Æskan

Árgangur

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 7

Æskan - 01.04.1936, Blaðsíða 7
ÆSKAN 43 Geysir í Haukadal Hvert mannsbarn á íslandi hefir heyrt um Geysi getið, og margir eru þeir útlendingar, sem ekkert vita um landið okkar annað en það, að þar er Geysir, og þar er Hekla. En síðustu tuttugu árin, alll þangað til síðast- liðið sumar, hefir verið hljótt.um Geysi gamla. Þessi frægasti hver heimsins hætti að gjósa um 1914, og llestir munu hafa haldið, að hann mundi sofa að eilífu, aldrei framar þeyta glitrandi vatnssúlunní og sjóðandi gufumekkinnm langt upp í loftið. En ])að gerði hann samt, sem betur fór. Þið liafið sjálfsagl lesið um það og heyrt, hvernig hugvit- samir menn hjálpuðu honum til að velta af sér farginu. Þeir hjuggu skarð í skálina, sem hann hefir á þúsundum ára lilaðið upp í kringum sig, svo að vatnið í henni lækkaði. Það var nóg. Hon- um létti svo við þetta, að hann byrjaði tafarlaust að gjósa, eins og ungur i annað sinn, og hefir haldið því áfram síðan. Þegar vel liggur á Geysi, og einkum þegar hon- um er gefinn slatti af grænsápu ofan i ginið, þá þeytir hann vatninu geysihátt, allt að 70 metra, en það er miklu hærra en hæstu hús hér á landi. Áður en gosið byrjar, heyrist ógurlegur hávaði niðri í jörðunni, skruðningar, dunur og dynkir. Yatnið í skálinni fer að ólga og hækka, og allt í einu þeytist strókurinn í háa loft. Og þá er betra að standa ekki of nærri. Sjóðandi gufan knýr vatnssúluna hærra og hærra með öskri og gný, og brennheitur úðinn og gusurnar þeytast vitt um kring. Þetta stendur stundarkorn. Svo dvínar kraft- urinn smámsaman, og loks fellur vatnssúlan aftur niður í holuna, vatnið l)yltist og vellur, sjatnar svo og hverfur og allt verður kyrrt. Það eru margir goshverir aðrir lil í heiminum en Geysir okkar, og sumir gjósa enn hærra, en þó er hann frægastur þeirra allra. Mestu hverir í öðrum löndum eru í Ameriku, í Yellowstone þjóð- garðinum. Einn er þar t. d., sem kallaður er Old faithful (Gamli Tryggur). Nafnið er dregið af því, að siðan hann fannst, árið 1870, hefir það naum- asl brugðist, að hann hefir ávallt gosið á hér um bil 70 mínútna fresti, og allt að 55 metra hátt. Suður á Nýja Sjálandi var einhver ógurlegasti gos- hver heimsins. Hann gaus bleksvörtu skolpi iðu- lega 150 metra hátt, og stundum allt að 450 metra. Hann hætti að gjósa árið 1905, og hefir ekki látið á sér bæra siðan. Áður fyrri, meðan Geysir í Haukadal var ekki hætt- ur að gjósa, var ])að algengt að ferðamenn, bæði Sagan um glerbrotið Eftir Ólaf Jóh. Sigurðsson L Sólin skein. Það var blæjalogn og steikjandi liiti. — Sjórinn var spegilsléttur og úti á firðinum sáust bátkænur á víð og dreif, því að þar voru karlarnir að vitja um hrogkelsanetin sín, og ná í ropandi grásleppur og rauðmaga i soðið. — Lengst úti við sjóndeildarhring örlaði á dökk- gráum reyk frá togara, sem sigldi hratt eftir hinum víðu leiðum hafsins. Yorfuglarnir, nýkomnir sunnan úr löndum, sungu sem mest þeir máttu, og hvaðanæfa bárust að hinar glöðu og lieillandi raddir Hörpudaganna, kvakandi og tístandi, syngjandi og gargandi. — Þungan gróskuilm lagði upp frá jörðunni, þvi að nú voru öll blómin að vakna, sem höfðu sofið undir snjónum og klakanum um veturinn. Þau teygðu sig hvert í kapp við annað á móti sólinni, — og hlýju komandi daga. — Yfir öllu steig tibráin dansinn sinn, léttan og leikandi, eins og vanalega, þegar hún var á ferli, sveipaði alla hluti gagnsærri, titrandi töframóðu, svo að jafnvel bæirnir í Hverfinu urðu undarlega fagrir og aðlaðandi, og öðluðust einhvern kynleg- an æfintýrablæ. — í austri risu fjöllin, há og tígu- leg, vafin annarlegum bláma, þögulli og kallandi fegurð. — Já, það var vor og sól, vor með ljósbláum, útlendir og innlendir, sem komu að skoða liann, dyngdu ofan í hann grjóti og hnausum. Með þvi móti fekkst hann stundum til að gjósa. En á þessu var hann skemmdur, og aðrir hverir þar i grenndinni, sem áður gusu mjög fallega, hafa verið alveg eyði- lagðir með þessum hermdarverkum. Nú er um að gera, að engir skemmdavargar fái að spilla Geysi með þvílíku háttalagi, úr því að hann er nii far- inn að gjósa aftur. Eu ])að er íleira en Geysir, sem vernda þarf fyrir skemmdum. Fá lönd í heiminum eru auð- ugri að unaðslegri náttúrufegurð en landið okkar. En þessari fegurð, bæði gróðri og einkennilegum náttúrusmiðum, er hægl að spilla með siðlausri umgengni. Vilja nú ekki allir lesendur Æskunnar vinna það heit, að reyna hver fyrir sig að vernda fegurð landsins okkar, hver eftir því sem hann heíir getu og aðstöðu til? Guöjóll Glinjó„SSon

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.