Æskan

Árgangur

Æskan - 15.12.1937, Síða 18

Æskan - 15.12.1937, Síða 18
16 Jóiabók Æskunnar 1937 Gömul jólavísa Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð, svo komist þau úr bólunum, væna flís af feitum sauð, er fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð, gafst hún upp á rólunum. stað til iieiðarinnar með tvo vinnumenn sína og nauðsynlegan útbúnað til að flytja með sér dauðan mann. Kátur var með í förinni. Honum var sýnilega mjög vel skiljanlegt alll það, sem nú var að ger- ast. Hann braust í gegnum fönnina, og mennirnir fylgdu slóð hans í þeirri öruggu vissu, að gáfur iians og ratvísi reyndust nóg til að lialda réttri stefnu. Snjórinn var mikill og ferðin sóttist seinlega. Kafaldið dreif niður í logni og huldi ])ví sem næsl aiit útsýni. Frá fjöllunum barst ögrandi veðurhljóð lil mannanna, er óðu snjóinn þöglir og hugsandi. Enginn þeirra mælti orð frá vörum langa hrið. Svitinn draup af andlitum ])eirra og gaf til kynna iiið erfiða hlulverk, sem þeir höfðu tekið sér fyrir hendur. Þeir voru tæpast komnir miðja vega upp á heið- arbrúnina, þegar hríðin liófst í almætti sitt á nýjan leik. •—• Snjórinn þaut og iðaði, og vindurinn æddi með grimmdarkenndu ofurafli. Mennirnir þrír námu staðar, og annar vinnumað- urinn iirópaði þrumandi röddu gegnum ofviðrið: „Það þýðir ekkert fyrir okkur að lialda áfram i þessum ofsa“. Faðir minn svaraði aðeins: „Við erum of fáir, því miður“. Kátur hafði numið staðar; hann starði viturlegu augunum sínum upp til mannanna, — og þegar þeir loks höfðu ákveðið að lialda til baka heim til hæjar, reis hann á afturfæturna og snuðraði vinalega af stakki föður mins. Var það síðasta bæn hans um að ferðinni væri haldið áfram? Og þegar lagt var af stað heimleiðis, var Kátur horfinn — horfinn út í hríðina. — Faðir minn kallaði á hánn nokkrum sinnum, en það var gersamlega árangurslaust. Veðrið jókst stöðugt og frostið að sama skapi. Sveittir og fannbarðir náðu þeir faðir minn og vinnumenn hans bæjarhúsunum, — en til Káts spurðist ekki. Á þriðja degi slotaði hriðinni; snjóinn hafði vindurinn fært saman í harða skafla, og livergi sást i dökkan díl. Margir af fulltíða mönnum sveitarinnar eyddu tveim dögum í árangurslausa leit að líki Jóns, sem nú lá grafið einhversstaðar undir fannbreiðu hinn- ar óyfirsjáanlegu heiðar. Vorið kom. Snjóinn leysti fyrir blíðurn geislum vorsólarinn- ar og gróðurmildu regni vorsins. Þá fyrst — er vorblærinn hafði kastað síðustu fjötrum vetrarins hurt úr byggðum og fjöllum, fundust jarðneskar Jeifar Jóns, undir háum klettaslcúta. — Staðurinn var nákvæmlega á réttri leið — og fuilsannaði þann hugarsveim fólks, að Jón hefði ekki farið villur vegar, én andast að lokum af vosbúð, þrot- . inn að þreki og Tífsmagni. — — Ilátíðleg kyrrð ríkti yfir ásjónu lians, og við kaldan líkama hans lá dauður rakki í hnipri — Kátur. Ritstjóri: Margrét Jónsdóttir Ríldsprentsmiðjan Gutenberg

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.