Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 9

Æskan - 01.02.1936, Blaðsíða 9
ÆSKAN 21 vel af höndum, og það er að svíkja skyldur sínar gagnvart sjálfum sér og öðrum. Guð liefir gefið okkur öllmn sál og hæfileika, að vísu misjafnlega mikla. Þetta guðseðli í okkur eigum við að varð- veita sem hest og eins og við höfum vit á, og forð- asl allt, sem getur skaðað það eða kastað skugga á það. Foreldrar okkar liafa lagt fram krafta sina og efni til að gera okkur að sem mestum og bestum mönnum, svo við getum leyst þau verk vel af liönd- um, sem okkur er trúað fyrir i lífinu, hver i sínum verkahring. Og föðurland okkar þarfnast áreiðanlega allra okkar krafta. Það er því skylda okkar að forð- ast allt, sem veikir okkur og dregur úr starfskröft- um okkar. En það gerir áfengið, og þess vegna eigum við aldrei að bragða það, nema eftir læknisráði.“ Egill var búinn að tala sig lieitan, og ákafinn skein úr augum hans, og þau tindruðu. Björn horfði með eftirtekt á Egil. Svo mælti hann: „Já, drengur minn. Heldur þú, að þú brjótir ekki einhverjar af þessum skyldum, sem þú ert að tala um, þótt þú verðir bindindismaður ?“ „Ekki viljandi. Það getur vel verið, að eg geri aldrei mikið. En eg mundi gera enn minna, ef eg notaði áfengi. Mig langar til þess að verða foreldr- um mínum til gleði og vinna föðurlandi mínu það gagn, sem eg hefi hæfileika til. Og eg er sannfærður um, að mér gengur betur að rækja þessar skyldur, ef eg bragða ekki áfenga drykki.“ „Við skulum nú hætta þessu tali, Egill minn,“ sagði Björn og stóð upp. „Mér líkar vel við þig, þó að við séum ekki sammála í þessu efni, og líklega hefir þú rétt fyrir þér. Þú ert ákveðinn og vilja- fastur, og það líkar mér vel. Eg ræð þig fyrir sendi- svein og skal greiða þér golt kaup, ef þú revnist vel, sem eg vona fastlega að þú gerir. Nú máttu fara. En komdu á morgun klukkan 10, og þá byrjar þú á starfi þínu, og við skulum vita, livort okkur semur ekki í framtíðinni. Vonir Björns brugðusl ekki í þessu efni. Betri og trúrri sendisvein en Egil, liafði hann aldrei haft í þjónustu sinni. Jóhannes Friðlaugsson frá Fjalli. Nýjar bækur MamTna litla, eftir frú 75. De Pressensé. Mamma litla segir frá tveimur mun- aðarlausum systkinum, sem alast upp í stórborgiuni Paris. Saga þessi er þannig úr garði gerð, að eg tel hana með allra bestu barnasögum, sem eg liefi iesið. Hún er lílca, eins og Kak- bækurnar, valin úr úrvali, sem Al- þjóðaskrifstofa uppeldismála hefir gert úr æskulýðsbókmenntum allra þjóða. Þýðendur eru þeir sömu, Sig- urður Thorlacius og Jóhannes úr Kötlum. Þið skuluð lesa „Mömmu litlu“, og ykkur mun ekki iðra þess — og svo er von á framhaldinu siðar. Olafur Jóh. Sigurðsson: Um sumarkvöld. Ólafur Jóhaiin Sigurðsson mun vera yngsti rithöfundur á íslandi, sem bækur hafa komið út eftir. „Við Álftavatn“ hét fyrsta bókin lians. Sú bók er orðin mjög vinsæl meðal barnanna. Þessi nýja bók, „Um sumar- kvöld“ liefir inni að halda níu sögur og æfintýri. Lengsta sagan lieitir: Góðir drengir. Sögurnar eru ótrúlega vel ritaðar af svo ungum manni. Hann er enn ekki nema 17 ára gamall. Eg er viss um, að ykkur þykir gaman að lesa sögurnar hans Ólafs, og við skulum vona, að hann eigi eftir að skrifa margar og góðar bækur, eins og hann hefir farið vel af stað. í næsta blaði Æslumnar birtist ef til vill saga eftir þenna unga höfund. Egill Porláksson: Bernskumál. Egill Þorláksson, kennari á Ilúsa- vík, hefir áður gefið út Stafrófskver. Bernskumál er framliald af Stafrófs- kverinu og ætluð litlum börnum. Bók- in er ágætlega samin og óhætt að mæla með henni sem lesbók handa byrjendum. L. Gottfried Sjöholm: Andri litli á vetrarferðalagi. Þetta er einnig góð og fróðleg barnabók. Lýsir hún lífi og lifnaðar- háttujn Lapplendinga. Annarhvor kafli er jafnan í samtalsformi, og það veit eg að ykkur þykir skemmtilegt. ísak Jónssón, kennari, hefir íslenskað bókina. Hann hefir áður þýtt t. d. „Drengirnir mínir“ og „Litla drottn- ingin“, hvorttveggja vinsælar barna- bækur. Betra er berfættum en bókarlausum að vera. (fsl. málsháttur). Dægradvöl Skrítlur — Af hverju ertu svona daufur i dálkinn? — Eg þarf að fá skipt finnn króna seðli. — Nú, þú. þarft líklega ekki að vera i vandræðum með það. —■ Jú, mig vantar nefnilega seðilinn. Læknir var að skoða mann, sem hafði slasast við það, að bíll ók yfir hann. — Hann deyr fljótlega af þessu sári, sagði hann við hjúkrunarkon- una, en liin eru bara smáskeinur, sem batna strax. Tvær rosknar konur voru að stiga upp i flugvél i fyrsta sinni, og var ekki laust við að þær væru smeykar, sem von var. — Þér lofið þvi að skila okkur aft- ur niður heilum á húfi, sagði önnur — Ekki er eg vanur að skilja neinn eftir uppi, svaraði flugmaðurinn. Kennari: Veistu það, Kalli, að þeg- ar Georg Washington var á þinum aldri, var hann alltaf efstur í sínum bekk í skólanum? Kalli: Já, og þegar hann var á yðar aldri, var hann orðinn forseti Banda- ríkjanna.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.