Æskan - 15.12.1937, Síða 11
1937
]ólabók Æskunnar
9
vonbrigðum, er Sveinn bar sigur úr
býtum. Hann var sjálfur hættuleg-
asti keppinauturinn, en hann hafði
orðið að sætta sig við að vera sá
næst besti, eins og oft áður. Og
Leifur var gramur, ekki vegna þess,
að Sveinn hafði unnið, heldur af
þvi, að hann hafði ætla.ð sjálfum
sér sigurinn.
Skólabræðurnir hópuðust auðvit-
að utan um Svein og hylltu hann,
en Leifur gekk burt einn síns liðs,
og honuin fannst frammistaða sín,
er var i raun og veru injög góð,
vera ekkert annað en ósigur.
Skólasveinarnir nefndu Leif
stundum, Leif þögla; hann sagði
sjaldan meira en nauðsyn krafði,
var oftast einn útaf fyrir sig og
átti enga vini innan skólans. Og þá
sjaldan hann opnaði munninn,
gerði tortryggni hans sitt til. Það,
sem hann hafði að segja, varð svo
undarlega fráhrindandi og fullt
kaldhæðni. Leifur fékk þvi smám
saman orð fyrir að vera sérvitur,
og varð við það meira og ineira ein-
mana. — Hann fann þetta sjálfur,
og honum leið illa.
Sveinn varð að viðurkenna það
með sjálfum sér, að Leifur væri
hættulegur keppinautur, en hann
lét aldlei á því bera. Hann talaði
þvert á móti æfinlega um Leif með
nokkurri lítilsvirðingu, og átti sinn
þátt í því, hve einmana Leifur var
meðal drengjanna. Hann gekk jafn-
an á lagið og gerði gys að honum,
en með allra inestu varkárni þó.
Hann hafði meira að segja nokkr-
Rauáhetta
og úlfurinn
um sinnum reynt að æsa Leif upp
og reita hann til reiði; það hafði
samt aldrei tekist. Leifur tók allri
ertni og áreitni með kaldri ró. Hann
kærði sig ekki um, að láta neinn
liafa gaman af að sjá sig stökkva
upp á nef sér og verða sér til
skammar, enda þótt honum sviði
sáran. Hann gat líka átt á hættu
að missa skólavistina, ef skólastjóri