Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 8

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 8
104 ÆSKAN í fótspor föður síns »Já, Karl litli! Þú skalt i'eta í fótspor föður þíns.« Kennarinn sagði þetta við Karl, fyrsta daginn, sem hann var í skólanum. Karl rak upp stór augu, en kinkaði samt kolli til samþykkis. Tveir dagar liðu. Karl var þá á skemmtigöngu með foreldrum sínum. Móðir hans lók. allt í einu eftir því, að hann gekk alllaf á eftir þeim. Og göngulag hans var eitlhvað annarlegt! »Hvernig stendur á, að þú gengur svona, góði? Komdu! Við skulum leiða þig, svo að þú verðir ekki þreyttur.« »En mamma!« sagði Karl. »Þú liefir alltaf sagt, að eg ætti að gera það, sem kenparinn brýnir fyrir mér. Hann bað mig um það í fyrradag, að ganga í fótsporin hans pabba. — Eg var að því núna. En mér veilist það erfitt — afar erfitt.« Karl litli stundi. Foreldrar hans hlógu ekki. Þeim fannst það svo fagurt, að litli drengurinn skyldi gera það, sem hann hélt rétt vera, þrátt fyrir það, þó að það væri honum nærri ofvaxið. En nú fræddu þau hann á- slúðlega um, hvað kennarinn hefði átt við. »Kennarinn hefir verið að brýna fyrir þér, að þú ættir að vera góður og skynsamur drengur eins og faðir þinn var. Og þegar þú þroskaðist, ættir þú að verða hugrakkur og heiðarlegur maður eins og hann er,« sagði móðir hans. Karli þótli það álitlegt mjög. Engum manni í veröldinni vildi hann fremur líkjast, en föður sin- um. — Eaðir hans var skipstjóri á stóru gufuskipi. Hann var oft margar vikur að heiman. En á með- an talaði móðir Karls um allt starf föðurins — hversu hugaður, iðinn og hraustur hann vær' »Eg skal leggja allt á mig, svo að þú og pabbi hafi gleði og lieiður af framkomu minni,« sagði Iíarl með tindrandi augum. Karli gekk vel í skólanum og íekk hrós hjá kennaranum. En heima leiddist honum oft. Börn voru engin í húsinu, sem hann átti heima í. En þegar hann var búinn að læra lexiur hvers dagsins, óskaði hann helst eftir að fara í leik. Móðir hans hafði þá ekki alltaf tíma né löngun til að leika sér við hann. En þá vildi svo til, að fjölskylda settist að i húsinu á næstu hæð fyrir ofan þau. Og til allrar hamingju fyrir Ivarl, voru þar fimm börn. »Nú er fólk komið í húsið, þú getur leikið þér við sumt af því,« sagði móðir Karls. »Uppi hjá Möller er stór hópur af börnum.« Börnin hans Möllers voru kát og ærslafengin. líarl fékk að leika sér með þeim. Hann hal'ði niesta ánægju af að leika sér við Níels og Betu. Þau voru jafn-gömul honum, en Birgir var þrem árum eldri. María var aðeins tveggja ára, og »litli bróðir« lá i vöggunni og gat ekkert sagt eða leikið sér. — »Eg ætla að biðja þig, Karl minn, að vera heima, meðan eg er í burtu,« sagði móðir hans einn dag. »Eg þarf til bæjarins með áríðandi bréf og kem ekki fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjá tíma.« Karl lofaði að gæta alls vel. Níels kom til lians nokkru seinna og bað hann að koma með sér niður á leikvöll. Iíarl neitaði, þó að hann langaði mjög út. Til allrar hamingju hafði hann skemmtilega bók úlfarnir nálguðust óðum, og þá greikkaði hann sporið. Vopnlaus var hann, aldrei slíku vanur. Loks hljóp hann, sem fætur toguðu, en úlfarnir voru komnir að honum, hlupu ýmist á undan hon- um eða eftir. Yar auðséð, að þeir þóttust eiga veið- ina vísa og léku sér að honum. En nú var rétt komið að tjaldinu, þar sem Eskimóarnir l)íða hans. Hann neytir síðustu krafta, hendir sér niður í brekkuna ofan við tjaldið og rennir sér niður hana. En úlfarnir eru komnir yfir hann og renna niður við hliðina á honum. Hann hrópar á hjálp, og Eskimóarnir koma þjótandi út og sjá, livað um er að vera. Einn þeirra gripur riffilinn, skotið smellur og einn úlf- urinn veltur dauður ofan skaflinn. Hinir llýja. Síðar sama daginn rákust þeir á þrjá birni. Þeir skiptu með sér, Koch átti að skjóta einn þeirra, og tveir Eskimóar sinn hvorn. Eskimóarnir hleyptu af rifilum sínum, og tveir birnirnir steyptust um koll, steindauðir. En skolið hljóp ekki úr rifflinum hjá Koch. Hann opnaði lásinn, og sá að áburðarolían var frosin, svo að lásinn stóð á sér. Þá varð öðrum Eskimóanum að orði: »Golt var, að þú hafðir riffilinn þinn ekki með þér í dag. Ef þú hefðir verið með hann, þá hefð- irðu ekki llúið undan úlfunum, heldur treysl á riffilinn, og séð um seinan, að liann var ekki í lagi. Þá hefðirðu ekki verið lengur í tölu lifandi manna.« o. u.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.