Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1935, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1935, Blaðsíða 6
102 ÆSIÍAN Ferðaminningar I. Alþjóðaháskólinn í Helsingjaeyri Háslcólinn í Hélsingjaeyri Einn af þeim slöðum, er eg heimsótti i ulanför minni, var Alþjóðaháskólinn i Helsingjaeyri (Den inlernalionale Höjskole). Mig langar lil að lýsa þessum skóla dálítið fyrir lesendum Æskunnar, þvi að eg álít, að þann sé sérstakur í sinni röð, Skólinn stendur á fallegum slað, litið eitl utan við bæinn Helsingjaeyri, með útsýni yfir Eyrar- sund. Hann var stofnaður 1918, eftir lok styrjaldar- innar 1911 1918, og grundvallarhugsjón slcólans er „friður“. Skólinn veitir viðtöku nemendum frá öll- um löndum heimsins, og með því að gefa þeim tækifæri lil að kynnast og læ*ra hver annars tungu- mál livggst skólinn að sluðla að skilningi og friði meðal þjóðanna. Skólastjórinn er danskur maður og héitir Peter Manniche. En auk þess slarfa við skólann margir kennarar hæði þýskir, enskir og danskir. Þeir húa flestir i skólanum, eða í þeim hyggingum, er hann hefir vfir að ráða, en iðulega koma þó fyrirlesarar, sem ekki eru þar að stað- aldri, til ]>ess að flytja erindi. Skólinn slarfar mestan hluta ársins og getur veitl um 100 nemendum viðtöku. Skii)tist námstíminn i vetrarnámskeið frá 3. nóv. til 30. mars, og sumar- námskeið frá 1. ,mai til 16. júlí. Auk þess eru tvö námskeið um hásumarið, er standa yfir í 14 daga livort. Þau eru ætluð fólki, er vill dvelja við skól- ann i sumarleyfinu, eða einhvern liluta þess, og eru mikið sótt af kennurum. Kennslan fer fram hæði i fyrirlestrum, föstum kennslustundum og leshringum eða lesflokkum og eru kenndar ýmsar námsgreinar, en tungumála- kennslan ski])ar þó öndvegi. Á hverjum degi eru fluttir fyrirlestrar á þýsku og ensku, og stundum fleiri en einn á dag, svo að nemendur fá mikla æf- ingu í að heyra þessi mál og læra að skilja þau. Ol'l eru skuggamyndir sýndar um leið, og veitisl fólki, sem skammt er á veg komið, þá léttar að fylgjast með. Fyrirlestrarnir eru um ýms efni, aðallega þó hókmenntir og þjóðfélagsleg efni. í lesflokkunum æfa nemendur sig í að tala saman á erlendum mál- um og rökræða. Á hverjum degi er einnig ætlaðar 1 -2 stundir til lestrar nieð leiðsögu eða eftirliti kennara. Próf eru cngin við skólann, nema í mál- unum geta menn fengið að taka próf, er veila síð- an fullkomin kennararéttindi. Eg 'kom lil Helsingjaeyrar 6. maí. Hafði eg áður skrifað skólastjóra og heðið um að fá að dvelja við skólann viku eða hálfsmánaðartima og hlusta á fvrirlestra og kynnast skólalífinu, en vera að öðru leyli frjáls. Veður var hjart og fagurt þenna dag. Eg steig út úr járnhrautarlestinni i Helsingjaeyri og ók síðan í hil til háskólans. Gerði eg nú hoð fyrir skólastjóra og tók hann einkar glaðlega á móti’mér. Sagði hann, að eg skyldi koma með sér og drekka súkkulaði. Það væri lesflokkur, sem héldi veislu. Eiginlega væri það nú einn skólaráðsmaður, er væri staddur þar í skólanum, er væri veilandinn. Skólastjóri hauð mér þessu næst inn i vistlega, hjarta slolu og þar sálu 8—10 manns við súkku- laðidrykkju. í þessuin hópi voru hæði Englending- ar, Þjóðverjar, Danir og Sviar, hæði ungt fólk og einnig roskið. Allir voru glaðir og frjálslegir og huðu mig velkomna í liópinn. Skólastjóri sagði mér, að ýmsir Islendingar hefðu heimsótt skólann og nokkrir hefðu verið þar nemendur. — Umsjón- armaður skólans, sem er sænskur, vísaði mér nú á lierbergið, sem eg átli að húa í. Það var hjart og skemmtilegt með úlsýni út að skóginum og dálít- illi tjörn. En eg fékk ekki langan tíma til að hvíla mig, því að skólastjóri liafði sagt mér að eg gæti fengið að hlusta á kennslustund hjá sér, siðan væri danskur fyrirlestur, ef eg vildi heyra hann, svo að eg hafði nóg að gera.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.