velta því l'yrir sér, livað væri að honum. Loks datt honum hið rétta í luig. Það var auðvitað loftveiki. Þetta var heldur ekki smáræðis velta á skipinu. Hann reyndi að hlusta, ef hann kynni að heyra nokkuð, sem hægl væri að átta sig á. Skyldi vera hvassviðri? Nei, þá hefði hann heyrt þytinn og ýlfrið í vindinum. Ætli skipið hafi lent inn í þoku, og skipstjórinn viti nú ekkert, hvar Ameríka er? Nei, þá stýrir liann auðvitað eftir kompásnum, og allskonar öðrum tækjum, sem liann hlýtur að hafa hjá sér í stjórnarsalnum. óli vissi vel, að tækin, sem menn bafa nú á dögum lil þess að bjálpa þeim lil að rata, eru svo fullkomin, að naumast er hægt að vill- 5)0 ast. En það var nú sama. Hann vissi sjálfur ekkerl i hvaða átt skipið fór, enda var það ekki von. Hann var lokaður inni í koldimmum klefa, og gat ekki vit- að, livað væri fram eða aftur. Þetta var auma ástandið. Hann liafði ólukkans ónot i maganum, og svo lá það einhvernveginn í grun hans, að eitthvað alvarlegt væri að. Nú heyrði hann fótatak og mannamál. „Ilalló,“ hrópaði ein- hver, rétl við klefadyrnar. „A eg' að koma þarna aft- ur í ?“ „Nei, það þýðir ekkert,“ svaraði annar. „Það eru þokkaleg vandræði þetta.“ „Vandræði," luigsaði Óli. - „Ætli að eitthvað sé bilað?“ Andartaki síðar heyrði hann frúna koma æð- andi inn í göngin, sem annars voru lokuð fyrir far- þegum. Loftskipið valt meira og meira. „Hæðarstýr- ið, hæðarstýrið“ æpti Birgilta af öllum kröftum. Svo var cins og slctl væri upp í liana, og einhver sagði skipandi: „Eg verð að biðja yður, kona góð, að stein- þagna, og það undir eins. Þér gerið farþegana log- andi hrædda með þessum látum.“ Ekki gal verra viljað til, en að einmilt þessi óhemjulega kona skyldi fyrst af farþegunum verða vör við að hætta var á ferðum, því að það var jafnvel ekki á færi ski])stjórans sjálfs að þagga niðri í henni. „Hvað er það eiginlega, þetta hæðarstýri?“ kveinaði hún. „Verðum við nú að fljúga alltaf liærra og liærra þangað til við lendum út úr gufidivolfinu, eða alla leið niður á hafshotn? Guð minn góður, að eg skyldi láta hafa mig úl í þessa lifshættu.“ „Svona, svona, verið þér nú róleg,“ sagði sama, skipandi röddin. „Við fljúgum hvorki upp i hiinin- inn né niður á hafshotn. Earið þér nú inn í salinn, á meðan við erum að gera við þetla.“ Óli lieyrði liana segja snöktandi, um leið og liún rölti burt: „ó, liver ætli svo sem að gela gerl yio nokkuð hér, mitt á milli himins og jarðar?“ „Hvernig er þetta?“ spurði nú skipandi röddin. „Það er aftasti hlutinn á hurðarflet- inum, sem hefur hognað niður.“ „Það var laglegt. Hafið þið reynt allt, sem ])ið getið, til |)ess að losa slýrið hér að innan?“ „Já,“ lierra skipstjóri. „Aðeins á einn liátt er hægt að laga þetta.“ „Með því að klifra út á flötinn," svaraði skipstjóri, spyrjandi, og eins og hálf vantrúaður. Nú komu þarna fleiri menn. Þeir voru æstir og töluðu hver upp i annan. „Það er alveg ófært,“ sagði einn. „Stormurinn í gær lvefir skennnt það allt og fært lir lagi, svo að það lieldur ekki fullorðnum manni. „Þetta er dáindislaglegt," sagði annar. „En viðgerðin sjálf er svo sem ekki neitt, hara ef hægt cr að komast að.“

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.