Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1936, Blaðsíða 6
102 ÆSKAN r A norðurvegum Venjulega er það svo, að við erum kunnugust í nágrenninu, þekkjum best til þar, sem skemmst er í burlu. Þó er það svo, að við erum eflaust langl- um ófróðari um það landið, sem er miklu nær okkur en nokkurt annað, en um ýms önnur lönd, sem liggja margfalt lengra í burlu. Grænland er næsta land við ísland. Stysta leið þangað er ekki nema kringum 300 km. Þá vega- lengd mætti sigla á hálfum öðrum sólarhring, ef ekki væri hafísinn til hindrunar. Þó er næstum því aldrei farið þangað. Og frá Grænlandi fáum við líka sjaldan heimsóknir. Þess vegna vitum við líka ósköp litið um landið og fólkið, sem þar býr. Við vitum fátt um landið annað en það, að það er stærsta eyjan í heiminum, rúmlega 20 sinnum stærra en ísland. Og við vitum, að yfir mestöllu þessu landflæmi liggur ógurleg jökulbreiða, aðeins dálitlar auðar ræmur eru með sjó fram, helst við sunnanverða vesturströndina. Á þessum auðu blett- um býr fólkið, Eskimóarnir. Kannske finnst ykkur það huggun, að fleiri en við höfum verið fáfróðir um þetta mikla land- flæmi. Það hafa flestir verið til skamms tíma. Fáir aðrir en fífldjarfir ferðalangar hafa lagt leið sína þangað, pólfarar eða veiðimenn eða þvílíkir æfin- týragarpar. En á siðustu áratugum liafa fleiri og fleiri djarfir menn og fróðleiksfúsir farið að veita athygli þessu mikla íslandi. Leiðangrar hafa verið gerðir út til þess að kynnast því og kanna það, og þessir ferðalangar bafa margs orðið vísari. Þeir liafa komist að raun um það, að einhverntima í fyrndinni hefir enginn jökull verið þarna, veðrátt- an verið hlý og mild, líkt og nú er í hitabeltinu, að út við strendurnar finnast lög af steinkolum og mólcolum, sem stafa frá þessum tíma, að ýms verð- mæl efni er að finna í Grænlandsfjöllum, svo scm járn, grafít, sem notað er í blýanta, kryolit, sem notað er i glerung, og margt íleira. En það er ekki heiglum lienl að fara í könnun- arferðir um Grænland. Þar eru engir vegir né samgöngulæki, veðráttan ákaflega óstillt og köld og landið alll geysilega örðugt yfirferðar. Einn þcirra, sem hvað mest befir kannað Græn- land á síðari árum, er danskur maður, Lauge Iíoch að nafni. Nú er best að láta bann sjálfan segja ykkur uokkuð frá svaðilförum sinum. Yið- talið, sem bér fer á eftir, átti danskur blaðamaður við hann, þegar hann var kominn heim úr einum leiðangrinum. »Lilið þér á þetta,« segir Koch, og dregur upp fjölda margar skínandi fallegar landslagsmyndir, sem hann befir tekið í ilugvél yfir Grænlands- jöklum. »Flugvélin var okkur alveg ómissandi við að búa til kort af landinu,« segir hann. »Nú skulum við bugsa okkur, að við séum staddir úti við flugvél- arskýlið að morgni til. Fjörðurinn er spegilsléttur, aðeius jaki og jaki á reki hér og hvar. Við erum þrír, sem ætlum upp og erum »útbúnir i odda- klið«, vafðir í sauðskinnsúlpur, j)ví að j)að cr kalt uppi yfir jöklinum, 35—40 stiga frost. Vélin er ferðbúin, flugmaðurinn lileyp- ir henni al’ stað, og hún æðir út á fjörðinn með sívaxandi hraða. Eftir 20 sekúndur er hraðinn orðinn 200 lcm á klst. og vélin fer að lyflast. Við erum lausir við jörðina. Vélin öskrar og dregur okkur hærra og hærra. Eftir 20 minútur erum við komnir í 4000 metra hæð, og eftir hálfa klukku- stund 7000 metra. Langt, langt niðri glitrar jökullinn. Það er dásamlegsýn,enþví miðurhöf- um við ekki tíma til að virða bana lýrir okkur. Við þurfum að sinna ýmsum athugunum, sem við eigum að gera.« Kklund verkfræðingur rannsaknr fjöllfti á Austur-Grænlandi, úr ilitgvél sinni

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.