Æskan - 15.12.1937, Page 15
1937
Jólabók Æskunnar
13
einn sér. Einn hinna ölvuöu manna kom auga á
hann.
— Nei, sjáið þið! Er það ekki Nýjabæjarstrák-
urinn, sem stendur þarna? Hvað gengur nú að
þeirri ströngu húsfrú Önnu, að liún slculi leysa
lilekkina á gullbarninu og lofa því að hreyfa sig?
Það sér á, að hann er óvanur, veslingur. Ójá, svona
fer um þá, sem mömmurnar loka inni i húri! En úr
þvi þú ert nú hérna, þá komdu og fáðu þér í staup-
inu. Það iiressir mann upp, skaltu vila!
— Nei, sagði karlinn, sem hafði brennivínskút-
inn, og stakk tappanum i hann. Anna er ágætis
kona, og eg vil ekkert mein gera henni. Það er vel
skiljanlegl, að liún vilji vernda drenginn sinn fyrir
þvi, sem varð föður hans að fjörtjóni.
Níels hrökk saman. Hvað voru þeir að segja um
pahha lians? Mamma hans liafði aðeins sagt hon-
um, að hann hefði drukknað, en slíkt var ekki eins-
dæmi þar í skerjagarðinum.
Iiann leit á stóra, myndarlega smiðinn, sem nú
var dotlinn flatur og lá hálfsofandi á jörðinni.
Hann drafaði skammir að strákunum, en þeir
l'leygðu í liann grasi og torfusneplum.
— Ef tii vill, hugsaði Níels, og fékk sting i lijart-
að. — Ef til vill hefir pabhi minn einhverntima
legið svona?
Hann þoldi ekki mátið lengúr og tók á rás í
áttina til skógarins.
tJli við skógarjaðarinn ló við sjálft að hann dytti
um litla stúlku, sem lá þar á grúfu undir runni og
hélt höndum fyrir andlitið. Hann gætti nánar að
henni. Þetta var litla telpan smiðsins; þá skildi
liann líka, af liverju hún grét.
— Farðu nú heim, Greta litla, sagði hann. Það
er framorðið, og mamma þin híður sjálfsagt eftir
þér.
— Ónei, sagði t'elpan og lyfti höfðinu lítið eitt.
-— Það var hún, sem sendi mig liingað, til að . . . til
að gæta að pabba. ... Er hann sofnaður? spurði hún
svo þvermóðskulega.
■— Það held eg, svaraði Níels.
Greta litla þaut upp. — Eg verð að láta mömmu
vita það, svo að hún komi. Sjáðu til, við erum van-
ar að aka honum heim á liandvagninum okkar.
Mamma dregur hann, en eg ýti á eftir. Hún brosti
gegnum tárin, og svo þaut hún burt.
Níels gekk til sjávar, ýtti bátnum sínum á flot
og reri heim, svo að freyddi um stefnið.
Mamma hans sat inni og var að staga í hvers-
dagstreyjuna hans. Ilún leit ekki upp, fyrr en hann
var kominn inn á mitt gólf, — og þó sá Níels dá-
litið, sem hann hafði aldrei séð fyrr: Mamma lians
var að gráta.
Hún þrýsti drengnum sínum að sér og strauk
livað eftir annað um Iiöfuð lionum.
— Mamma, sagði Níels eftir stundar þögn. —
Ilvernig dó pabbi?
Mamma lians virtist ekki verða hissa á spurning-
unni. — Eg var einmitt að lmgsa nm að segja þér
frá því í kvöld, sagði liún. Það er best að þú fáir
að vita, hvaða óvin þú átl við að stríða. Eg hefi get-
að verndað þig, þangað til núna — en nú ertu að
verða stór, Niels, og verður að fara að sjá um þig
sjáll'ur. Sestu nú liérna hjá mér, og svo skal eg
segja þér frá pabha þínum.
Hann var farinn að drekka, áður en við gift-