Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 3

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 3
ÆSKAK 99 Sigurður Jónsson, skólastjóri Minningarorð Aðfaranótt 17. júní í vor andaðist að heimili sínu hér í Reykjavik, Sigurður Jónsson, skólastjóri Miðbæjarskólans. Sigurður heitinn var einn þeirra manna, er barnahlaðið »Æskan« átti mikið að þakka. Hann var um eitt skeið, á árunum 1900— 1904 afgreiðslumaður l)laðsins, og har hag þess alla líð fyrir hrjósti. Reit hann stundum greinar í blaðið og var því vinveittur og góðviljaður á marga lund, eins og við mátti húast af jal'n drenglyndum manni og réttsýnum. Hann var lika Goodteinplar með lííi og sál og starfaði mikið í þeim félagsskap. Stór- templar Reglunnar var hann árin 1927—1929, og stórgjaldkeri nú, er hann lést. Aðalstarf Sigurðar Jónssonar var kennarástarfið. Hafði hann unnið við Miðhæjarbarnaskólann í 38 ár, er hann féll frá, þar af 13 ár sem skólastjóri. Hann var fæddur G. maí 1872, og varð því 64 ára gamall. Mátti segja, að hann væri cnn á besta aldri, og starfsþrek hans og áliugi fyrir fræðslumálum og öðrum velferðarmálum barnanna virtist óbilað. Hann hafði að vísu verið sjúkur um tíma, síðasl- liðinn vetur, en sýndist vera búinn að ná sér all- vel eftir þann sjúkleik. Kom því vinum lians mjög að óvörum, er hann hvarf svo skyndilega eftir fárra daga legu. Var banamein hans skæð lungnabölga. Sigurður heitinn Jónsson starfaði mikið að ýms- um opinberum niálum, auk sinna aðalstarfa. Verð- ur eigi farið út i að rekja eða ræða um störf hans hér. En óhætl er að fullyrða, að hann vann sér hvarvetna virðingu og traust fyrir dugnað og ósér- plægni. Og með nemendum sínum og samkennur- um var hann óvenjulega vinsæll maður. — Eg, sem þetla rita, átti því láni að fagna að kynnast Sigurði sál. og starfa með honum, bæði að skóla- málum og málum Goodtemplara. Tel eg liann einn hinna mætustu manna, er eg hefi kynnst. Hann var prýðilega vel greindur, menntaður og mikill mannkostamaður, góðgjarn og réltsýnn. Hann var glaðlyndur og ljúfur í umgengni, hafði jafnan spaugsyrði og glaðleg svör á reiðum höndum, og kunni manna best að örfa aðra til saklausrar gleði, hvorl sem var við hversdagsstörf, eða þá, er menn voru samankomnir til mannfagnaðar. í störf- um sínum var hann framúrskarandi sainviskusam- ur og reglusamur og mikill eljumaður. Störf hans i þágu æskulýðsins í þessum bæ eru mikil, og það fordæmi, er hann gaf, fagurt. Mætlu sem ílestir unglingar taka sér slíka menn til fyrir- myndar, sem Sigurð- ur var. Þá yrðu mörg sæli i þjóðfélaginu vel skipuð. Sigurður Jónsson var tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Önnu Magnúsdóttur, missti hann 1917, eftir 18 ál’a SambÚð. ÞaU Siguröur Jónsson eignuðust tvö börn, sem bæði eru á lifi: Steinþór, Mennta-skólakennari og Guðrún, gift Gísla Gesls- syni, bankamanni. — Síðari kona Sigurðar, Rósa Tryggvadóttir, liíir rnann sinn ásamt þremur dreng'j- um þeirra: Hróari, Tryggva og Konráði, sem allir eru í bernsku. Jarðarför Sigurðar Jónssonar fór frani 24. júni að viðstöddu miklu fjölmenni. í barnaskólaportinu söng flokkur barna kveðjuljóð frá skólabörnum, er orkt höfðu verið af ritstjóra Æskunnar, og fara þau hér á eftir: Við komum hér með klökkri lund að kveðja göfgan mann, er fram á heljar hinnstu stund að hugsjón stórri vann. Við kveðjum sterka stjórnandann, er stýrt hjá boðum fékk, og friðarvininn, foringjann, er fyrst til verka gekk. Við kveðjum góða kennarann og kærleiksríkan vin, og munum ávallt muna hann við minninganna skin. Og hjartans þökk í hinnsta sinn nú hrærð við færum þér. Hún stígur hátt í himininn, lil hans, er hörnin sér. M. jónsdóttir

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.