Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1937, Síða 13

Æskan - 15.12.1937, Síða 13
1937 )ólabók Æskunnar 11 kappi. Leifur var einnig duglegur, en hann reyndi ekki lengur að skara fram úr. Tortryggni hans til félag- anna var vakin að nýju. Þeir voru úhorfendur, þegar Sveinn reyndi að auðmýkja hann 'og skopast að hon- um. Athyglin beindist nú aftur mest að Sveini. Hann var þrátt fyrir allt, eflirlœtisgoðið. Dag nokkurn fór leikfimiskenn- arinn með drengína í skemmtiför niður á sjávarströndina. Þeir voru nýbúnir að hlaupa, allir í einu, eftir hörðum sandinum. Nú lágu þeir utan í lyngivaxinni hæð, í sólskininu, og hlustuðu á kennarann. Sveinn lá ularlega í hópnum og hafði rétt út frá sér fæt- urna. Leifur lá á maganum fyrir aftan hann. Drengirnir voru ennþá léttklæddir eftir hlaupin, og hlust- uðu allir þegjandi á erindi kennar- ans og fylgdust vel með. Leifur var hörkulegur á svip, með samanbitnar varir. Hann var að hugsa um kappleikinn, og var fast- ráðinn í að sigra í þetta sinn. Hann langaði til að hefna sín. Sveinn skyldi að minnsta kosti híða ósigur í þetta eina skipti. En svo fékk hann skyndilega annað til umhugsunar. Honum varð litið á bakið á Sveini. Þar lá högg- ormur. Samanhringað, brúnleitt smákvikindi. Hann teygði úr hausn- um, og leit út fyrir að Iitlu augun hans beindust að berum fæti Sveins. Leifur stirðnaði upp. Hve lítið sem Sveinn hreyfði sig, inyndi dýrið vafalapst híta hann. Leifur kreppti hnefann. — Ef Sveinn særðist — það mundi ekki verða hættulegt — Leifur hafði sjálfur einu sinni orðið fyrir högg- oimsbiti — þá gæti hann ekki keppt hinn daginn. Já, og þá var Leifur nokkurnveginn viss með að verða fremstur af skólabræðrum sínurn, og Sveinn átti ekki hetra skilið. Nú hreyfði hann höndina, örlítið, Leif- ur féklc hjartslátt, en höggormur- inn lá kyrr sem áður. Leifur bjóst við, að Sveinn dragi að sér fæturna á hverju augnabliki. Hann þreif treyjuna, sem lá við hlið hans, og stökk upp, með hana í höndunum. Höggormurinn hrökklaðist burtu, einni sekúndu áður en Sveinn hreyfði fæturna. Drengirnir litu upp forviða; kennarinn hafði þagnað skyndi- lega. Sumir þeirra sáu dýrið hverfa inn í lyngið. Leifur hélt um annan handlegginn. Höggormurinn hafði náð að l)íta hann undir treyjunni, áður en hann drattaðist hurt. Kennarinn batt í snatri með klút fyrir ofan sárið. Leifur var dálítið fölur, en leit annars ekki út fyrir að vera neitt hræddur, og skömmu seinna, er Sveinn leit framan í hann, leit hann feimnislega undan. Leifur keppti ekki. Hann var tölu- vert máttlaus og eftir sig, enda þótt höggormsbitið yrði honum ekki verulega að tjóni. Þegar kapphlaup- ið fór fram, stóð hann ásamt kenn- ara sinum og heið úrslitanna. Hlaupararnir liöfðu allir farið jafn- sneinma af stað, svo að eftirvænt- ingin var mikil hjá áhorfendum. Hver skyldi verða fyrstur að marki? Leifur 'hafði unnið bug á allri öf- und. Hann óskaði þess innilega, að Sveinn bæri sigur lir býtum, hæði skólans vegna, og hans sjálfs. Ýms- ir af félögum hans létu í Ijósi gremju sína yfir því, að hann gat ekki keppt. En sjálfur var hann ekk- ert verulega óánægður yfir því. Sig- urinn, er hann hafði unnið yfir sjálfum sér, gerði hann frjálsmann- legri í l'ramkomu, og hann tók glað- lega og djarflega þakklæti og aðdá- un skólabræðra sinna og kennara fyrir þá dáð, er hann hafði drýgt. Hlaupararnir komu nú hrátt i ljós, Jhver á fætur öðrum. Sveinn var næstur þeim fremsta, er fyrst sást til þeirra. Sá fremsti var úr öðr- um skóla. — En svo drógst Sveinn um stund aftur úr. Skólabræðurnir veifuðu og hrópuðu til hans: „Sveinn, Sveinn! Herlu þig Sveinn! “ En þegar nær dró marki, kom í ljós, að Sveinn var sami ágæti í- þróttamaðurinn og venjulega. Hann var allt í einu kominn lram úr öll- um hópnum, og varð l'yrstur að markinu. Hann hafði sigrað enn einu sinni.------- Leifur og Sveinn eru af „tilvilj- un“ staddir tveir einir fyrir utan leikfimissalinn. Það er verið að halda skólahálíð, að íþróttamótinu loknu. „Þinn tírni var hetri en minn, meðan á æfingum stóð“, segir Sveinn allt í einu blátt áfram, „svo að þú hefðir sjálfsagt sigrað í þetta sinn“. Leifur svaraði engu. Hann sparn öðrum l’æti í jörðina, þar sem hann stóð. „En þá hefði eg nú heldur ekki hlaupið, að þessu sinni“, hætti Sveinn við. „Heyrðu“, sagði hann og klapp- aði mjög vingjarnlega á herðar Leil'i. „Eg hefi verið óttalegur glóp- ur, og þetta, sem þú gerðir, hefði eg ekki getað gert fyrir keppinaut minn!“ Sveinn halði eignast nýjan vin og félaga, sem hann mat mikils og hafði nú lærl að skilja og viður- kenna. Og þessari vináttu höfðu báðir, Sveinn og Leifur, verulega gott al'. Jól avers O, gef mér barnsins glaða jólahug, við geisla ljósadýrðar vært er sofnar! I>á hefur sál mín sig til þín á flug, og sérhvert ský á himni mínum rofnar. G. G.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.