Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1935, Blaðsíða 7

Æskan - 01.09.1935, Blaðsíða 7
ÆSKAN 103 Kl. 7 var kvöldverður. Þá fekk eg að sjá allan hópinn og liann var töluvert mislitur. Þegar sest var lil borðs, var sungin söngur á ensku, úr söngbók skólans, og síðan tóku menn til að eta, og allskonar lungumál hljómuðu við borðin. Flest af fólkinu var ungt fólk, en sumt einnig miðaldra. Þarna voru saman komnir Englendingar, Þjóðverjar, Danir, Svíar, Norðmenn, Hollendingar, Ameríkubúar, Skotar, Iíínverjar, og á móli mér sal Islendingur. Það var cini Islendingurinn, sem var þá nemandi við skólann. Sumar af þeim þjóðum, cr eg hefi nefnt, höfðu lieldur ckki nema einn fulltrúa, t. d. var ekki nema einn Norðmaður, Kínverjarnir voru tveir. Þarna var líka kynblendingur frá Ameríku, og á síðastliðnu velrarnámskeiði hafði verið þar einn svertingi. Annar Kinverjinn talaði dönsku allvel. Hann var kínverskur stú- dent og hafði dvalið i Danmörku 6 eða 7 mánuði. Hann byrjaði að læra málið í barna- skóla með smábörn- um. Gekk hann í barnaskölann í mán- aðar eða tveggja mán- aða tíma. Þaðan fór liann á lýðskóla, og nú var hann kominn lil Helsingjaeyrar á Alþjóðaháskólann. En liann sagði mér, að Kínversltii „cmendurnir það Væri erfitl fyrir sig, því að hann yrði að fletta upp i tveimur orða- hókum, þegar aðrir noluðu eina. En svo bjó liann sér jal'nhliða til danska-kínverska orðahók, skrifaði hvert einasta danskt orð, er lumn las eða heyrði, með ldnverskri þýðingu. Hann bar víst áreiðanlega einkcnni þjóðar sinnar, iðni og þolinmæði. Eftir kvöldverð voru jafnan fyrirlestrar. Þetla fvrsta kvöld, er eg var þar, liélt þýskur doktor fyrir- lestur og talaði um lieimskreppuna. Eg dvaldi við skölann í 12 daga og undi mér vel. Eg hlustaði á marga fyrirlestra og samtöl, eftir því sem eg gat fylgst með, og eg óskaði mér að vera unglingur og mega dvclja þarna hálft ár, læra lungumál og' taka þátt í hinu frjálsa, glaða skóla- lifi. Á sunnudögum fara nemendur venjulega i skemmtiferðir lil merkisstaða i nágrenninu og ein- hver kennarinn fer með, til þess að skýra og sýna. Nýjasta bygging háskólans Eg var þar eina helgi. Eftir kvöldverð á laugar- dagskvöldið var sameiginleg kaffidrylckja og ýmis- legt gert til skemmtunar. Hollensk stúlka hyrjaði með því að hjóða alla velkomna. Talaði lnin fyrst á ensku og síðan á ])ýsku. Svíarnir sýndu þjóð- dansa, Danir sungu og Þjóðverjarnir léku skrípa- leiki. Skotarnir sögðu sögur, sem enginn skildi. Það kvað svo rammt að því, að einn enski kennarinn klóraði sér hak við eyrað, er liann ætlaði að fara að þýða á ensku, eitllivað, sem Skotarnir sögðu. Hann skildi það ekki lieldur! Margt fleira var gert til skemmtunar, og það var heldur glatt á hjalla. Þeg- ar við komuin út kl. 11, var glaða tunglsljós og fag- urt og æl'intýralegt að líta vfir skóginn og hæinn. Helsingjaevri er gamall hær, og ber líka vott um ])að. Þar eru tvær gainlar kirkjur og eldgamalt klaustur. Niðri við ströndina gnæfir Ivrónborgar- kastali og setur svip sinn á bæinn. Daginn eftir fóru nemendur i skemmliför. Eg var ekki með i þeirri för. Þann dag var eg fyrst við guðsþjónustu i gömlu Maríukirkjunni í Hels- ingjaeyri og seinni hluta dagsins gekk eg inn fvrir bæinn og skoðaði meðal annars gröf Hamlets, danska konungssonarins, er Slieakspeare hefir gcrt ódauðlegan með leikrili sínu. Þegar eg fór hurt frá Ilelsingjaeyri hefi eg skrif- að í dagbók mína: „Hér hefir mér liðið vel og þótt skemmtilegt“, og auk þess liefi eg skrifað þessa vísu: „Takið höndum saman yfir heim allan, hvítir og svartir horskir menn, brúnir og gulir, burt með vopnin! Ríki bróðerni, ríki friður.“ M. ,T.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.