Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 4

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 4
100 ÆSKAN Góð börn Saga eftir E. Nesbit — Hannes J. Magnússon þýddi I. Inngangur Þessi saga er um þrjú systkini, sem áttu heima hjá foreldrum sínum í fallegu liúsi í útjaðri Lund- únaborgar. Róberta var elst, þar næst var Pétur, en yngsta barnið var lítil stúlka, sem hét Fríða. Auðvitað eiga margar mæður sín eftirlætisbörn. Og ef mamma þessara systkina hefði gert nokkurn mun á börnum sínum, þá hefði það verið Róherta sem var eftirlætisbarnið. Þessi móðir var ein þeirra mæðra, sem ekki verja tíma sínum í leiðinlegar heimsóknir hjá leið- inlegum frúm, og því siður til þess að silja og híða eftir leiðinlegum frúaheimsóknum. En hún hafði oftast tíma lil að leika við börnin sín, lesa fyrir þau, og hjálpa þeim með það, sem þau áttu að læra. Auk þess samdi lnin sjálf sögur fyrir þau á meðan þau voru í skólanum, og las þær svo hátt fyrir þau, á kvöldin. Hún orkti einnnig fallegar vísur á afmælisdögum þeirra, og við ónnur hátíðleg tækifæri. Þessi hamingjusömu börn höfðu allt, sem þau þurftu með og meira til: falleg föt, skemmtilegl harnaherbergi og ósköpin öll af leikföngum. Þau áttu líka yndislegan, góðan föður. Hann var aldrei reiður eða óréttlátur, en alltaf reiðubúinn til þess að koma í leiki við börnin, og kæmi það fyrir, að hann gæti það ekki, hafði hann alltaf gilda afsök- un, sem hann skýrði börnunum frá. Af öllu þessu getið þið gert ykkur í hugarlund, hvort þessi börn hafi ekki verið hamingjusöm. En þau gerðu sér ekki ljóst, hve farsæl þau voru fyrr en hinu áhyggjulausa og glaða lífi þeirra í fallega húsinu var lokið, og allt önnur Iífskjör biðu þeirra. — En þessi sorglegu umskipti komu fyrr en nokkurn varði. Það var afmælisdagur Péturs, sá tíundi, er hann lifði. Ein afmælisgjöfm hans var gufuvagn með járnbrautarlest í eftirdragi, fullkomnari en hann hafði nokkru sinni dreyml um. Hinar gjaíirnar voru að vísu allar ljómandi fallegar, en gufuvagn- inn bar af öllu öðru. En dýrð hans stóð því mið- ur ekki nema þrjá daga. Hvort sem það hefir nú verið vankunnáttu Péturs um að kenna, eða því að Fríða hafi komið of nálægt leikfanginu, eða þá af einhverjum allt öðrum ástæðum, en það var víst, að gufuvagninn sprakk allt í einu með braki og brestum. Pabbi hafði verið að heiman í þrjá eða fjóra daga, og nú setti Pétur allt sitt traust á hann, því enginn var duglegri né lagnari en hann. Hann var einn þeirra, er kunni á öllu skil, ekki síst þegar eitthvað þurfti að lagfæra. Hann hafði oft verið dýralæknir, þegar ruggu- hesturinn hans hilaði, meira að segja frelsað líf hans eitt sinn, þegar smiðurinn gat ekkert gjört. Það var líka pabhi, sem gjörði við brúðurúmið, er allir aðrir voru gengnir frá, og aðeins með lími, smáspýtum og vasahníf gjörði hann við öll dýrin í örkinni hans Nóa, svo að þau urðu belri en þau höfðu verið nokkurntíma áður. Pétur tók skaðanum á gufuvagninum með karl- mannlegri stillingu og minntist ekki á þetta fyrr en pabbi hans var búinn að borða. Mamma átti nú reyndar hugmyndina. En Pétur framkvæmdi hana, og til þess þurfti ekki litla sjálfsafneitun. Loksins sagði mamma við pabba: »Jæja, vinur minn! Þegar þú ert búinn að hvíla þig, og koma þér vel fyrir, ætlum við að segja þér frá ógurlegu járnbrautarslysi, og spyrja þig ráða.« »Nú,« sagði pabbi, »lolið mér þá að heyra.« Síðan sagði Pétur alla sína sorgarsögu og sólti það, sem eftir var af gufuvagninum. Pahbi gerði ekkert annað en ræskja sig, þegar hann hafði rannsakað allt mjög nákvæmlega. Börnin stóðu í kringum hann, og héldu niðri í sér andanum. »Er engin von?« spurði Pétur með lágri, titr- andi röddu. »Von? Jú, ótal vonir,« sagði pabbi glaðlega, »en það þarf nú svolitið meira en vonir, það þarf kveikingu og nýtt öryggisspjald. Eg held þetta verði að bíða, þangað til einhvern rigningardag, eða þá þangað til seinni partinn á laugardaginn, og þá gelið þið öll hjálpað mér.« »Geta stelpur hjálpað til að gera við vélar?« spurði Pétur mjög efablandinn. »Já, auðvitað geta þær það. Stúlkur geta verið duglegar alveg eins og drengir, því mátt þú ekki gleyma. Hvernig myndi þér geðjast að því að stýra járnbrautarlest, Fríða?« »Eg er hrædd um að eg myndi alltal’ verða svo óhrein í framan,« sagði Fríða, ekki ýkja hrifin, »og líka, að eg mundi mölva eitthvað.« »Eg myndi hafa gaman af því,« sagði Róberta. »Heldur þú pabbi, að eg gæli orðið lestarstjóri, þegar eg er orðin stór? Eða kyndari?« »Já,« svaraði pabhi, »ef þig langar líka til þess, þegar þú ert orðin slór, þá skulum við sjá til. Eg man þegar eg var lítill drengur.------------

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.