Æskan

Årgang

Æskan - 01.03.1943, Side 3

Æskan - 01.03.1943, Side 3
44. árgangur ♦ Reykjavík, marz—april 1943 ♦ 3.^-4. tölublað E. Unnerstad: A ævintýraleiðum. Framhaldssaga. ELLEFTI KAFLI Hér segir frá ægilegu ævintýri i frumskóginum. Þar koma óarga dýr við sögu og villimaður með gleraugu. Hann vaknar ekki fyrr en Li stendur við rúm- stokkinn hans með heljarstórt glas, fullt af ís- kældri mjólk, og lirokaðan disk af ljúffengu brauði. Nú er langt síðan hann hefur drukkið jnjólk, og honuxn þykir liún dásamleg, þó að liann væri ekkert mjólkurbarn lxeima. Ef liann aðeins vissi, livað súrmjólk er á ensku, þá gæti hann beðið um hana í hádegisverð! Svo fer harni til veitingamannsins og fær skipt pundsseðlinum sínum. Síðan fer hann út og leitar að blómabúð, þar sem hann geti keypt blómafræ handa Lillu. En hvernig sem hann leitar, finnur hann enga, og hann getur engan spurt, þvi að hann veit ekki, hvað fræ heitir á neinu máli öðru en sínu eigin. En liann kaupir fallegan skeiðar- hnif með útskornu skafti, handa sjálfum sér eða Palla — hann er ekki viss um, hvort hann tímir að gefa hann — og kórallamen handa Möggu. Myndavélin dinglar um hálsinn á honum, eins og hann væri amerískur ferðalangur, og hann tekur eina og eina mynd, hér og hvar, þar sem hann sér eitthvað skrítið. Hann rekst líka á stað, þar sem myndir eru framkallaðar, og liaim skilur þar eftir tvö fyrstu filmukeflin, sem hann tók á i ferðinni. Síðan fer hann aftur heim i gistihúsið. Hanni frændi bíður hans þar, dálítið órólegur. „Heyrðu, Úlli, livernig lízt þér á að skreppa tímakom út i sveit?“ segir liann. „Ég hitti gamlan kunningja í gær. Við sigldum saman á yngri ár- um. Hann hefur átt heima hér á Java i sextán ár, er giftur og á sæg af krökkum. Hann vildi ólmur, að ég sendi þig út eftir til lians með lestinni í fyrramálið. Krökkunum lians þætti það skemmti- leg tilbreytni, og þú hefðir meira gaman af að vera þar en liér. Þar nær fmmskógurinn alveg heim í hlaðvarpa, og margt fleira sæir þú nýstár- legt. Það er líka orðið langt síðan þú hefur hitt nokkra jafnaldra þína.“ Úlla fannst þetta býsna lokkandi tilhugsun. Frumskógurinn! Hann á sögu heima, sem heitir Dætur frumskóganna. Hún gerist að vísu í frum- skógum Ameríku, en hún er rosalega skemmtileg. Kamiske er eins skemmtilegt i frumskógum Java. „Hann heitir Peterson,“ lieldur Hanni áfram. „Ég gleymdi að spyrja hann, hverrar þjóðar Icona lians er. En hún er sjálfsagt ágæt, úr þvi að hún er gift Kalla gamla P., eins og við vorum vanir að kalla liann í þann tið. Verst að hann varð að fara heim í morgun, annars hefðirðu getað verið honum samferða. En þú ratar sjálfsagt, .og svo kem ég að viku liðinni og sæki þig. Hann kem- ur á móti þér á stöðinni i Buraja. Þar áttu að fara úr lestinni. Þú hlýtur að þekkja hann. Hann er grindhoraður, alveg hvíthærður, með stór gler- augu og hrukkóttari en nokkur maður, sem þú hefur séð. Og svo er hann haltur.“ Hanni leggur báðar hendur á axlir Úlla. „Á ég nú annars að þora að senda þig svona einan þíns liðs?“ segir hann og horfir rannsak- andi augum á liann. „Auðvitað ætti ég að fara með þér, en mér er engin leið að hverfa frá í svip- inn. Heldurðu að þú getir bjargað þér einn?“ „Hvað ætli ég geti það ekki,“ svarar Úlli borgin- Úlli gengur til hans, tekur í hattbarðið og spyr: „Where is mister Peterson?14 Hann hristir aðeins höfuðið, rang- hvolflr augunum og hellir úr sér flóði af undarlegum, fram- andi orðum, sem eru alveg óskiljauleg fyrir Úlla. 23

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.