Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 7

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 7
ÆSKAN 103 »Hugsið þér ekki ofí mn, hvað hættulegt er að fljúga á J)essum slóðum?« »Það er nú ekki heppilegt fyrir. þann, sem þarf að íljúga, að vera að brjóta heilann um hættuna. íJað er ekki um annað að gera cn reiða sig á vél- ina. En ekki skal eg neita því, að oft hlustaði cg með athygli á suðuna í vélinni, J)egar við svifum uppi yfir ísauðninni, því að ef nokkuð varð að lienni, var engrar bjargar að vænta.« »Hvaða ráð viljið þér gefa ungum mönnum, sem kynnu að vilja leggja úl í landkönnunarferðir þarna í norðurvegi?« Iíoch hugsar sig um andarták. »Það er alltaf vanþakklátt að gefa ungum mönn- um ráð. Þó vil eg segja þeim, hvað fyrst og fremst verður að lieimta af þeim, sem leggja úl í slíkt. Það er ekkert smáræði. Fyrst og fremst verður hann að kuima eitthvað. Hann verður að vera sérfróður í einu eða öðru. Hann verður að liafa hákarlsheilsu, vera rólyndur og stílllur, hvað sem yfir dynur, og aldrei verða ráðafátt. Slíkir leið- angrar eru ekki fyrir augnabliksbörn, sem langar aðeins í æfintýri. Þegar eg flaug yfir Grænland í sumar, J)á rann það upp fyrir mér, hve gerólíkar landkönnunar- ferðir eru nú á dögum því, sem áður var. Eg flaug yfir landsvæði, sem eg hafði ferðast um gangandi, þar sem eg hafði orðið að berjast áfram, og oft orðið að þola hungur og kulda. Eg hefi lent í því, að verða að dragast áfram um 800 ldlómetra leið yfir úfinn jökul, örþreyttur og aðfram kominn. Eini matarforðinn var fimm eða sex hundar, sem við höfðum fyrir sleðunum. Þessa sömu leið llaug eg í sumar á 4 klukkustundum. Og J)að hefir komið fyrir mig,« heldur li'ann áfram, »að sjá félaga mína hníga niður og deyja af hungri og kulda og þreytu. Eg hef lifað það, að vera lokaður úti frá öllu sam- bandi við umheiminn i hálft annað ár. Nú er hægt að tala þráðlaust við önnur lönd ofl á dag og hlusta á útvarp frá öllum löndum. . Ef til vill eru leiðangrarnir ekki eins æfintýralegir nú og i gamla daga. Bardagar við bjarndýr l. d. eru orðnir sjald- Tveir jarðfræðingar leiðangursins gera áællun um rannsóknarílugið Lauge Koeli gæfari. Þó man eg eftir einu spennandi æfintýri, sem eg licfi lent í.« Og svo segir Koch frá þvi, að einn góðan veð- urdag gekk hann upp til fjalla til einhverra athug- ana. A leiðinni_heim varð hann þess var, að hann var eltur. Eftir augnablik kom hann auga á úlf, og rétl á eftir komu tveir aðrir í ljós. Koch hélt áfram rólegur, eins og ekkert liefði i skorist, en

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.